Fréttablaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 66
SÍMI 551 9000 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 14 ára ★★★ ÓÖH DV Sýnd kl. 5,40, og 8 B.i. 16 ára „Skotheld frá A-Ö“ „Afþreying í hæsta klassa“ ★★★ 1⁄2 K&F- XFM ★★★ Blaðið „Þrælgóð skemmtun“ ★★★ Ó.Ö.H. DV ★★★★ Þ.Þ. FBL Yfir 27.000 gestir! ★★★ MBL Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.40 Hinn eini rétti Hefur aldrei verið eins rangur! Frábær gamanmynd sem fór beint á toppinn í USA. ★★★★★ Fréttablaðið ★★★★1/2 kvikmyndir.is ★★★★ MBL ★★★★ X-FM ★★★1/2 SJ Blaðið 1/2 ★★★1/2 Kvikmyndir.com Yfir 38.000 gestirAðsóknarmestamynd ársins Sýnd kl. 6 og 9 B.i. 16 ára ★★★ HL MBL Sýnd kl. 10.10 B.i. 16 ára SÍÐUSTU SÝNINGAR SÍÐUSTU SÝNINGAR ★★★ ÓÖH DV ÚTSALAN ER HAFIN! www.tvolif.is Heimurinn hrifsa›ur úr hendi jar›arbúa Í kvöld verður nýjasta kvikmynd Steven Spiel- berg, War of the Worlds, frumsýnd en hún er byggð á samnefndri skáldsögu H.G Wells sem kom út árið 1898. Í aðal- hlutverkum eru þau Tom Cruise, Dakota Fanning og Tim Robbins. Söguþráður War of the Worlds er á þá leið að hafnarverkarmaður- inn Ray Ferrier fær óvænta heimsókn frá fyrrverandi eigin- konu sinni og eiginmanni hennar. Ray þarf að sjá um börnin sín tvö yfir eina helgi því þau ætla að bregða sér út úr bænum. Skömmu síðar brestur á stormur með eldingum. Fyrr en varir kemur þrífætt stríðsvél utan úr geimnum upp úr jörðinni og eyðileggur allt í kringum sig. Á þeirri stundu verður ljóst að þessar geimverur eru ekki komnar til þess að eignast vini heldur ætla þær að útrýma öllu lífi á jörðinni. Ferrier neyðist því til að gera allt sem í hans valdi stendur til að halda lífi í börnun- um sínum. Ray Ferrier er alls engin hetja og það var heldur aldrei ætlunin. Ferrier er maður á flótta sem vill halda fjölskyldu sinni á lífi. Steven Spielberg sagði enda strax við Tom Cruise, sem leikur Ray, að hann langaði til að gera kvikmynd með honum þar sem Cruise væri ekki maður- inn sem bjargaði málunum. Ekki venjulegar Spielberg – geimverur War of the Worlds er ekki fyrsta kvikmynd Spielbergs um geim- verur og kynni jarðarbúa af þeim. Close Encounters of the Third Kind fjallaði um frekar vinaleg samskipti jarðarbúa og geimvera. E.T varð árið 1982 fjölskylduvin- ur allra og setningin „E.T, phone home“ fékk ófáa til að fella tár. Það má því segja að Spielberg vendi kvæði sín í kross með War of the Worlds, því geimverurnar í myndinni eru langt frá því að vera vingjarnlegar. Myndin er því sögð endurspegla þann mann sem Spiel- berg er í dag og hverslags heims- sýn hann hefur. Sjálfur segist Spi- elberg hafa langað til þess að gera ógnvekjandi kvikmynd með hræðilegum geimverum, eitthvað sem hann hefur ekki gert áður. Versti óvinur heimsenda- mynda eru klisjur sem fá áhorf- endur oft til að snúast gegn mynd- unum. Hversu oft hefur ekki frægum byggingum á borð við Hvíta húsinu Frelsisstyttunni eða Manhattan-eyjunni verið eytt? Handritaliðið ásamt Spielberg bjó því til lista yfir þau atriði sem ekki ættu að vera í myndinni. Spi- elberg var harðákveðinn í að hvorki sögulegar né frægar bygg- ingar yrðu eyðilagðar, engin atriði með hershöfðingjum að ýta til skipum á korti eða fréttamenn að taka myndir af eyðileggingu. „Enga Marsbúa heldur, við höfum farið til Mars og þar er enginn,“ lét Spielberg hafa eftir sér. Stóru karlarnir í Hollywood Steven Spielberg er án nokkurs vafa einn allra vinsælasti leik- stjórinn í sögu Hollywood. Fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd var Sugarland Express með Goldie Hawn og var hún valin til að keppa um gullpálmann í Cannes. Næsta mynd hans lagði síðan grunn að nánast óstöðvandi vel- gengni en það var kvikmyndin Jaws. Síðan þá hefur Spielberg trekkt kvikmyndahúsagesti á myndir sínar undanfarna áratugi og nægir þar að nefna Indiana Jo- nes-myndirnar og Saving Private Ryan, að ógleymdri Óskarsverð- launamynd hans Schindler's List. Þetta er í annað skiptið sem Tom Cruise og Steven Spielberg vinna saman en þeir gerðu síðast Minority Report. Cruise hefur þrisvar verið tilnefndur til Ósk- arsverðlauna. Hann sló í gegn í kvikmyndinni Risky Business árið 1983. Hann varð alþjóðleg ofurstjarna eftir að hafa þeyst um, til skiptis, á mótórhjóli og orr- ustuflugvél í Top Gun. Ólíkt öðrum sem hafa toppað snemma á ferlinum þá hefur Cru- ise hvergi slegið slöku við heldur tekið sér stöðu meðal valdamestu manna í Hollywood. Hann hefur samfara kvikmyndaleik framleitt nokkrar kvikmyndir þar á meðal Mission:Impossible myndirnar auk kvikmynda á borð við Vanilla Sky, Narc og The Last Samurai. Það er Dakota Fanning sem leikur Rachel Ferrier, dóttur Cru- ise en þessi unga leikkona hefur sýnt góð tilþrif í myndum á borð við I Am Sam með Sean Penn og Man on Fire með Denzel Was- hington. Þá hefur hún leikið í þáttaröðum á borð við The Pract- ice, Malcolm in the Middle og Spin City. freyrgigja@frettabladid.is TOM CRUISE Leikur Ray Ferrier sem reynir af öllum mætti að halda fjölskyldu sinni á lífi STEVEN SPIELBERG Það er óhætt að segja að Spielberg sé gullkálfur í Hollywood. Þetta er þó í fyrsta skipti sem geimverur í mynd hans eru óvinveittar. OFSAHRÆÐSLA Ógnvænlegar geimverur gera árás á jörðina til þess að ná henni undir sig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.