Fréttablaðið - 27.06.2005, Page 1

Fréttablaðið - 27.06.2005, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 VIÐSKIPTI „Það var verið að blekkja Fjármálaeftirlitið og þá sem áttu bankann með Eglu,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, að- júnkt við Háskóla Íslands, um kaup þýska bankans Hauck og Aufhäuser á hlut í Búnaðar- bankanum en þýski bankinn var hluti af S-hópnum svokallaða í gegnum fyrirtækið Eglu hf. Vilhjálmur segir að þegar Búnaðarbankinn var seldur til S- hópsins var ljóst að þýski bankinn fór með virkan eignar- hlut. Ef aðrir hefðu átt þennan hlut, hefði átt að greina frá því. „Ef virkur eignarhlutur er stærri en gefið er upp, er hlut- hafaskráin röng,“ segir Vil- hjálmur. Umræddar upplýsingar komu fram í skýrslu ríkisendur- skoðunar vegna sölu á ríkisbönkunum. Hvergi er minnst á kaupin á hlut í Bún- aðarbankanum í ársreikningi þýska bankans sem þykir enn frekari vísbending um að bankinn hafi ekki verið raun- verulegur eigandi bréfanna. Ekki náðist í Pál Gunnar Páls- son, forstjóra Fjármálaeftirlitis- ins, í gær. -hb Aðjúnkt við Háskóla Íslands um sölu á Búnaðarbanka: Fjármálaeftirliti› blekkt BETRI NOTAÐIR BÍLAR Þrjúhundruð og fimmtíu þúsund króna afsláttur af sérvöldum bílum RIGNING Á vesturhelmingi landsins. Gæti dropað á austurhelmingnum síðdegis. Hiti 10-16 stig hlýjast austan til. VEÐUR 4 MÁNUDAGUR 27. júní 2005 - 171. tölublað – 5. árgangur Kaffihúsastelpan í Sjónvarpinu Sjónvarpsmyndin The Girl in the Café, sem var tekin upp að miklum hluta hér á landi síðasta sumar, verður frumsýnd í Sjónvarpinu hinn 9. júlí. Myndin er úr smiðju Richards Curtis, sem skrifaði meðal annars handrit að myndunum Love Actually og Four Weddings and a Funeral. SJÓNVARP 30 Í MIÐJU BLAÐSINS ▲ Stórborgarbragur og bíóstemning HALLDÓRA BRAGADÓTTIR ARKITEKT: ● hús ● fasteignir ▲ PYNTINGUM MÓTMÆLT Íslandsdeild Amnesty International stóð fyrir mótmælum á Austurvelli í gær. Þar gátu vegfarandur sett sig í spor fanga í Guantanamo-fangabúðunum. Sjá síðu 4. EFNAHAGSMÁL „Það eru að ganga til baka lækkanir sem verið hafa í matvöru,“ segir Edda Rós Karls- dóttir, forstöðumaður greiningar- deildar Landsbankans. Hún segir kostaboð á matvöru, sem vegi þungt í vísitöluútreikningi, hafa mikið að segja. Bankinn spáir nú 0,4 prósenta verðbólgu milli mánaða, en þar er meðal annars horft til hækkana á matvöru. „Ég get ekki tekið undir að verðstríðið sé búið. Auðvitað er enn tekist á um hverjir eru ódýrastir. Við hættum ekki í þessu stríði,“ segir Hróar Björnsson, rekstrarstjóri Krónunnar. „Það er samt greinilegt að Krónan og Bón- us eru að slást um þetta og alveg óhætt að segja að Kaskó og Nettó hafi bakkað út úr slagnum. Við erum búnir að skilgreina okkur sem lágvöru- verslun og það kostar á f r a m h a l d - andi átök.“ Guðmund- ur Marteins- son, fram- kvæmdastjóri Bónuss, tekur í svipaðan streng en tel- ur þó einsýnt að minna verði um undirboð á borð við að fólk fái mjólkurlítrann á krónu, eða jafn- vel gefins. „Ég held að svona bull- verð sé úr sögunni, að minnsta kosti tímabundið. Þetta snýst nátt- úrlega um stöðugt lágt verðlag, enda skiptir það neytandann mestu máli,“ segir hann og telur augljóst að lágvöruverslanir haldi áfram að veita hverri annarri að- hald. Guðmundur segir blöðin full af auglýsingum matvöruverslana þar sem afslættir og lágt vöru- verð er kynnt. Edda Rós segir að undanfarið hafi fasteignaverð einna helst ýtt undir verðbólgu, en nú komi einnig inn hærra bensínverð og hækkun á verði matvöru. Hún segir almennt gert ráð fyrir því að Seðlabankinn hækki stýrivexti um hálft prósent til viðbótar í september til þess að bregðast við aukinni verðbólgu. olikr@frettabladid.is TÓNLIST SIGTRYGGUR BALDURSSON: Trommar á úreld loftnet FÓLK 30 VEITINGAR ELÍS ÁRNASON: Rekur eina veitinga- sta›inn í Hrísey TILVERAN 12 Ófróður endurskoðandi Eignatengsl forsætisráðherra við fyrir- tæki sem kaupir banka af ríkis- stjórninni eru ekki viðkvæm einkamál, segir Guðmundur Andri Thorsson. Honum finnst það ráðgáta hvers vegna Halldór Ásgrímsson hefur ekki fyrir löngu síðan losað sig við eign sína í þessum fyrirtækjum. UMRÆÐAN 16 Íslandsmótið búið? FH-ingar eru búnir að stinga af í Landsbankadeildinni eftir áttunda sigurleikinn í röð. Ekkert lið virðist eiga möguleika gegn meisturunum og fátt sem bendir til annars en að FH muni verja titilinn. ÍÞRÓTTIR 20 VEÐRIÐ Í DAG Óvissuástand í Búlgaríu: Enginn hefur meirihluta SÓFÍA, AP Að loknum kosningum í Búlgaríu ríkir ákveðið óvissuástand með framhaldið. Sósíalista- flokkurinn fór með sigur af hólmi en hann hlaut tæpan þriðjung at- kvæða. Flokkur forsætisráðherrans Simeon Saxcoburggotski hlaut hins vegar tæpan fimmtung atkvæða. Sergei Stanisev, leiðtogi sósíal- ista, hefur farið fram á stjórnar- myndunarumboð en það er hins vegar alveg óvíst með hverjum sósíalistar geta hugsað sér að starfa. Stanishev útilokar sam- starf með þjóðernissósíalista- flokknum ATAKA og lýsir því yfir að honum þyki afar ólíklegt að samstaða náist við flokk Saxco- burggotskis. ■ JÓN KR. ÓLAFSSON Tróð þrisvar upp á hátíðinni Bíldudals grænar um helgina. Bíldudals grænar: Jón Kr. aldrei sungi› betur HÁTIÐ Sumarhátíðinni Bíldudals grænar lauk í gær. „Hátíðin fór alveg rosalega vel fram og var heill hellingur af fólki. Veðrið hefði hins vegar mátt vera ákjósanlegra. Ég söng þarna í þrígang. Það var mikið stuð hérna á Bíldudal alla helgina og alveg frábær stemmning,“ segir Jón Kr. Ólafsson söngvari sem fékk hól frá fólki sem sagði að hann hefði aldrei sungið betur en á hátíðinni í ár. Hátíðin hófst á fimmtudag og fór nú fram í annað sinn. Að sögn lögreglunnar á Patreks- firði var nóg að gera í bænum um helgina en ekki þurfti að hafa mikil afskipti af hátíðargestum, sem voru til fyrirmyndar. ■ EDDA RÓS KARLSDÓTTIR Ver›strí› ekki a› baki Hugsanlega sér fyrir endann á undirbo›um á matvörumarka›i. Forsvarsmenn Bónuss og Krónunnar segja ver›strí› alls ekki a› baki. Hagfræ›ingur Lands- bankans segir gyllibo›in hafa haft mikil áhrif á ver›bólgu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.