Fréttablaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 31
!!" # "
$
%
&
'
!
"!# $%%
&
' (
!#) $%%***+ Bandaríski bankaræninginn
John Dillinger var fæddur 22.
júní 1903 og myndi því fagna 102
ára afmæli sínu um þessar
mundir væri hann á lífi.
Dillinger var alræmdur
bankaræningi á fjórða áratug
síðustu aldar og um tíma efstur
á lista Alríkislögreglunnar yfir
eftirlýstustu menn veraldar.
Dillinger var ekki alslæmur því
stóran hluta ránsfengs síns lét
hann renna til þeirra sem minna
máttu sín.
Dillinger ólst upp í Indíana-
fylki í Bandaríkjunum en náði
aldrei að festa þar rætur. Árið
1923 var hann dæmdur til fang-
elsisvistar fyrir að hafa í ölæði
misþyrmt kunnum brodd-
borgara í Indíana.
Í fangelsinu fann Dillinger
loks fjölina sína. Hann vingaðist
við þekkta bankaræninga og
drakk úr viskubrunni þeirra.
Þegar Dillinger slapp úr vistinni
kunni hann því til verka og hafði
þá þegar stofnað glæpaklíku í
eigin nafni og skipulagt fjölda
rána.
Dillinger-klíkan herjaði á
næstu árum á Bandaríkin og
fengu gríðarlega athygli í fjöl-
miðlum. Sérstaklega þótti al-
menningi mikið til Dillingers
koma, sumir kölluðu hann ótýnd-
an bófa en aðrir Hróa Hött.
Flestir dáðust þó af honum fyrir
íþróttamannslega framgöngu en
Dillinger sýndi oft ótrúlega fim-
lega tilburði við rán sín og slapp
á undraverðan hátt úr klóm lag-
anna varða.
Dillinger var nokkrum sin-
num stungið í fangelsi en slapp
ávallt út jafnóðum og hélt upp-
teknum hætti. Með tíð og tíma
varð Dillinger þó nánast
óþekkjanlegur enda gekkst hann
undir fjölda lýtaaðgerða. Svo ör-
uggur var Dillinger með nýja
gervið að hann ákvað júlíkvöld
eitt árið 1934 að skella sér í kvik-
myndahús í Chicago-borg með
unnustu sinni.
Hann hefði betur sleppt bíó-
ferðinni, því er myndinni lauk
sat lögreglan um Dillinger og
skaut hann til bana. Mikil reki-
stefna myndaðist meðal sýn-
ingargesta sem allir vildu næla
sér í minjagripi. Næstu ár gengu
vasaklútar útataðir blóði, hár-
lokkar og fleira er sagt var
tengjast Dillinger kaupum og
sölum fyrir háar fjárhæðir. -jsk
S Ö G U H O R N I Ð
John Dillinger
bankaræningi
102 ára
25 ÞÚSUND DOLLARA VERÐLAUN Dill-
inger var um tíma eftirlýstasti maður
Bandaríkjanna. Hann naut þó töluverðra
vinsælda meðal almennings enda lét Dill-
inger-klíkan stóran hluta ránsfjárins renna
til þeirra er minna máttu sín.
Rover-bílar seljast nú á spott-
prís í Bretlandi, en eins og kunn-
ugt er fór bílaframleiðandinn á
hausinn með braki og brestum
fyrir nokkrum misserum.
Eftir gjaldþrotið stóðu heilu
stæðurnar af nýframleiddum
bifreiðum óhreyfðar í geymslu-
húsum fyrirtækisins. Bílasalar
gátu hins vegar ekki dregið
pantanir sínar til baka og sitja
því uppi með verðlausa
mótorfákanna.
David Rovers bílasali segist
fyrst og fremst vilja losna við
bílana: „Flesta seljum við með
tapi eða örlitlum gróða.“
Kaupendur telja sig hins veg-
ar geta gert kjarakaup og sagð-
ist hinn 75 ára gamli Graham
Hibbert hæstánægður með nýja
bílinn, en hann fjárfesti í Rover
75 bifreið og greiddi aðeins 65
prósent uppsetts verðs.
Sá galli fylgir þó kaupunum
að engin ábyrgð er á bílunum og
að Roverar ganga illa í endur-
sölu. -jsk
Íslamski þróunarbankinn, sem er
viðskiptaarmur Alþjóðasamtaka
múslimaríkja, OIC, hyggst stofna
alþjóðlegan banka. Hann á að
vera samkeppnishæfur við
stærstu viðskiptabanka á Vestur-
löndum. Var þetta tilkynnt í lok
fundar þróunarbankans sem fjár-
málaráðherrar aðildarríkjanna
sátu.
Fjármálaráðherrarnir hvöttu
jafnframt aðildarríki samtakanna
til að opna hagkerfi sín fyrir við-
skiptum frá öðrum múslimaríkj-
um og til að fella niður viðskipta-
hindranir.
„Betri efnhagsleg frammistaða
mun auka velferð fólks okkar og
um leið áhrif íslamskra þjóða á al-
þjóðavettvangi,“ sagði Abdullah
Ahmad Badawi, forsætisráðherra
Malasíu, sem situr í forsæti OIC.
Abdullah sagði stefnt að því að
auka hagvöxt í ríkjum sam-
takanna til muna á næstu tíu
árum. Malasía hefur lengi verið
leiðandi í OIC og þrýst á önnur að-
ildarríki að taka upp frjálsari við-
skiptahætti sín á milli.
Ekki eru allir jafn ánægðir og
Abdullah. Fjármálaráðherra
Afganistans, Anwar ul-Haq
Ahady, sagði land sitt ekki hafa
efni á að taka lán hjá OIC: „Hvað
höfum við að gera við banka? Við
þurfum styrki, ekki lán,“ sagði
Ahady öskuillur. -jsk
Roverar
á spottprís
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/G
et
ty
Im
ag
es
ELÍSABET ENGLANDSDROTTNING BROSIR Í HLIÐARSPEGIL ROVER-BIFREIÐAR
SINNAR Elísabet getur nú fengið nýja Rover-bifreið með miklum afslætti því þær hafa fall-
ið hratt í verði eftir gjaldþrot fyrirtækisins.
Vilja íslamskan risabanka
Fjármálaráðherrar 57 múslimaríkja hafa í hyggju að setja á fót íslamskan risa-
banka. Þeir hvetja múslimaríki til að aflétta viðskiptahindrunum sín á milli.
SPJALLAÐ Á LÉTTU NÓTUNUM
Abdullah forsætisráðherra Malasíu og for-
seti Íslamska þróunarbankans Mohamed
Ali ráða ráðum sínum á fundi þróunar-
bankans.