Fréttablaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 2
SVEITARSTJÓRNARMÁL Clint Eastwood fær að taka mynd sína Flag of Our Fathers upp í Krýsuvík. Þetta varð ljóst þegar skipulags- og bygginga- ráð Hafnarfjarðar veitti leyfi sitt fyrir tökunum. „Það var afgreitt einróma að gefa leyfi fyrir myndatökunni með þeim skilyrðum um framkvæmd og frágang sem sett eru fram í samn- ingi bæjarins. Bæjaryfirvöld hafa afgreitt málið og það er enginn ágreiningur lengur um þá af- greiðslu,” segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Um- hverfisnefnd bæjarins og stjórn Reykjanesfólkvangs hafa gagnrýnt áform leikstjórans Clint Eastwoods um tökur í Krýsuvík. „Mér finnst þetta sorgleg niðurstaða. Mér finnst sorglegt að ráðamenn í svona stóru bæjarfélagi hafi ekki meiri skilning á náttúruvernd. Miðað við umfangið á þessu hef ég enga trú á að það takist að koma þessu í samt lag,” segir Kristján Bersi Ólafsson sem sæti á í umhverfisnefnd Hafn- arfjarðar. -rsg ARNARFELL Í KRÝSUVÍK Krýsuvík þykir hentug fyrir tökurnar en myndin á að ger- ast á eyjunni Iwo Jima í Japan árið 1945. 2 29. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR MENNTAMÁL Ólína Þorvarðardóttir skólameistari Menntaskólans á Ísafirði hefur farið fram á það við menntamálaráðuneytið að fram fari opinber rannsókn á starfs- og stjórnunarháttum hennar við skólann. „Það hafa verið mjög óvægnar aðdróttanir og árásir á mín störf og stjórnarhætti og ég get ekki setið undir því lengur. Því hef ég farið fram á það við ráðuneytið að það verði gerð úttekt á mínum störfum af hlutlausum aðila. Ráðuneytið hefur fallist á að óska eftir því við Félagsvísindastofnun að annast slíka úttekt. Jafnframt hefur verið gert samkomulag um að deiluefnið, yfirferð enskuprófa Ingibjargar Ingadóttur sem ég hugðist vísa til þriðja aðila, verði ekki send út úr skólanum heldur tekin til athugunnar hjá mats- og gæðaeftirlitsdeild menntamála- ráðuneytisins,“ segir Ólína. Ólína segist vonast til þess að þessar aðgerðir dugi til að skapa sátt um skólastarfið í MÍ og segist reiðubúin að sættast við Ingi- björgu Ingadótt- ur en tekur fram að það þurfi tvo til. - oá Öryggisráð: Áfram í frambo›i STJÓRNMÁL Engin breyting hefur orðið á stefnu stjórnvalda um framboð til öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna. „Það er eðlilegt að það fari fram endurmat á stöðunni,“ sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra í viðtali á Stöð 2 og vísaði til þess að ólíkt því sem talið var í fyrstu þarf Ísland að heyja kosn- ingabaráttu í von um að hreppa sæti í öryggisráðinu. Það breytir þó engu að sögn forsætisráðherra. “Engin ný ákvörðun hefur verið tekin, svo sú gamla stendur.“ Anders Fogh Rasmussen sagði Stöð 2 að Danir myndu styðja framboð Íslendinga. ■ NOREGUR OPERA SOFTWARE SÆKIR ENN FRAM Norska tölvufyrirtækið Opera Software, sem að hluta til er í eigu Íslendingsins Jóns Stephensonar von Tetzchner, hefur gert samning við kín- verska símafyrirtækið ZTE um að Opera-vafrinn verði notaður í símum fyrirtækisins. Jón kveðst í samtali við Aftenposten vera mjög ánægður með samninginn enda er kínverski símamarkað- urinn einn sá stærsti í heimi. LIMGERÐINU STOLIÐ Fjölskyldu í Sædalen á Hörðalandi brá held- ur betur í brún þegar hún kom heim úr helgarferð í fyrradag. Búið var að stela heilu limgerði úr garðinum hjá þeim en þau höfðu plantað trjánum áður en þau fóru í fríið. Børre Botn- mark, eigandi limgerðisins, sagðist telja í samtali við Berg- ens Tidende að þjófarnir rækju sennilega garðyrkjuþjónustu þar sem stolið limgerði væri boðið til kaups. HÆSTIRÉTTUR FRAMHALD GÆSLUVARÐHALDS STAÐFEST Hæstiréttur staðfesti í gær áframhaldandi gæsluvarð- hald yfir erlendu pari, breskri konu og bandarískum manni, sem grunuð eru um fjársvik og fyrir að svíkja bíla út úr bíla- leigum og reyna að hafa með sér úr landi með farþegaskipinu Norrænu. Fólkið var handtekið af lögreglu í Hanstholm í Dan- mörku 11. júní. MUKHTAR MAI Fórnarlamb hópnauðgunar sést hér fyrir utan dómhúsið með lögfræð- ingum sínum og stuðningsmönnum. Hópnauðgunin í Pakistan: S‡knudómum var hnekkt PAKISTAN, AP Hæstiréttur Pakistans hefur hnekkt dómi áfrýjunardóm- stóls í máli konu sem nauðgað var af hópi manna og krafist þess að ódæðismennirnir verði handteknir. Hæstiréttur sneri í morgun sýknudómi yfir þrettán mönnum og hefur krafist þess að þeir verði handteknir að nýju. Í þeim hópi eru fimm menn af sex sem nauðguðu Mai og átta menn sem sátu í öld- ungaráði bæjarins sem fyrirskip- aði að henni skyldi nauðgað. Réttað verður yfir mönnunum þegar þeir verða komnir í varðhald og refsing þeirra ákvörðuð. ■ SPURNING DAGSINS Gunnar, er gott a› syngja í Kópavogi? „Já, það hljómar allt vel þar.“ Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, vill reisa óperuhús sunnan við Gerðasafn í miðbæ Kópavogs. Orðið við beiðni Clint Eastwood um leyfi til gerðar kvikmyndar: Fær a› mynda í Kr‡suvík M YN D /A P ÍSBÍLL VALT Ísbíll valt í gær við af- leggjarann að Sauðafelli í Miðdöl- um í Dalasýslu. Um er að ræða lít- inn sölubíl sem keyrir um landið til þess að selja ís. Hvorki urðu slys á mönnum né dýrum og litlar skemmdir urðu á bílnum og inni- haldi hans. EKIÐ Á KINDUR Töluvert er um að keyrt sé á lömb og kindur á þjóð- vegum landsins um þessar mundir. Að minnsta kosti tvö slík tilfelli urðu í umdæmi lögreglunnar á Vopnafirði í gær. Vert er að minna ökumenn á að fara varlega þar sem sauðfé er í vegköntum. LÖGREGLUFRÉTTIR ÓLÍNA ÞOR- VARÐARDÓTTIR Segist tilbúin að sættast við Ingi- björgu Inga- dóttur en það þurfi tvo til sátta. Ólína Þorvarðardóttir skólameistari: Fór fram á úttekt á störfum sínum PENNAR Á LOFTI Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra, Gísli Gunnars- son, forseti sveitarstjórnar sveitarfélagsins Skagafjarðar, og Agnar H. Gunnarsson, odd- viti Akrahrepps undirrituðu samkomulagið. Menningarhús í Skagafirði: Framlaginu skipt í tvennt MENNINGARHÚS Í gær var undirrit- að í Miðgarði í Skagafirði sam- komulag um uppbyggingu menningarhúss. Í stað þess að byggja eitt menningarhús í Skagafirði mun ríkið leggja til 60 milljónir króna vegna endur- bóta á félagsheimilinu Miðgarði og greiða hluta af kostnaði vegna viðbyggingar við safna- hús Skagfirðinga á Sauðárkróki. Ekki hefur verið ákveðið hvenær ráðist verði í fram- kvæmdirnar á Sauðárkróki en sveitarfélagið mun greiða 40 pró- sent af kostnaðinum við báðar framkvæmdirnar en ríkið 60 pró- sent. - kk L‡kur sögu sinni me› löngum skuldahala Tækniháskólinn l‡kur sögu sinni me› tugmilljóna króna halla sem fellur á rík- issjó›. Ríkisvaldi› hefur ítreka› flurft a› auka fé til skólans á undanförnum árum vegna skuldsetningar hans. SKÓLAMÁL Ríkissjóður greiðir upp tugmilljóna skuld Tækniháskóla Íslands þegar hann sameinast Háskólanum í Reykjavík um næstu mánaðamót. Þetta bætist við samtals 225 milljóna króna framlag ríkisins til skólans síð- ustu þrjú ár sem ætlað hefur verið til að greiða niður skuldir hans. „Árið 2002, þegar Tækniskól- anum var breytt í tækniháskóla var halli skólans hátt í þrjú hund- ruð milljónir króna. Tæknihá- skólinn fékk úthlutað 205 millj- óna fjárheimild í fjáraukalögum árið 2002 til að greiða niður hluta skuldarinnar,“ segir Stefanía Katrín Karlsdóttir, fráfarandi rektor Tækniháskóla Íslands, um skuldahala Tækniskólans sem Tækniháskólinn tók á sig en var greiddur niður að mestum hluta af ríkinu. Auk þess fékk skólinn 19,7 milljónir 2004 til að greiða hluta biðlaunakostnaðar fyrrum starfsmanna Tækniskólans. Samkvæmt upplýsingum Stefaníu voru skuldbindingar Tækniskólans sem Tæknihá- skólinn tók yfir það miklar að uppsafnaður halli Tækniháskól- ans var 127 milljónir í árslok 2003 þrátt fyrir fjárheimildir frá ríkinu. Stefanía sagði þetta gamlar syndir sem Tæknihá- skólinn hefði fengið í vöggugjöf en hún vildi ekki tjá sig um ástæður halla Tækniskólans. „Verið er að leggja niður rík- isstofnun og því er gert ráð fyrir að ríkisjóður greiði útistandandi skuldir hennar. Það er eðlilegt að einkaaðili taki ekki yfir þær skuldir,“ segir Guðmundur Árna- son, ráðuneytisstjóri í mennta- málaráðuneytinu, um niður- greiðslu skulda skólans. Í umsögn með lagafrumvarp- inu um afnám Tækniháskóla Ís- lands sem lagt var fyrir Alþingi 2. desember 2004 var áætlað að skuldir Tækniháskóla Íslands yrðu á bilinu 110 til 125 milljónir króna um mitt ár 2005 og að þessar skuldir færðust ekki yfir á hinn nýja skóla með sameining- unni. Stefanía segir þessar skuldir hafa lækkað um tugi milljóna. ingi@frettabladid.is TÆKNIHÁSKÓLI ÍSLANDS Tók við nærri 300 milljóna skuldahala þegar skólanum var breytt í háskóla árið 2002. Þrátt fyrir aukningu fjár- heimilda frá ríkinu til að létta skuldabyrðina náðist ekki að greiða skuldina niður að fullu og var halli skólans 127 milljónir í lok árs 2003. Skólinn er enn stórskuldugur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.