Fréttablaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 10
10 29. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Neytendasamtökin í mál við eitt olíufélaganna: Krefjast bóta vegna samrá›s VIÐSKIPTI Á morgun verður þing- fest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál félagsmanns Neytendasam- takanna á hendur einu olíufélag- anna vegna meints taps af ólög- legu verðsamráði þeirra. Eggert Bjarni Ólafsson, lögmaður mannsins í málinu, sagði í gær ekki búið að negla niður á hend- ur hverju olíufélaganna þriggja, Esso, Ólís eða Skeljungs, málið yrði höfðað. Hann sagði þó ákveðnar líkur á að það yrði Ol- íufélagið, Esso. Kristinn Hallgrímsson, lög- maður Olíufélagsins, segir að félaginu hafi verið sent eitt inn- heimtubréf, sem borið hafi þess merki að þar gæti verið á ferð mál sem Neytendasamtökin hafi tekið upp á sína arma. „En því bréfi er búið að svara og hafna kröfunum,“ segir hann. Að sögn Jóhannesar Gunn- arssonar, formanns Neytenda- samtakanna, annast samtökin málið fyrir félagsmann sinn. „Og ef málið tapast þá berum við kostnað af málarekstrinum,“ segir hann. Vinnist málið, sem er nokk- urs konar prófmál, er viðbúið að nokkur mál fylgi í kjölfarið frá fleirum og eins á hendur hinum olíufélögunum. -óká Fyrsta kjarnasamrunaveri› ver›ur reist í Frakklandi N‡r og byltingarkenndur orkugjafi gæti veri› í sjónmáli ef tilraunir me› kjarnasamrunaofn skila árangri. Ákve›i› hefur veri› a› verja 830 milljör›um króna í smí›i eins slíks í Frakklandi. VÍSINDI Frakkland hefur verið val- ið til þess að hýsa kjarnasam- runaofn sem nýta á í tilrauna- skyni. Afar vandasamt er að framkalla og stýra kjarnasam- runa en skili vinnslan árangri er kominn fram orkugjafi sem tal- inn er umhverfisvænni en flest- ar aðrar orkuvinnsluaðferðir. Bandaríkin, Japan, Suður- Kórea, Rússland og Kína, auk Evrópusambandsins, standa að þessu umfangsmikla verkefni. Verja á um 830 milljörðum króna í byggingu og rekstur versins og möguleiki er á að allt að tíu þús- und ný hálaunastörf verði til í tengslum við verkefnið. Því hef- ur samkeppnin um hvar byggja eigi tilraunastöðina verið hörð. Japanar sóttu fast að fá ofninn til sín en féllust svo á að hann yrði byggður í Cadarache, nærri Marseille í Frakklandi, gegn því að Japanar fái að vinna fimmt- ung sérfræðistarfa í verinu. Í hefðbundnum kjarnorkuver- um er rafmagn framleitt með kjarnaklofnun. Við kjarnasam- runa eru hins vegar vetnissam- sætur látnar renna saman en þá losnar gífurleg orka úr læðingi. Því eru vetnissprengjur mun öfl- ugri en venjulegar kjarnorku- sprengjur. Miklar vonir eru bundnar við kjarnasamruna sem framtíðar- orkugjafa. Eldsneyti til kjarna- samruna má finna hvarvetna í umhverfinu, til dæmis í vatni. Samkvæmt BBC er talið er að úr einu kílói af kjarnasamrunaelds- neyti megi fá jafn mikla orku og úr 10.000 tonnum af jarðelds- neyti. Kjarnorkuúrgangurinn sem fellur til við vinnsluna er frekar lítill um sig og auk þess tekur það hann mun skemmri tíma að brotna niður en úrgang sem verður til vegna kjarna- klofnunar. Við þetta má svo bæta að engar gróðurhúsalofttegundir verða til við vinnsluna. Tilraunir eru þó vandkvæðum bundnar því þær krefjast þess að gas sé hitað í meira en hundrað milljón gráður sem er margfald- ur hiti miðju sólar þar sem stöð- ugur kjarnasamruni fer fram. Slíkan hita er útilokað að fram- leiða við eðlilegar aðstæður á jörðinni og því færi vinnslan fram í sérstöku rafsegulsviði. Umhverfisverndarsamtök eru vantrúuð á að kjarnasamruni sé eins skaðlítill umhverfinu og for- mælendur verkefnisins halda fram. Þeir benda auk þess á Cad- arache sé á jarðskjálftasvæði. annat@frettabladid.is Auga fyrir auga: Dæmdur til a› blindast ÍRAN Íranskur dómstóll hefur úr- skurðað að maður á þrítugsaldri skuli blindaður. Þegar maðurinn var táningur lenti hann í átökum sem lyktaði með því að hann sletti sýru í andlit ann- ars unglings og missti sá sjónina. Dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að lögmálið um „auga fyrir auga“ ætti að gilda og því skyldi sýru hellt í augu mannsins. Áfrýjunardóm- stóll dæmdi hins vegar að hann skyldi blindaður með skurðaðgerð. Amnesty International hefur fordæmt dóminn. Breska blaðið Independent bendir hins vegar á að slíkum refsingum sé sárasjaldan fullnægt. ■ Þingeyjarsveit: N‡ slökkvi- bifrei› SLÖKKVILIÐ Ný og öflug slökkvibif- reið, af gerðinni Ford F550, var formlega tekin í notkun hjá Slökkviliði Þingeyjarsveitar síð- astliðinn sunnudag. Bifreiðin, sem kostaði 11,7 milljónir króna án virðisaukaskatts, er búin há- þrýstidælu, ber tvö tonn af vatni og í henni eru sæti fyrir sex manns. MT-bílar í Ólafsfirði smíð- uðu slökkvibifreiðina og var þetta þriðja bifreiðin sömu gerðar sem fyrirtækið smíðar. - kk LEIÐRÉTTING MEÐ BROS Á VÖRUM Oddviti Þingeyjar- sveitar, Ásvaldur Æ. Þormóðsson, afhendir slökkviliðsstjóranum, Friðriki Steingríms- syni, lyklana að bifreiðinni. Hugmyndir Gunnars I. Birgisson- ar bæjarstjóra að óperuhúsi í Kópavogi gerir ráð fyrir 2.500 fermetra húsi, ekki 250 fermetra húsi líkt og misritaðist í gær. CADARACHE Í FRAKKLANDI Mörg ríki bitust um kjarnasamrunaofninn en Frakkar hrepptu að lokum hnossið. Búist er við að ofninn verði tilbúinn eftir um áratug. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P JÓHANNES GUNNARSSON Formaður Neyt- endasamtakanna segir samtökin reka mál félagsmanns síns á hendur einu olíufélag- anna og bera kostnað af málarekstrinum fari svo að málið tapist í héraði. SKYGGNST EFTIR BRÁÐ Þessi bláhegri skimaði rogginn eftir bráð sinni þar sem hann húkti á þaki báts í Bresku Kólumbíu, Kanada í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.