Fréttablaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 62
22 29. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Hæ, ég heiti Hilda og ég er mjóna. Ég hef verið mjóna frá því að ég fæddist og all- ar líkur benda til þess að ég haldi áfram að vera mjóna. Í samfé- lagi eins og okkar er erfitt að vera grannholda. Ég veit að þetta hljóm- ar fáránlega því það að vera mjór og spengilegur virðist vera æðsti draumur hvers einstaklings. Allir eru í megrun! Þrátt fyrir megrunar- og líkamsræktaræði sem herjar á landann þá virðist sem Íslendingar séu að verða feitari og feitari. Þetta segja allavega rannsóknirnar, við erum jafnvel að verða feitari en Kaninn og þá er nú mikið sagt! Ég held að þetta sé rétt. Það er allavega farið að þykja svo eðlilegt að vera feitlaginn eða að minnsta kosti að vera með nokkur aukakíló utan á sér að við mjóa fólkið erum að verða útdauð. Ég veit að feitt fólk þarf að berjast við fordóma og áreiti en það sem fæstir vita er að við mjónurnar gerum það líka, bara á annan hátt. Í sífellu fáum við að heyra athugasemdir eins og „Hrika- lega ertu mjó!“ eða „Borðarðu ekki örugglega nóg??“ Aldrei myndi fólk hreyta því í feitlagna manneskju hversu feit hún væri og hvort hún borðaði ekki alveg hrikalega mikið nammi. Nei, það virðist vera allt annað mál. Ég verð að viðurkenna að þessi þröngsýni gerir mig ansi reiða. Fólk heldur að það sé hægt að segja hvað sem er við okkur granna fólk- ið en tiplar svo á tánum í kringum feitara fólk. Flestir eru þannig gerðir að þeir fíla illa að minnst sé á holdafar þeirra. „Heyrðu, þú ert nú bara með frekar flatan rass!“ eða „Vá, þú ert með svo stórar mjaðmir að þú ert eins og pera í laginu!,“ eru setningar sem ég hugsa að fáir myndu taka svona: „Haha! Finnst þér það? Eins og pera? En fyndið!“ Þetta snýst allt um að bera virðingu fyrir tilfinn- ingum náungans og asnast til að sleppa þessum leiðindakomment- um, það ætti ekki að vera svo erfitt. Verum nú góð hvort við annað. STUÐ MILLI STRÍÐA BORGHILDUR GUNNARSDÓTTIR ER ORÐIN ÞREYTT Á HOLDAFARSFORDÓMUM Erfitt að vera mjóna M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 14-18 mánudaga - laugardaga 12-18 sunnudaga Lokað 2. og 3. júlí. KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren • Í samstarfi við Á þakinu Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14 Goddi.is, Auðbrekku 19, Kóp. s: 544-5550 BÁTAKERRA LCI-887 548x170cm. galv. með spili. Burðarg. 545 kg. KERRA LCI-830 Fáanleg einnig með bátastandi og vélhjólastandi Goddi.is, Auðbrekku 19, Kóp. s: 544-5550 KERRA LCI-850 Burðarg. 530 kg. Samanbrjótanleg og hægt að keyra upp á af götu. Goddi.is, Auðbrekku 19, Kóp. s: 544-5550 Gullfalleg bjálkahús ca. 54 fm með 13 fm verönd á ótrúlegu verði. Hægt að fá á ýmsum byggingarstigum. Upplýsingar: Goddi ehf. Auðbrekku 19, 200 Kópavogur. sími 544 55 50 Helsinki bjálkahús KERRA LCI-880 392x134cm, galv. Burðarg. 270 kg. Goddi.is, Auðbrekku 19, Kóp. s: 544-5550 Lífsaugað Þriðjudagskvöld 22-24 Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Þú áttir að taka þriðja markið! ÉG SKUTLAÐI MÉR Það var meira eins og þú hefð- ir.....dottið. ÉG SKUTLAÐI MÉR. Ég hef gert það aftur. Gert hvað? Ég er búinn að ákveða hvað ég ætla að segja... en svo þegar Sara svarar enda ég með því að stama eins og hálf- viti. Þú verður að læra að opna huga þinn. Ég verð að vera fljótari að tala áður en hún les hugsanir mínar. Eigum við að athuga hvað Snata finnst um vélhundinn? Þessi kona á gæludýr sem er ryksuga. Ókei pabbi.....fyrst þessi hendi, og svo þú – nei, nei. Byrjum aftur. Fyrst þessi hendi, síðan klapparu þér á lærin – nei ekki svona! Fylgstu með! Fyrst er það þessi hendi, svo þessi, síðan báðar hend- ur – P-A-B-B-I. Fyrirgefðu! Getum við reynt aftur? Þú gætir aldrei orðið skólastelpa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.