Fréttablaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 64
29. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR SUMAR 2005 SÉRBLA‹I‹ SUMAR 2005 KEMUR ME‹ FRÉTTABLA‹INU 8. JÚLÍ NÆSTKOMANDI Me›al efnis er útivera og fer›alög, afflreying í sumar- leyfinu, grill, hollrá› og uppskriftir. Umfjöllun um heilsu og hreyfingu, og hva›eina sem tengist sumrinu 2005. fietta er bla› sem landsmenn munu taka me› sér í fríi›. fieir sem vilja augl‡sa í flessu bla›i er bent á a› hafa samband vi› Hinrik Fjeldsted í síma 515 7592 e›a hinrik@frettabladid.is. 1 1 . H V E R V I N N U R Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu komin/n í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Glæsilegur War of the worlds varningur DVD myndir • Coca Cola • Margt fleira SENDU SMS SKEYTIÐ JA WWF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Hinn 1. júlí kemur út platan „Fleiri ferðalög“ með KK og Magga Eiríks á vegum Zonet-út- gáfunnar. Um er að ræða fram- hald hinnar vinsælu plötu „22 ferðalög“ sem kom út fyrir tveimur árum. Eins og á fyrri plötunni er all- ur flutningur í höndum þeirra KK og Magga Eiríks, nema í einu lagi þar sem gestasöngvarinn Þorlákur K. Morthens, eða Tolli, spreytir sig á Hlíðarendakoti. Á meðal annarra laga eru: Lóa litla á brú, Kveikjum eld, Þú ert ung- ur enn og Bjössi á mjólkurbíln- um. Fyrir þá sem vilja spreyta sig á gítarslætti og söng, fylgja textar og gítarhljómar með eins og á fyrri plötu þeirra félaga. Upptökur á plötunni voru í höndum Óskars Páls Sveinssonar og fóru þær fram í bústað hans við Meðalfellsvatn í Kjós fyrr á árinu. ■ FLEIRI FERÐALÖG KK og Maggi Eiríks slógu í gegn með plötunni 22 ferðalög fyr- ir tveimur árum. Nú kemur út framhald þeirrar plötu. Fleiri fer›alög koma út Tónlistarsystkinin Ellen Krist- jánsdóttir og bróðir hennar Kristján, eða KK, ætla í tónleika- ferðalag um landið sem hefst í Borgarneskirkju í kvöld klukkan 20:30. Þau ætla að spila lög frá löng- um og farsælum ferli beggja í bland við nýjar perlur sem þau hafa tekið inn á efnisskrána und- anfarið ásamt nokkrum tökulög- um. Síðustu vikurnar hafa þau komið fram á nokkrum tónleik- um við fínar viðtökur og skemmst er að minnast tónleika á Kirkjudögum þar sem þau léku í troðfullri Hallgrímskirkju. „Þetta eru svo góðir tónleika- staðir til að spila á. Þetta er ekki tónlist sem passar inni á krám. Fyrir nokkru síðan vorum við beðin um að spila í Hveragerðis- kirkju og gekk svo vel að við vor- um beðin um að halda fleiri svona tónleika,“ segir KK, sem hélt nokkra kirkjutónleika einn með kassagítarinn síðasta sumar. „Mig langaði að spila afslappaða tónlist í vernduðu umhverfi. Í kirkjunum getur fólk setið inni afslappað, lokað augunum og slakað á. Þetta er mjög gott bæði fyrir þá sem spila og hlusta.“ Þetta verður fyrsta tónleika- ferðin sem KK og Ellen fara í saman. „Þetta verður alveg frá- bært. Það hefur alltaf legið við að myndum gera eitthvað saman, til dæmis gera plötu. En það hef- ur verið svo mikið að gera að við höfum ekki komist í þetta. Fyrir utan það að við erum systkini erum við líka mjög góðir vinir þannig að þetta verður gaman.“ Bandarísk tímarit sem sérhæfa sig í sögum og slúðri af fræga fólkinu telja sig hafa traustar heimildir fyrir því að leikkonan Angelina Jolie beri barn undir belti og að faðir þess sé enginn annar en sjálfur erkisjarmörinn Brad Pitt. Þessi kynþokkafullu skötuhjú sem gera það gott sam- an í grín- og spennumyndinni Mr. and Mrs. Smith um þessar mundir hafa verið treg til þess að gangast við því að ástin kraumi á milli þeirra en slúður- blaðamenn ytra telja víst að þeim gæti reynst erfitt að halda því leyndu öllu lengur að Ang- eline sé ófrísk. „Þau hafa pukrast með svo mörg leyndarmál undanfarið að það kæmi engum á óvart ef þau lumuðu á einu til viðbótar; að þau séu að hugsa um að eignast barn saman og jafnvel að Angel- ina sé nú þegar þunguð,“ segir einn heimildarmanna Star Mag- azine en blaðið heldur því fram að Jolie sé gengin þrjá mánuði. Angelina og Brad hafa ekki farið leynt með það að bæði eigi þau sér drauma um að stofna stóra fjölskyldu þó þau vilji ekki viðurkenna að þau hafi í hyggju að láta drauminn rætast í sam- einingu. Angelina sem er 30 ára hefur ekki farið í grafgötur með það að hún sé barnelsk en hún ættleiddi drenginn Maddox frá Kambódíu fyrir þremur árum. „Ég laðast að fæddum börnum. Ég trúi því að mér sé ætlað að finna börnin mín um víða veröld en ekki endilega að fæða þau sjálf,“ sagði Angelina á sínum tíma en tilfinningar henn- ar í garð Pitts gætu hafa breytt þessu en leikarinn á víst enga ósk heitari en að verða pabbi. ■ TÓNLEIKAFERÐ ELLENAR OG KK: MIÐVIKUDAGURINN 29. júní kl. 20.30 > Borgarnes – Borgarneskirkja FIMMTUDAGURINN 30. júní kl. 21.00 > Akureyri – Græni Hatturinn FÖSTUDAGURINN 1. júlí kl. 20.30 > Siglufjörður – Siglufjarðarkirkja LAUGARDAGURINN 2. júlí kl. 20.30 > Miðfjörður – Melstaður SUNNUDAGURINN 3. júlí kl. 14.00 > Hólmavík – Hólmavíkurkirkja MÁNUDAGURINN 4. júlí kl. 20.00 > Hólar – Hólakirkja Afslöppun í verndu›u umhverfi KK OG ELLEN Systkinin KK og Ellen byrja tónleikaferð sína um landið í Borganesi í kvöld. Angelia sögð bera barn Brads ANGELINA, BRAD OG MADDOX Þessi litla vísitölufjölskylda gæti stækkað fljótlega ef marka má sögusagnir um að Angelina jolie sé gengin þrjá mánuði á leið en þá ætti henni og Brad Pitt að fæðast erfingi í kring- um áramótin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.