Fréttablaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 46
Í Kauphöll Íslands eru hlutabréf að verðmæti 107 milljarða króna geymd á safnreikningum. Hlut- hafar og stjórnendur fyrirtækj- anna hafa oft ekki upplýsingar um hver sé skráður eigandi þessara bréfa. Ef einhver eignast meira en fimm prósent í íslensku félagi, hvort sem sá hlutur er geymdur á erlendum reikningi eða innlendu eignarhaldsfélagi, þá er viðkomandi skylt að til- kynna það til kauphallarinnar samkvæmt íslenskum lögum. Fyrirtækin sem geyma þessi bréf sem skráð eru í kauphöllinni eru Landsbankinn í Lúxemborg og Arion verðbréfavarsla. Í Burðarás og Össuri eru meira en 25 prósent geymd á safnreikn- ingum. í Actavis eru rúmlega tíu prósent hlutabréfa geymd á safn- reikningi. Stærstu eigendur þessara hluta eru þekktir. Aðrir hlutir eru tiltölulega smáir og skipta ekki höfuðmáli í atkvæða- greiðslu á aðalfundi. Þó getur komið upp sú staða, eins og til dæmis í Íslandsbanka þar sem eignaraðild er dreifð, að litlu hlutir skipta sköpum. Í slíkum til- vikum getur skipt miklu máli að vita hver fer með atkvæði hlut- anna. MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN22 F Y R S T O G S Í Ð A S T Margir hafa ekki undan við að fylgj- ast með breytingum á erlendum eignarhaldsfélögum sem eiga í skráðum fyrirtækjum á Íslandi. Til- koma slíkra félaga hefur gert eignar- hald fyrirtækja ógagnsærra og erfið- ara er að kortleggja breytingar í hópi hluthafa. Björgvin Guðmundsson segir dæmi um að sömu aðilarnir eigi fleiri en eitt félag sem haldi utan um hlutabréf í sama fyrirtækinu. Íslensk stjórnvöld geta ekki fengið upplýsingar um raunverulega eigendur eignarhaldsfélaga erlendis nema með talsverðri fyrirhöfn og samstarfi við eftirlitsaðila ytra samkvæmt upplýsingum Markað- arins. Þar gegnir Fjármálaeftirlitið mikilvægu hlut- verki og getur óskað eftir upplýsingum ef þær nýtist í fjárhagslegu eftirliti með íslenskum fyrirtækjum. Óskýrleikinn er samt að aukast í gegnum þessi er- lendu eignarhaldsfélög, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, og erfitt að átta sig hverjir séu raun- verulegir eigendur fyrirtækja. Þetta er í samræmi við það sem blaðamenn Mark- aðarins finna fyrir. Nýlegt dæmi er fé- lag sem heitir Serafin Shipping og eign- aðist yfir sex prósent í Icelandic Group við sameiningu Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og Sjóvík. Fékk Serafin hlutinn í skiptum fyrir um nítján pró- sent hlut í Sjóvík. Fyrirtækið var einka- hlutafélag og því ekki skylt að gefa upplýsingar um eigendur þess. Hins vegar er Icelandic Group al- menningshlutafélag skráð í Kauphöll Íslands. Hlut- hafar, fjárfestar og aðrir landsmenn hafa ekki feng- ið að vita hver varð sjötti stærsti hluthafinn í Icelandic Group eftir sameininguna við Sjóvík. Þó var forsvarsmönnum félagsins skylt að gera það samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti. Fjármála- eftirlitið er með málið nú til skoðunar. EIGNARHALD SKIPTIR MÁLI Það er viðurkennt að á skipulegum verðbréfamark- aði eins og í Kauphöllinni felist neytendavernd í því að miðla ákveðnum upplýsingum til þeirra sem fylgjast með markaðnum. Á það við upplýsingar sem geta haft áhrif á verð bréfanna. Eignarhald getur skipt verulegu máli fyrir framtíð fyrirtækja að mati sérfræðinga sem Markaðurinn ræddi við. Því felast mikilvægar upplýsingar í því hver eigi hvað þegar fyrirtæki eru skoðuð. Árni Harðarsson hjá Deloitte á Íslandi segir að er- lendum eignarhaldsfélögum á Íslandi fjölgi ekki eins hratt og áður. Lögum hafi verið breytt sem geri það ekki eins hagstætt og áður að stofna erlent félag um hlutabréfaeign í fyrirtækjum. Eignarhaldsfélög sem slík séu þó þægilegt form utan um eignir sem fleiri en einn eigi. Þá kaupi og selji félagið sjálft eignir í stað þess að þeir sem fjárfesti saman séu hver og einn í slíkum viðskiptum. Töluvert hagræði geti skapast af því. LÚXEMBORG VINSÆL Viðskiptabankarnir þrír, KB banki, Landsbankinn og Íslandsbanki, hafa allir starfstöð í Lúxemborg sem veitir Íslendingum og öðrum víðtæka fjármálaþjón- ustu. Þar eru erlend eignarhaldsfélög, mörg í eigu Ís- lendingar, skráð. Árni segir Lúxemborg verða fyrir valinu vegna þess að skattlagning þar sé hagfelld og umgjörð atvinnulífsins traust. Í svokölluðum skattaparadísum, þar sem engir eða litlir skattar eru greiddir, ríki ekki eins mikið traust, t.d. ef sækja þurfi mál fyrir dómstóla. Árni bendir á að það þurfi ekkert endilega að vera erfiðara fyrir raunverulega eigendur eignarhaldsfé- laga að fela sig séu félögin skráð á Íslandi. Hann bendir á að lengi vel vissu fáir hverjir nýir eigendur félagsins, sem gefur út Fréttablaðið, voru. Innan landa Evrópusambandins og á Evrópska efnahagssvæðinu vinna eftirlitsaðilar saman eftir þeim lögum og reglum sem ríkja. Löggjöfin á Íslandi sé sambærileg og í Evrópu. Menn fari eftir lögum í þessu eins og öðru. Ef ekki sé það lög- brot sem stjórnvöldum beri að uppræta. SAFNREIKNINGAR VAXA En það er ekki bara á stundum erfitt að upplýsa hverjir eru eigendur erlendra eignarhaldsfélaga. Bankarnir bjóða upp á svokallaða safnreikninga þar sem fjárfest er fyrir tiltekinn aðila í fyrirtæki en hlutabréfin skráð á safnreikning fjármálastofnana. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver er raunverulegur eig- andi hlutarins, sem oft er þó tiltölulega lítill miðað við heildarhlutafé félagsins. Í samantekt Markaðar- ins kemur fram, að þau félög sem skráð eru í Kaup- höllina og gefa upp tuttugu stærstu hluthafana eru hlutabréf að verðmæti 107 milljarða skráð á safn- reikninga. Guðrún Blöndal, forstöðumaður hjá Arion verð- bréfamiðlun, tekur sem dæmi að þrettán alþjóðlegar fjármálastofnanir séu í viðskiptum við hennar fyrir- tæki. Viðskiptavinir þessara fjármálafyrirtækja, hvort sem þeir séu erlendir eða innlendir, geta beðið um að keypt séu hlutabréf í fyrirtækjum og þau geymd á safnreikningi. Þá þurfi ekki að sækja sér- staklega um kennitölu fyrir hvern og einn í því landi sem fjárfest sé í. Þetta geti því haft mikið hagræði í för með sér fyrir fjárfesta. Starfsfólk Arion verð- bréfamiðlun hafi hins vegar ekki alltaf upplýsingar um hver sé hinn raunverulegi kaupandi. Það geti þess vegna verið Íslendingur sem sé að kaupa í ís- lensku félagi. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins á svo- kölluð flöggunarskylda, það er þegar aðili eignast eða selur verulegan hlut í félagi, að tryggja gagnsæi eignarhalds fyrirtækja. Brot sé á lögunum að flagga ekki vegna eignar í gegnum safnreikning eða er- lends eignarhaldsfélags. Mikil áhætta sé að flagga ekki því það kemst líklega upp síðar. Ekki sé furðu- legt að ákveðin tortryggni ríki ef hlutirnir eru ekki uppi á borðunum. M Á L I Ð E R Gagnsæi markaðarins Hvernig horfir það við stjórn- völdum að eignarhald á inn- lendum fyrirtækjum færist í auknum mæli til erlendra eign- arhaldsfélaga? Fyrst er þar til að taka að ráðu- neytið hefur ekki haft tækifæri til þess að kanna hvort sú full- yrðing sé rétt að að eignarhald á innlendum fyrirtækjum færist í auknum mæli til er- lendra eignarhaldsfélaga. Almennt fagna stjórnvöld er- lendri fjárfest- ingu. Hefur tals- verðum fjármun- um enda verið varið til þess að laða til landsins erlent fjármagn; bæði til stóriðju sem og til al- mennra fjárfest- inga. Aukin er- lend fjárfesting þýðir að árangur hefur orðið af starfi þessu og að innlent rekstr- arumhverfi er aðlaðandi fyrir fjárfesta. Í þessu samhengi skiptir litlu hvort fjár- festir er svokall- að eignarhaldsfé- lag eða einstak- lingur. Það sem máli skiptir er hvort aukinn er- lendur áhugi á fjárfestingum hér á landi leiði til styrkari efnahags og aukinnar vel- megunar. Hvaða skýringu telur þú vera á þessari þróun? Sé það hins vegar rétt, eins og fullyrt er, að eignarhald á inn- lendum fyrirtækjum færist í auknum mæli til erlendra eign- arhaldsfélaga eru skýringarnar eflaust margar og samþættar. Má hér nefna aukin viðskipti á milli landa og samþættingu markaða; frjálsa og síaukna fjármagnsflutninga og tækni- þróun. Ekki er að sjá að eitt- hvað sérstakt í innlendu laga- og reglugerðaumhverfi hafi ýtt á eftir þessari þróun þar sem Ísland er aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og sem slíkt tekur það meðal annars yfir regluverk Evrópu- sambandsins á sviði fjármagns- flutninga, verðbréfaþjónustu og bankaviðskipta. Þá kunna í sumum tilvikum skattalegar ástæður að liggja að baki og eins kann hugsanlega verið að fela hið raunverulega eignarhald. Innan EES hafa borgarar mikið svigrúm til að stofna félög í aðildarríkjum og ætti ekki að skipta máli í hvaða ríki fyrirtækið er skráð. Utan EES kann annað að eiga við þar sem upplýsingagjöf kann að vera mjög takmörkuð. Er eitthvað jákvætt við þessar breytingar? Segja má að sama svar sé við þessari spurningu og þeirri fyrstu. Ef erlendir aðilar eru í auknum mæli að öðlast trú á ís- lensku atvinnulífi hlýtur það að vera jákvætt. Slíkt bendir til þess að árangur hefur náðst í að skapa hér trúverðugan og þróttmikinn markað. Aukin umsvif ís- lenskra fyrirtækja á erlendum mörk- uðum eru jákvæð þróun svo lengi sem varlega er farið og áhættur t.d. banka eru inn- an marka. Hins vegar er flutn- ingur eignarhalds úr landi til mála- mynda ekki til góðs þó að vand- séð er hvernig hægt sé að sporna við slíku. Hefur þetta óæskileg áhrif á gagnsæi markað- arins? Sú hætta er vissu- lega fyrir hendi að menn notfæri sér skráningar erlendis í því skyni að dylja eignarhald sitt. Þetta er ekki séríslenskt vandamál, og er unnið markvisst að því á evrópskum vettvangi að bregð- ast við vandanum með auknu samstarfi eftirlitsaðila. Gagnsæi markaðarins er vin- sælt og oft ofnotað hugtak og oft óljóst við hvað er átt. Eign- arhaldsfélög draga almennt úr gagnsæi eignarhalds hvort sem félag er innlent eða erlent þar sem ekki er alltaf ljóst hvaða einstaklingar eru að lokum á bak við hlut í félagi. Er einhver ástæða til að sporna við þessari þróun? Aukið samstarf eftirlitsaðila er sú leið sem farin er í Evrópu, m.a. hert ákvæði um upp- lýsingagjöf. Takmörkun á eign- arhaldi erlendra aðila kæmi vart til greina. Má hér benda á það að stjórnvöldum væri það beinlínis óheimilt vegna skuld- bindinga sem leiða af samn- ingnum um Evrópska efnahags- svæðið, svo og vegna skuldbind- inga sem leiða af gjaldeyris- samþykkt OECD, að auka frek- ari hömlur við því að erlendir aðilar fjárfesti hér á landi. Aukin samvinna um eftirlit í Evrópu T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Valgerðar Sverrisdóttur viðskiptaráðherra Milljarðar á safnreikningi Eigendur hlutabréfa geta farið huldu höfði með því að geyma hlutabréf sín erlendis eða á safnreikningum. FRÁ LÚXEMBORG Vinsælt er hjá fjár- festum að kaupa hlutabréf í gegnum félög í Lúxemborg. Gagnsæi markaðarins minnkar HLUTHAFAR MÆTA TIL LEIKS Gagnsæi markaðarins er mikil- vægt fyrir hluthafa sem kjósa að fjárfesta á íslenska hlutabréfamark- aðnum. Það er viðurkennt að á skipulegum verðbréfamarkaði eins og í Kauphöllinni felist neytendavernd í því að miðla ákveðnum upplýsingum til þeirra sem fylgj- ast með markaðnum. Á það við upplýsingar sem geta haft áhrif á verð bréfanna. „Ég tel að ekki síður sé mikil- vægt fyrir ykkur, forkólfa at- vinnulífsins, að fá þarna tæki- færi til þess að auka gagnsæi á markaðnum og eyða tortryggni sem getur og hefur skapast þegar upp spretta erlend eign- arhaldsfélög eins og gorkúlur og eignarhald á venjulegu meðalstóru fyrirtæki er farið að minna á ofvaxið ættartré í Ís- lendingabókinni hans Kára Stefánssonar,“ sagði Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, á Viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands í febrúar síðastliðinn. Fré tt ab la ði ð/ G VA Ofvaxið ættartré Fr ét ta bl að ið /P je tu r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.