Fréttablaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 67
Það er svo skrýtið þegar erlendar
sveitir minna mann á íslenskar
sveitir. Sérstaklega þegar maður
veit að það er ekki séns að þær er-
lendu hafi nokkuð tímann heyrt í
þessum íslensku. Team Sleep, sem
er hliðarverkefni Deftones-söngv-
arans Chino Moreno, minnir mig
heilmikið á Ensími. Þessar sveitir
eru ekki bara í svipuðum pæling-
um þegar kemur að því að bræða
saman elektróník við hart rokk,
heldur eru lagasmíðar þeirra ekki
svo ósvipaðar. Í stuttu máli, þetta
hljómar eins og söngvari Defto-
nes hefði ráðið til sín meðlimi
Ensími og útsósað þá í The Cure
áður en upptökur hófust.
Þar sem ég var mjög ósáttur
við síðustu plötu Deftones kemur
þessi plata eins og ferskur blær
frá Chino. Team Sleep virðist vera
opnari fyrir tilraunastarfssemi og
söngvarinn fær að njóta sín mun
betur hér, þar sem hann er ekki
stöðugt umkringdur skerandi gít-
urum. Hann syngur þó ekki öll
lögin; eitt af athyglisverðari lög-
unum, Tomb of Liega, syngur
kvenliðsmaður sveitarinnar Mary
Timony.
Önnur lög sökkva djúpt inn í
undirmeðvitundina, eins og smá-
skífan Ever (Foreign Flag). Það
grípur engum heljartökum við
fyrstu hlustun, en þegar það hefur
smeygt sér inn í gegnum heila-
börkinn stendur það fast. Þessi
lýsing á eiginlega við alla plötuna,
en við þriðju hlustun er lítið ann-
að hægt en að dást að hversu
mögnuð þessi plata er. Tónlistin
er einhver staðar á milli svefns og
vöku, þegar heilinn áttar sig ekki
lengur á því hvað er draumur og
hvað er raunveruleiki.
Birgir Örn Steinarsson
Chino og Draumagengi›
TEAM SLEEP:
TEAM SLEEP
NIÐURSTAÐA: Söngvari Deftones kemur
skemmtilega á óvart með hliðarverkefni sínu
Team Sleep. Þessi nýja sveit er að gera mun
betri hluti en Deftones í dag, vonandi heldur
hann sig hérna megin skógarins.
[ TÓNLIST ]
UMFJÖLLUN
Starfsafmæli Brú›ubílsins
„Við höfum verið að sýna þetta
leikrit í júní. Sýningin er tileinkuð
minningu vinkonu minnar Guð-
rúnar Katrínar Þorbergsdóttur en
hún studdi svo vel við bakið á ís-
lensku brúðuleikshúsi og leikhúsi
almennt. Í júlí munum við svo
sýna við annað leikrit sem heitir
Bim Bamm,“ segir Helga Steffen-
sen sem á þessu ári fagnar 25 ára
starfsafmæli sínu sem leikhús-
tjóri Brúðubílsins
„Þetta er alveg rosalegur fjöldi
sem hefur séð þessar 40 sýningar
sem við höfum sett upp í júní og
svo kemur annað eins í júlí. Það
hafa yfirleitt verið að koma svona
500 til 700 krakkar á sýningu hjá
okkur það sem af er,“ segir Helga.
Næsta sýning Brúðubílsins
verður 4. júlí klukkan 14 í Austur-
bæjarskóla og svo mun bíllinn
halda út á land, til Hafnar í
Hornafirði, til Vestmannaeyja,
Dalvíkur og fleiri staða. „Krakk-
arnir úti á landi verða líka að fá að
sjá Brúðubílinn og því reynum við
að fara á eins marga staði og við
getum. Það er voða gaman að sýna
krökkunum úti á landi, „ segir
Helga
Auk Helgu sér Vigdís Másdótt-
ir um að skemmta áhorfendum
Brúðubílsins. ■
HANN Á AFMÆLI Í DAG Brúðubíllinn var með afmælissýninguna Hann á afmæli í dag
á Holtsvelli í Kópavogi á mánudaginn.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA