Fréttablaðið - 27.06.2005, Síða 38

Fréttablaðið - 27.06.2005, Síða 38
22 27. júní 2005 MÁNUDAGUR TORFHÚSAHVERFI Á SELFOSSI Svona mun hverfið líta út. „Þetta er alveg sérhverfi hér á vesturbakkanum sem við Sel- fyssingar köllum „fyrir utan á“,“ segir Finnbogi og kveðst vera búinn að skipuleggja þar níu húsa hverfi. Húsin verða byggð í gömlum íslenskum stíl með grasi á þakinu og hleðslum til hliðanna. Finnbogi er búinn með eitt hús og er að byrja á tveimur öðrum í fjögurra húsa lengju sem myndar burstabæj- arstíl. Þar verða sem sagt fjórar burstir og fyrsta húsið er selt. Arkitekt bæði að hverfinu og húsunum er Vífill Magnússon. „Vífill hannaði hverfið frá grunni og deiliskipulagði það með þetta umhverfi í huga sem við erum í, ána og klettana,“ útskýrir Finnbogi. Bygginarnar mynda hring. Húsin sem nú eru í byggingu eru 185 fermetrar hvert, á tveimur hæðum og er sólstofa á syðri hluta þeirrar efri. Þaðan er glæsilegt útsýni yfir ána og fjöllin í austri. Sperrurnar eru sýnilegar innan úr húsinu því öll einangrun er utan á, bæði í þaki og veggjum og Finnbogi segir veðuráhrif verða mjög lítil inn- an dyra. „Grasið drepur niður vindgný og slíkt,“ segir hann og kveðst aldrei hafa gert þak með þessum hætti áður. Bílskúrar verða ekki með hverju húsi heldur ein bíla- geymsla miðlæg í hverfinu og hún verður niðurgrafin. Ofan á henni verður samkomustaður fyrir íbúana, hvort sem þeir vilja setja þar upp barnaleik- völl, grill eða annað, að sögn Finnboga. Miðlægt ryksugu- kerfi verður í húsunum og ýms- ar nýjungar í lögnum, bæði í hita- og rafkerfum. Finnbogi segir það hafa verið þrautagöngu að koma þessu skipulagi á koppinn en hann er búinn að vinna í því frá árinu 1992. Nú er hann að byrja á húsi númer tvö og segir fólk sýna þeim áhuga. „Ég er að hugsa um að koma grunninum upp áður en ég fer að auglýsa,“ segir hann og sér nú loks gamlan draum vera að rætast. gun@frettabladid.is Torf á þaki og hleðslur í hliðum Einstök byggð með séríslensku yfirbragði er að rísa á vesturbakka Ölfusár. Finnbogi Guðmundsson, byggingaverktaki á Selfossi, er þar að bardúsa. M YN D / ÁR M AN N I N G I S IG U RÐ SS O N SNYRTILEG OG FALLEG AÐKOMA Að húsunum er falleg aðkoma og stutt í útivistarsvæði Selfyssinga

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.