Fréttablaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN14 F Y R I R T Æ K I F Ó L K Á F E R L I Erlendur Hjaltason, forstjóri fjárfestingarfélagsins Exista, segir gott ráð vera að hafa í huga að betra er að taka ranga ákvörðun en enga. Þetta segir hann eiga við bæði í einka- lífinu og viðskiptum. „Það er þannig að menn þurfa oft að vera snöggir og ekki láta hlutina drattast of lengi,“ segir Erlendur. „Það gerist ekkert nema menn taki ákvarðanir og þótt menn taki vitlausar ákvarð- anir þá þurfa menn bara að læra af því,“ segir hann. Þetta sé betra en að lifa í stöðugum ótta um að taka rangar ákvarð- anir og fresta þeim af þeim sökum. Erlendur segist alltaf hafa þetta ráð í huga og reyna að beita því sem oftast. „Það er alltaf betra að taka ákvörðun en að fresta henni,“ segir hann. „Menn eiga ekki að vera hræddir við að taka ákvarðan- ir yfir höfuð. Það gerist aldrei neitt nema maður taki ákvarð- anir,“ segir Erlendur. - þk B E S T A R Á Ð I Ð Steinar Árnason er varaforseti sænska fyrir- tækisins Audiopro. Steinar og félagi hans, Stefan Pantz- ar sem titlaður er for- seti, komu að rekstr- inum árið 1995 en fyrirtækið hafði þá starfað frá árinu 1978. Audiopro framleiddi upphaflega ýmsa aukahluti fyrir hljómtæki en hagur fyrirtæk- isins vænkaðist þegar hönnuðurinn Karl Erik-Stohl fann upp svokallaða A-Space tækni sem gerði mönnum kleift að minnka magnara sem fylgdu með tækjum fyrir- tækisins án þess að það kæmi niður á gæðum. TUTTUGU ÁRUM Á UNDAN Steinar segir þessa uppfinningu hafa verið langt á undan sinni samtíð: ,,Þetta var tæp- um tveimur áratugum á undan. Enda var einkaleyfið selt til japanska framleiðandans Yamaha árið 1991. Þeir höfðu þá fundið ná- kvæmlega sömu lausn og Audiopro rúmum fimmtán árum áður“. Þegar Steinar og Pantzer tóku yfir reksturinn hafði fyrirtækið átt í basli í nokkurn tíma: ,,Það var svona upp úr 1992 sem fór að syrta í álinn. Smekkur fólks á hljómtækjum breyttist og Audiopro náði ekki að aðlagast“. Steinar og Pantzer hafa verið viðskiptafé- lagar lengi og höfðu meðal annars umboð fyrir Kenwood-hljómtæki í Svíþjóð. Þeir komust að þeim möguleikum sem búa í Audi- opro-vörumerkinu þegar þeir hjálpuðu við sölu á lager fyrirtækisins þegar hvað verst gekk: ,,Varan hreinlega rauk út. Við sáum strax að þetta var einstakt tækifæri. Nafnið sjálft er gríðarlega verðmætt“. PUTTINN Á PÚLSINUM Árið 1995 kaupa þeir félagar svo Audiopro. Steinar keypti þrjátíu prósenta hlut og Pantzer það sem eftir stóð. Þeir félagar náðu fljótlega að snúa blaðinu við og koma fyrir- tækinu á réttan kjöl. Steinar segir lykilinn að viðsnúningnum hafa verið að fylgjast með breytingum á markaðnum: ,,Maður þarf að vera með puttann á púlsinum og fylgjast með breytingum á háttalagi fólks. Það sjáum við bara í dag með MP3 byltingunni. Þetta kallar allt saman á breyttar áherslur“. Audiopro er með höfuðstöðvar í Helsingi- borg og hjá fyrirtækinu vinna ellefu manns að eigendunum meðtöldum. Þessir ellefu sjá um allt; markaðssetningu, hönnun, bókhald og allt sem rekstrinum við kemur. Fram- leiðslan sjálf og lagerinn eru hins vegar boð- in út: ,,Framleiðslan fer fram í Kína. Við segjum oft að við séum ekki með neinn bak- poka, það eru engar byrðar sem við þurfum að bera eða takmarkanir sem koma í veg fyrir að fyrirtækið vaxi og dafni“. Upphaflega einblíndi Audiopro á markaði í nágrannalöndunum Danmörku og Noregi. Það var síðan árið 2000 sem ákveðið var að ráðast í frekari útrás: ,,Nú er Audiopro að finna í verslunum um allan heim. Í 35 löndum held ég. Afríka er eina heimsálfan þar sem ekki er hægt að nálgast vörur frá okkur“. Steinar bætir við að útrásin hafi gengið vonum framar: ,,Við erum nýjasta fyrirtækið á alþjóðamarkaðnum og ég held ég fari með rétt mál þegar ég segi okkur eina fyrirtækið sem er að auka markaðshlutdeild sína. Við erum að keppa við gríðarlega rótgróin fyrir- tæki“. HÁTALARI EKKI SVART- UR KASSI Á stefnuskrá Audiopro er að framleiða gæðavöru á góðu verði: ,,Þú færð ekki betri hljómgæði en í vörunum frá okkur“, segir Stefán og bætir við að fólk verði að hafa efni á á græjunum: ,,Við reynum að hafa vör- una á viðráðanlegu verði“. Þegar tækjakostur Audiopro er skoðaður vekur strax athygli hversu litríkar og beinlín- is óvenjulegar í útliti margar afurðanna eru: ,,Fyrir mörgum kann hátalari að vera einhver stór svartur kassi. En ekki fyrir okkur. Þeir geta komið í öllum stærðum og gerðum, ótelj- andi litum og formum“. Aðspurður um fjárhag fyrirtækisins segir Steinar hann standa traustum fótum: ,,Á síðasta ári veltum við í kringum 14 milljónum Bandaríkjadala“. Hann vill þó ekki gefa upp hagnað fyrirtækisins en segir afganginn hafa verið talsverðan: ,,Við kvörtum ekki“, segir hann. Steinar er greinilega ánægður með lífið og segir það forréttindi að fá að starfa við áhugamál sitt: ,,Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á tónlist, var meira segja í Íslendinga- bandi í Gautaborg í gamla daga. Hljómsveitin hét Vikivaki og kom einu sinni til Íslands og spilaði í Tónabæ og Stapa“. Hann segir andann innan fyrirtæksins frá- bæran: ,,Við erum allir eins. Lifum allir fyrir tónlistina og erum í raun bara að vinna að hobbíinu“. Audiopro: Höfuðstöðvar: Helsingborgs, Svíþjóð Forseti: Stefan Pantzer Varaforseti: Steinar Árnason Starfsmenn: Ellefu að eigendunum meðtöldum Velta: 14 milljónir Bandaríkjadala árið 2004 Alls staðar nema í Afríku Steinar Árnason á þrjátíu prósent hlut í sænska fyrirtækinu Audiopro sem sér- hæfir sig í hönnun hljómtækja og velti á síðasta ári 14 milljónum Bandaríkja- dala. Steinar spjallaði við Jón Skaftason og fræddi hann um fyrirtækið. THOMAS MÖLLER hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Aalborg Portland Ís- landi ehf. Hann er hagverkfræðingur að mennt og hefur starfað við fram- kvæmdastjórn hjá nokkrum fyrir- tækjum, síðast sem framkvæmdastjóri Thorarensen Lyfja ehf. Aalborg Portland Íslandi ehf. sem er í eigu Aal- borg Portland AS í Danmörku hefur starfað hér á landi í fimm ár við mark- aðssetningu og dreifingu á hágæða sementi. Félagið rekur tvö sex þúsund tonna síló fyrir laust sement í Helguvík og dreifingarmiðstöð fyrir pakkað sem- ent á sama svæði. Flutningabílar félags- ins dreifa lausu sementi um allt land. Pakkað sement frá Aalborg Portland er selt í byggingavöruverslunum og múr- búðum víða um land. Aalborg Portland AS í Danmörku flytur út sement til um 70 landa. Félagið er meðal stærstu fram- leiðenda á sementi í Evrópu og rekur sementsverksmiðjur í Danmörku, Malasíu, Kína, Egyptalandi og í Banda- ríkjunum. KRISTÍN RAFNAR hefur hafið störf sem forstöðumaður skráningarsviðs Kaup- hallarinnar. Kristín er viðskiptafræðing- ur frá Háskóla Ís- lands og MA í þjóð- hagfræði frá Ohio State University. Kristín starfaði um árabil í Landsbanka Íslands, meðal ann- ars sem framkvæmdastjóri. STEINAR ÁRNASON VARAFORSETI AUDIOPRO Segir Audiopro keppa við rótgróin fyrirtæki, en segir reksturinn gangi vel og að Audiopro sé eina fyrirtækið á markaði sem sé að auka markaðshlutdeild sína. ERLENDUR HJALTASON Forstjóri Exista þarf eflaust að taka margar ákvarðanir í starfi sínu. Fr ét ta bl að ið /H ei ða Dömuúr 18kt gull og eðalstál, sett alls 59 demöntum 26pt. VVS. Perluskel í úraskífu sett 12 demöntum. Betri er röng ákvörðun en engin Íslandsbanki opnar í Köben Styrkja viðskiptasam- bönd á Norðurlöndum. Íslandsbanki opnar söluskrif- stofu í Kaupmannahöfn í Dan- mörku í september. Meginhlut- verk hennar verður að styrkja viðskiptasambönd Íslandsbanka við fyrirtæki og fjármála- stofnanir á Norðurlöndunum einkum í Danmörku. -dh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.