Fréttablaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 65,10 65,42 118,63 119,21 78,82 79,26 10,58 10,64 9,91 9,97 8,38 8,43 0,59 0,60 95,23 95,79 GENGI GJALDMIÐLA 28.06.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 110,96 +0,54% 4 29. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Ár liðið frá því að Írakar fengu fullveldi sitt á ný: Aldursforseti flingsins rá›inn af dögum BAGDAD, AP Í gær var ár liðið síðan Írakar fengu aftur fullveldi sitt eft- ir innrásina í landið í mars 2003. Engu að síður er þar róstusamt sem aldrei fyrr. Í gærmorgun beið Ahari Ali al- Fayadh, tæplega níræður aldursfor- seti íraska þingsins, bana ásamt syni sínum og lífvörðum í sjálf- morðssprengjuárás nærri Bagdad. Fayadh var á leið til þingins þegar árásin var gerð en hann var fulltrúi Íslamska byltingarráðsins í Írak, SCIRI. Þetta er annar þingmaður- inn sem ráðinn er af dögum síðan Írakar gengu að kjörborðinu í janú- arlok. Al-Kaída í Írak lýsti ábyrgð á til- ræðinu á vefsíðu í gær en áreiðan- leiki hennar hefur ekki fengist stað- festur. Tilræðið var harðlega for- dæmt en talið er að því sé ætlað að auka enn á spennu sem fyrir er milli sjía og súnnía.. Talið er að að minnsta kosti tólf manns hafi dáið í öðrum árásum í landinu í gær. Þar á meðal voru fimm manns sem létust í þremur bílsprengjuárásum í bænum Baqouba. George W. Bush Bandaríkjafor- seti ávarpaði þjóð sína í gærkvöld í tilefni afmælis fullveldisframsals- ins. Efasemdir um réttmæti stríðs- rekstrarins í Írak gerast æ meiri á meðal bandarísku þjóðarinnar og því reyndi Bush að sannfæra hana um að árangur væri í augsýn. ■ Vel teki› í hugmynd um óperu í Kópavogi Frammámenn í Íslensku óperunni taka vel í hugmynd Gunnars I. Birgissonar um óperuhús í Kópavogi. Menntamálará›herra segir hana til marks um hve framarlega Kópavogur er í menningarmálum. ÓPERA Bjarni Daníelsson, óperu- stjóri Íslensku óperunnar, tekur vel í hugmynd Gunnars Birgis- sonar bæjarstjóra Kópavogs um að reisa óperuhús í Kópavogi. „Mér finnst þetta góð hug- mynd, bæði er gott að hún skuli koma fram sem innlegg í umræð- una og svo finnst mér hún algjör- lega óvitlaus. Það sem okkur dreymir um er auðvitað vinnuað- staða fyrir óperuna og aðrar greinar tónlistarleikhúss en ekki það að geta hlaupið inn í einhvern fjölnotasal við og við,” segir Bjarni. Hingað til hefur umræðan um Óperuna snúist um aðstöðu henn- ar í væntanlegu tónlistarhúsi í Reykjavík en ekki er gert ráð fyr- ir að það hús verði sérhannað fyr- ir Óperuna. Gunnar Birgisson hefur látið vinna frumteikningar að óperuhúsi en hugmyndin hefur hvorki verið lögð fyrir bæjar- stjórn né Íslensku óperuna. „Mér finnst þetta kristalla það og draga skarplega fram hvað Kópavogur er framarlega í menn- ingarmálum,” segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra um hugmynd Gunn- ars. Hún segir að í ágúst verði val- inn hönnuður að tónlistarhúsi og þá fari línur að skýrast. „Það hef- ur verið tekið tillit til óska óperu- unnenda og kröfunum breytt í samræmi við það. Það á að vera hægt að flytja óperur með fram- bærilegum hætti í húsinu,” segir Þorgerður. Hún bendir á að Ís- lenska óperan fái einungis styrki frá ríkinu og sé ekki ríkisstofnun og því ekki sjálfgefið að ríkisvald- ið taki þátt í rekstri óperuhúss. „Við munum vera tilbúin til að skoða þetta og velta fyrir okkur tölunum,” segir Jón Karl Ólafsson varaformaður stjórnar Íslensku óperunnar. Júlíus Vífill Ingvars- son, stjórnarmeðlimur, tekur und- ir með Jón Karli og fagnar athygl- inni sem Gunnar veiti þessu máli. „Það er tímabært að það komi fram á opinberum vettvangi við- brögð við nauðsyn þess að skapa þessari listgrein umgjörð til framtíðar sem henni sæmir,” seg- ir Júlíus. rsg@frettabladid.is Bandamaður Sýrlands: Berri kosinn flingforseti BEIRÚT, AP Þrátt fyrir að andstæð- ingar Sýrlandsstjórnar hafi unnið sigur í líbönsku þingkosningunum á dögunum var einn helsti b a n d a m a ð u r S ý r l e n d i n g a kjörinn forseti þingsins í gær. Nabih Berri, leiðtogi sjía- hreyfingarinn- ar Amal, hefur gegnt embætt- inu um margra ára skeið og í gær var hann endurkjörinn með yfirgnæfandi meirihluta. Talið er að með kjörinu hafi andstæðingar hans viljað rétta fram sáttahönd og koma í veg fyrir að Hizbollah-hreyfingin yrði of öflug. Samkvæmt kosningakerfi Lí- bana er staða þingforseta eyrna- merkt sjíum. ■ Framsókn í Kópavogi: Efnir til prófkjörs STJÓRNMÁL Framsóknarmenn í Kópavogi efna til opins prófkjörs til að velja sex efstu frambjóðend- ur flokksins til bæjarstjórnar- kosninga næsta vor. Prófkjörið verður haldið á tímabilinu 29. október til 20. nóv- ember í haust og geta allir Kópa- vogsbúar, átján ára og eldri, kos- ið. Þeir einir geta gefið kost á sér sem eru flokksbundnir framsókn- armenn. Prófkjörið er bindandi séu nið- urstöður þess í samræmi við regl- ur Framsóknarflokksins sem tryggja hvoru kyni um sig minnst 40% fulltrúa. Það þýðir að þrjár konur og þrír karlar eiga að rað- ast í sex efstu sætin, ella er próf- kjörið óbindandi. - bþg VEÐRIÐ Í DAG DANMÖRK SE OG HØR DÆMT VEGNA MYNDA Undirréttur í Kaupmannahöfn hefur dæmt danska slúðurtíma- ritið Se og Hør til að greiða dönsku leikkonunni Anne Lou- ise Hassning rúmar 200.000 ís- lenskar krónur í skaðabætur. Blaðið hafði fjallað um leikkon- una sem lék í sjónvarpsþáttun- um Kroniken og birt nektar- myndir af henni úr kvikmynd- inni Idioterne með klúrum til- vísunum. Það taldi dómurinn ólöglegt. EIGINMAÐUR RÁÐHERRA SEKTAÐUR Jørgen Tørnæs, svínabóndi og eiginmaður Ullu Tørnæs þróunarsamvinnuráð- herra, var í gær dæmdur til að greiða tæpar tvær milljónir ís- lenskra króna í sekt fyrir að ráða Úkraínumenn og Letta sem voru án atvinnuleyfis til að vinna á búgarði sínum. Ekki er talið að eiginkona hans segi af sér en málið þykir engu að síð- ur vandræðalegt fyrir ríkis- stjórnina. BÍLSPRENGJA SPRAKK Ekki var mikið eftir af bíl þingmannsins al-Fayadh sem lést eftir að bíll hans var sprengdur. ÚRSLITUNUM FAGNAÐ Mikil gleði ríkti í hverfum sjía. FRUMTEIKNING AÐ ÓPERUHÚSINU Óperustjórinn Bjarni Daníelsson hafði ekkert heyrt af hugmynd Gunnars. Eldsneytisverð: Skeljungur hækkar NEYTENDUR Olíufélagið Skeljung- ur fylgdi í gær í kjölfar annarra olíufyrirtækja í landinu og hækkaði eldsneytisverð á stöðv- um sínum til samræmis við Olís og Esso. Er því lítraverð á stöðvum þessara aðila fyrir 95 oktana bensín í sjálfsafgreiðslu alls staðar 110,20 krónur og 58,10 krónur fyrir lítra af díselolíu. Verð á sjálfsafgreiðslustöðvum Ego, Atlantsolíu, Orkunnar og ÓB er einnig að mestu hið sama yfir línuna. Þar fæst 95 oktana bensínlítrinn á 108,90 krónur og lítri af díselolíu á 56,70 krónur. Tekið skal fram að í töflu með grein um eldsneytisverð í fyrra- dag var tilgreint rangt verð á díselolíu. -aöe
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.