Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 38
22 27. júní 2005 MÁNUDAGUR TORFHÚSAHVERFI Á SELFOSSI Svona mun hverfið líta út. „Þetta er alveg sérhverfi hér á vesturbakkanum sem við Sel- fyssingar köllum „fyrir utan á“,“ segir Finnbogi og kveðst vera búinn að skipuleggja þar níu húsa hverfi. Húsin verða byggð í gömlum íslenskum stíl með grasi á þakinu og hleðslum til hliðanna. Finnbogi er búinn með eitt hús og er að byrja á tveimur öðrum í fjögurra húsa lengju sem myndar burstabæj- arstíl. Þar verða sem sagt fjórar burstir og fyrsta húsið er selt. Arkitekt bæði að hverfinu og húsunum er Vífill Magnússon. „Vífill hannaði hverfið frá grunni og deiliskipulagði það með þetta umhverfi í huga sem við erum í, ána og klettana,“ útskýrir Finnbogi. Bygginarnar mynda hring. Húsin sem nú eru í byggingu eru 185 fermetrar hvert, á tveimur hæðum og er sólstofa á syðri hluta þeirrar efri. Þaðan er glæsilegt útsýni yfir ána og fjöllin í austri. Sperrurnar eru sýnilegar innan úr húsinu því öll einangrun er utan á, bæði í þaki og veggjum og Finnbogi segir veðuráhrif verða mjög lítil inn- an dyra. „Grasið drepur niður vindgný og slíkt,“ segir hann og kveðst aldrei hafa gert þak með þessum hætti áður. Bílskúrar verða ekki með hverju húsi heldur ein bíla- geymsla miðlæg í hverfinu og hún verður niðurgrafin. Ofan á henni verður samkomustaður fyrir íbúana, hvort sem þeir vilja setja þar upp barnaleik- völl, grill eða annað, að sögn Finnboga. Miðlægt ryksugu- kerfi verður í húsunum og ýms- ar nýjungar í lögnum, bæði í hita- og rafkerfum. Finnbogi segir það hafa verið þrautagöngu að koma þessu skipulagi á koppinn en hann er búinn að vinna í því frá árinu 1992. Nú er hann að byrja á húsi númer tvö og segir fólk sýna þeim áhuga. „Ég er að hugsa um að koma grunninum upp áður en ég fer að auglýsa,“ segir hann og sér nú loks gamlan draum vera að rætast. gun@frettabladid.is Torf á þaki og hleðslur í hliðum Einstök byggð með séríslensku yfirbragði er að rísa á vesturbakka Ölfusár. Finnbogi Guðmundsson, byggingaverktaki á Selfossi, er þar að bardúsa. M YN D / ÁR M AN N I N G I S IG U RÐ SS O N SNYRTILEG OG FALLEG AÐKOMA Að húsunum er falleg aðkoma og stutt í útivistarsvæði Selfyssinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.