Fréttablaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 41
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 17 S K O Ð U N Hrein eign íslenskra lífeyrissjóða til greiðslu lífeyris nam 1.037 mill- jörðum króna í apríl og jókst um rúma 16 milljarða frá marsmánuði, að því er fram kemur í efnahags- yfirliti Seðlabanka Íslands. Hrein eign lífeyrissjóðanna hefur því aukist um rúma 157 milljarða króna síðastliðna tólf mánuði. Greiningardeild Landsbankans segir þróun í fjárfestingum líf- eyrissjóðanna í samræmi við fyrri þróun. Lífeyrissjóðirnir hafa selt meira af innlendum hlutabréfum en þeir hafa keypt, en keypt meira af erlendum hlutabréfum en þeir hafa selt. Síðan segir greiningar- deild Landsbankans: „Í lok apríl var tæpur 161 millj- arður af heildareignum lífeyris- sjóðanna bundnir í innlendum hlutabréfum og sjóðum sem sam- svarar 15,5 prósentum af heildar- eignum þeirra samanborið við 14 prósent í ársbyrjun. Ef tekið er mið af fjárfestingarstefnu stærstu líf- eyrissjóðanna er það almennt stef- na þeirra að vera með að jafnaði um 5-15 prósent í innlendum hluta- bréfum og má því ætla að margir þeirra séu komnir upp fyrir lang- tímastefnu sína. Í þessu samhengi verður þó að hafa í huga að ráðstöf- unarfé lífeyrissjóðanna er sífellt að aukast samhliða auknum ið- gjöldum. Í dag má reikna með að nýtt ráðstöfunarfé á ári sé í kring- um 60 milljarðar Til þess að við- halda núverandi eignasamsetningu mega nettókaup lífeyrissjóðanna því nema um 9 milljörðum króna á ári miðað við óbreytt hlutabréfa- verð. Komi hlutabréfaverð hins vegar til með að hækka um 5 pró- sent á næstu 12 mánuðum umfram aðrar eignir sjóðanna, verða þeir að vera nettókaupendur að fjárhæð 1,3 milljörðum króna til þess að viðhalda núverandi eignasamsetn- ingu. Ef hlutabréfaverð hækkar hins vegar um 10 prósent verða sjóðirnir nettóseljendur að fjár- hæð 7,0 milljarðar Í þessu samhengi skiptir einka- væðing Landssímans gríðarlegu máli enda er ljóst að fjárfestingar- stefna þeirra býður ekki upp á mikið svigrúm til kaupa á öðrum innlendum hlutabréfum verði þeir meðal stærstu kaupenda Lands- símans. Yfirgnæfandi líkur eru þá á að lífeyrissjóðir verði nettó- seljendur hlutabréfa á næstunni og er þetta í samræmi við þróunina í apríl enda voru lífeyrissjóðirnir nettóseljendur á íslenskum hluta- bréfum að fjárhæð 4,9 milljörðum og það sem af er ári hafa lífeyris- sjóðirnir því selt um 3,3 milljörð- um meira af íslenskum hluta- bréfum en þeir hafa keypt þegar búið er að leiðrétta fyrir hækkun Úrvalsvísitölunnar. Eftirspurn líf- eyrissjóða skiptir miklu máli varð- andi verðþróun á íslenska hluta- bréfamarkaðinum,“ segir greining- ardeildin. Lífeyrissjóðirnir og sala Símans Hlutabréf í Bubba Ég eins og aðrir sem spá í markaðinn hef verið með Ís- landsbanka á tékklista í nokkur ár. Þegar maður hittir einhvern sem hefur hundsvit á bisness, þá byrjar maður gjarnan á að spyrja hann: „Hvað heldurðu að eigi eftir að gerast í Íslandsbanka.“ Svo hefjast fjörugar umræður um hvaða strategía sé í gangi hjá hverri fylkingu fyrir sig. Ég hélt reyndar á tímabili að Víglundur Þorsteinsson myndi sigra Bjarna Ármannsson í valdabaráttunni. Sérstaklega þegar maður heyrði að Víglundur hefði mætt niður í Stjórnarráð til að fá grænt ljós hjá Davíð og allir sem maður talaði við sögðu að Víglundur væri búinn að gera samkomulag við Björgólf. Þeir biðu hins vegar of lengi og Bjarni sneri á þá. Um daginn hélt ég að Straumur væri á leiðinni að taka bankann með Landsbankanum og planið væri að skipta honum á milli sín. Nú held ég að Bjarni sé aftur búinn að snúa á þá. Straum- ur vildi ekki selja hlutinn sinn til Karls Wernerssonar og Jóns Ás- geirs. Ég held að Bjarni sé búinn að vinna Jón Ásgeir á sitt band og nú muni þeir í rólegheitunum safna hlutum í bankanum og að Straumur muni ekki geta styrkt sig verulega í framhaldinu. Sagan sem ég heyri er sú að Þórður Már, forstjóri Straums hafi viljað selja, enda skynsam- legt af honum. Hins vegar er sagt að Landsbankamenn hafi stoppað það. Ég heyrði þetta frá náunga sem veit sínu viti, en hefur ekki alltaf gefið hárréttar upplýs- ingar. Ég held sjálfur að Straumur hafi viljað fá Sjóvá í sinn hlut. Sjóvá var selt á háu verði, en það eru örugglega ýmsir mögleikar til að gera sér mat úr því félagi. Þar fyrir utan held ég að hlutabréfin í Bubba Morthens hafi verið að hækka. Sjóvá fær tekjurnar af sölu Bubba og lætin í kringum fjöl- miðlaumfjöllun um einkalíf hans verður klárlega til þess að nýja platan hans selst betur en nokkur önnur. Samúðin er hans megin og ef ég væri að gera stóran fram- virkan samning þessa dagana, þá myndi ég gera hann í hluta- bréfum í Bubba. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N Í þessu samhengi skiptir einkavæðing Landssímans gríðarlegu máli enda er ljóst að fjárfestingarstefna lífeyrissjóðanna býður ekki upp á mikið svigrúm til kaupa á öðrum innlendum hluta- bréfum verði þeir meðal stærstu kaupenda Landssímans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.