Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.06.2005, Blaðsíða 18
Skipasund 82, 104 Reykjavík – S. 552 – 6255 www.ammaruth.is • Opið virka daga 14-18 Flestir gömlu mánaðarbollarnir til -sendi í póstkröfu Sumar gjafir skipta öll börn máli! Gefum börnum góða sumargjöf El ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Golfáhugamenn athugið Nú er rétti tímin til að setja niður púttholu í garðinn Upplagt í sumarbústaðinn eða garðinn heima Tilboð 1 1 stk stöng með áföstu númeri og bolla kr 4.900 Tilboð 2 1 stk stöng með flaggi og bolla kr 7.900 Leigjum út holuskera ]Viðhaldsfrír garðurEf þú vilt losna við mosann, fíflana og garðsláttinn er tilvalið að helluleggja garðinn.Gerðu ráð fyrir að hafa nokkur tré eða komdu fyrir stórum blómakerum og fallegumhúsgögnum og garðurinn verður sannkölluð paradís. [ Hægt að hleypa upp skógi við fráleitar aðstæður Björn Jónsson segist hafa gert öll hugsanleg mistök við skógrækt og þess vegna sé hann vel til þess fallinn að leiðbeina fólki. Björn Jónsson, fyrrverandi skólastjóri Hagaskóla, segir skipulag og framtíðarsýn mikilvæg við skógrækt. Björn Jónsson hefur stundað skóg- rækt í ein 30 ár og hefur lengi kennt námskeiðið skógrækt áhugamanns- ins hjá Skógræktarfélagi Íslands. Hann er ekki faglærður skógrækt- armaður en hann hefur fengist við það svo lengi að hann segist hafa gert öll mistökin og viti orðið ná- kvæmlega hvernig sé best að standa að málum. „Ég spara fólki mistökin og þá kemst það á fleygi- ferð,“ segir Björn, sem er kennari og fyrrverandi bóndi og fyrrver- andi skólastjóri í Hagaskóla. „Það er stórt atriði að fólk hugsi áður en það fer að stinga niður trjám,“ segir Björn og telur það nauðsynlegt að fólk sjái fyrir sér hvernig það vilji að landið líti út eftir nokkur ár. „Fólk þorir oft ekki að hafa væntingar þegar það setur niður plönturnar og er sannfært um að þetta taki allt svo langan tíma,“ segir Björn. Hins vegar segir hann nauðsynlegt fyrir fólk að setja sér raunhæf markmið og á aðeins fimm árum sé hægt að ná plöntum upp í góða hæð. „Maður verður að hafa eitthvað til að keppa að,“ segir Björn. Hann segir engar sérstakar regl- ur gilda um hvernig eigi að raða upp plötunum, það fari algerlega eftir smekk hvers og eins. Fólk þurfi aftur á móti að hafa í huga að koma fyrir göngu- og akstursleiðum og jafnvel að útbúa rjóður. „Maður þarf að geta gengið eða ekið um skóginn, það er ekkert gaman að horfa á einhverja þúst utan frá,“ segir Björn. „Hægt er að hleypa upp skógi við fráleitar aðstæður,“ segir Björn en mýri segir hann hins vegar erfiða og best sé bara að útbúa þar tjörn. ■ VAL Á PLÖNTUM VIÐ SUMARBÚSTAÐ: Tegundaval fer eftir jarðvegi, staðháttum og smekk ræktunarfólks. Gott er að hafa blandaðan gróður í útivistarskógi sínum, t.d. laufgróður og barrgróður, en gæta þess að hafa vænt bil á milli plantna til þess að gróðurinn njóti sín síðar þegar hann er orðinn að veglegum trjám. BJÖRN JÓNSSON, SKÓGRÆKT ÁHUGAMANNSINS. Hjá Áhaldaleigunni fengust þær upplýsingar að sláttuvélar, mosa- tætarar og jarðvegstætarar stoppuðu stutt við og sömuleiðs væru 800 kílóa smágröfurnar vinsælar. Í Húsasmiðjunni eru jarðvegsþjöppur og sláttuvélar rifnar út og bílflutningakerrur af öllum stærðum ásamt hvers kyns áhöldum í garðinn. Ýmist er hægt að leigja verkfæri fyrir daginn eða til lengri tíma. Í Byko er hægt að leigja allt frá borðbúnaði upp í stórar gröfur, en mest er spurt um garðáhöld, háþrýstidælur og ýmiss konar bora. Þá er mikið tekið af keðju- og steinsögum, en hjá Byko er líka hægt að leigja borðbúnað í veisluna og tjöld í útileguna. Hvergi þarf að panta áhöld með fyrirvara, nema hoppukastalana og trampólínin hjá Byko, sem þarf að panta með nokkurra daga fyrir- vara. Sniðugt að leigja áhöldin BORÐBÚNAÐUR, TJÖLD OG HOPPUKASTALAR STOPPA STUTT VIÐ EKKI SÍÐUR EN GRÖFUR, SLÁTTUVÉLAR OG BORAR. Sumarið er tími framkvæmda og þá getur verið gott að leigja græjurnar. Hér er sitkagreni stungið niður í gróður- lausan sand en hrossatað og blákorn tryggja vöxt fyrstu árin. Skógarstígur er fyrst og fremst leið til að njóta grósku og fuglalífs. Ökuleið er sjálfsögð í skógræktarreit áhugamannsins ef um allstórt land er að ræða. M YN D IR B JÖ R N J Ó N SS O N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.