Fréttablaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 12
12 29. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Hlú› a› verkum Samúels í Selárdal Viðgerð á listaverkum Samúels Jónsson í Selár- dal hófst á síðasta ári og er fram haldið í sumar. Félag um endurreisn safns hans stendur að framkvæmdunum og hlaut nýlega tvo styrki til verksins. Selárdalur er einn svonefndra Ketildala í Arnarfirði sunnan- verðum. Í eina tíð var dalurinn þéttbyggður fólki en tekið var að fækka þegar Samúel Jónsson bjó að Brautarholti í mynni dalsins, þaðan sem tilkomumikil sýn er yfir fjörðinn að Lokinhömrum og Hrafnabjörgum. Samúel var kominn á efri ár þegar hann réðist í að reisa kirkju og listasafn á jörð sinni, auk lista- verka. Norðanáttin á greiða leið inn í dalsmynnið og á henni hafa hús og verk Samúels fengið að kenna. Fyrir sjö árum var félag um endurreisn listasafns Samúels stofnað en auk þess að stuðla að viðgerðum og viðhaldi listaverk- anna er því ætlað að kynna verk Samúels innan lands og utan. Á dögunum bárust félaginu tveir styrkir, annar úr Minningar- sjóði Margrétar Björgólfsdóttur og hinn úr Þjóðhátíðarsjóði, og renna peningarnir í viðgerðir og viðhald. Ólafur J. Engilbertsson sagn- fræðingur situr í stjórn félagsins og segir hann ástand verkanna hafa verið mjög slæmt þegar haf- ist var handa við viðgerðirnar. Þýski myndhöggvarinn Gerhard König var fenginn til verksins og er hann væntanlegur vestur aftur í sumar. „Það kostar um þrjár milljónir króna að gera við lista- verkin,“ segir Ólafur en hann og aðrir félagsmenn hafa sett sér enn háleitari markmið um framtíð Brautarholts í Selárdal. „Félagið hefur áhuga á því að gera húsið íbúðarhæft svo fræði- og lista- menn geti haft þar aðsetur og haldið sýningar.“ Verði ráðist í það má ætla að heildarkostnaður nemi um tíu milljónum króna. Þegar hefur húsið verið lagfært að innanverðu en er þó fjarri því að vera íbúðarhæft. Landbúnaðar- ráðuneytið kostaði þær fram- kvæmdir en ráðuneytið hefur, lög- um samkvæmt, formleg yfirráð yfir jörðinni. Ólafur J. Engilbertsson hefur lengi haft áhuga á Samúel í Selár- dal, sögu hans og verkum. „Ég ólst upp á Vestfjörðum og frétti að þarna í dalnum væri ævintýra- garður sem væri að grotna niður.“ Ólafur gerði heimildarmynd um Samúel með Kára Schram kvikmyndagerðarmanni og legg- ur nú sitt af mörkum svo verk hans varðveitist komandi kyn- slóðum til ánægju og yndisauka. bjorn@frettabladid.is ELÍS ÁRNI SIGURÐSSON ÖSKUBÍLSTJÓRI Líst vel á fletta ÓPERUHÚS Í KÓPAVOG SJÓNARHÓLL Það verður að segjast eins og er að Mýrdalssandur er lengri en hann lítur út fyrir að vera. Þar er fátt að sjá og ekki bætti úr skák rigningin í upphafi göngunnar. Það rættist þó úr veðrinu þegar leið á daginn og undir lokin geng- um við í ljómandi gönguveðri. Okkur bættist félagsskapur á síð- ustu kílómetrunum; Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Sjónarhóls, slóst í för með okkur og var hin hressasta. Ekki spillti fyrir að eftir gönguna bauð hún upp á brennivínstár og hákarl. Það er gott að fá smá kraft í kroppinn eftir erfiðan dag. Hákarlinn var frá Hildibrandi í Bjarnarhöfn en Brennivínið kom úr Ríkinu. Bjarki og Tómas skiptu Sandinum með sér en Bjarki kennir sér ennþá smá- meins í fótum og þarf því að hvíla sig eftir um tíu kílómetra göngu. Við höfum í flimtingum að þegar Bjarki hvílir sig leiði skakkur blindan því Tómas var ekki undir göngu búinn og er því orðinn hálf skakkur af öllu þessu labbi. Áfram er arkað og í gær komum við á Kirkjubæjarklaustur. Við brugðum okkur út af þjóðveginum og gengum gamla veginn í eldhrauninu. Þar er afskaplega fallegt og gott að vera lausir við alla umferð. Rétt er að geta þess í lokin að á mánu- dag fundum við ýmsa nytsamlega hluti á göngu okkar, til dæmis gaffal, skóhorn, penna og ágætis geisladisk. Munu þessir hlutir nýtast vel þegar á líður. Kveðja, göngugarpar. Hákarl og brennivínstár eftir M‡rdalssand HALTUR LEIÐIR BLINDAN: PÓSTKORT FRÁ BJARKA OG GUÐBRANDI nær og fjær „Ég er gömul í hettunni og vinn enn flá út frá l‡rískum abstraktsjón- um.“ SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, BÆJARLISTAMAÐUR Í HAFNARFIRÐI, Í MORGUNBLAÐINU. „Brú›ardansinn var á sínum sta› og gestirnir dönsu›u dálíti› í stof- unni.“ RAGNAR PÁLL ÓLAFSSON, NÝKVÆNTUR DAGSKRÁRGERÐARMAÐ- UR Á RÁS 2, Í FRÉTTABLAÐINU. OR‹RÉTT„ “ Skammtaði matinn og stal frá okkur milljónum BORGARSTARFSMAÐUR STAL FRÁ GEÐFÖTLUÐUM „Hún var ekki góð við okkur” Grasið endurnýtt: Bláfjöll ver›a græn Mörgum hefur leikið forvitni á að vita hvað verður eiginlega um allt grasið sem er slegið á túnum höf- uðborgarsvæðisins. Fréttablað Eflingar-stéttarfélags gerði mann út af örkinni til að komast að hinu sanna og viti menn: svar fékkst. „Við nánari eftirgrennslan hjá borginni komumst við að því að mikið af grasinu fer til upp- græðslu t.d. í Bláfjöllum þar sem því er ekið á ógróna mela og í svörð sem er skaddaður eftir þungavinnuvélar sem hafa verið að koma fyrir skíðatólum og tækj- um,“ segir í Fréttablaði Eflingar. Bláfjöll eru á vatnsverndar- svæði og þess vegna settar strangar hömlur á notkun hefð- bundinna áburðaefna. Því hefur verið gripið til þess ráðs að græða svæðið upp með garðúrgangi úr Reykjavík. Atorkusamir vinnu- skólanemendur hafa unnið sumar- langt að því að dreifa efninu og sáð svo yfir og er árangurinn víst býsna góður. ■ Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópa- vogi hefur lagt til að Íslenska óperan fá nýtt húsnæði í Kópavogi á lóð sunnan við Gerðarsafn. Hann telur að húsið muni kosta á bilinu einn og hálfan til tvo milljarða króna. „Fljótt á litið finnst mér þetta góð hug- mynd,“ segir Elís Árni Sigurðsson, öskubílsstjóri og Kópavogsbúi, um hugmyndina. „Gunnar er að hugsa um að efla sinn bæ og styrkja á menning- arsviðinu og það er hið besta mál.“ Sjálfur sækir Elís ekki óperur og býst ekki við því að það muni breytast þó að óperuhús rísi í bænum. „Ég held þó að allir séu hlynntir því að hafa öflugt menningarlíf í bænum.“ Elís Árni segir að það þurfi að skoða útfærsluna nánar áður en lengra er haldið og auðvitað eigi ríkið að koma að kostnaðinum, því allir landsmenn hagnist jú á nýju óperuhúsi. SLÁTTUR Slegið gras er notað til upp- græðslu á ógrónum melum. MEÐ SELUM, LJÓNUM OG MÖNNUM Samúel Jónsson stendur við listaverk sín í Brautarholti í Selárdal í Arnarfirði. Samúel lést 1969 en myndina tók myndlistamaðurinn Ragnar Páll 1965. LJÓNAGOSBRUNNURINN SELUR FÆDDUR ÓLAFUR J. ENGILBERTSSON FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.