Fréttablaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN4
F R É T T I R
Útboð Hafnarfjarðarbæjar á fjármálaþjónustu:
Viðskiptin færast frá
SPH til KB banka
Gengi Somerfield lækkar
Lækkunin er rúm 10 prósent frá því að
tilkynnt var um kaupáhuga.
Eggert Þór Aðalsteinsson
skrifar
Sparisjóðum er óheimilt að gefa
út nýtt stofnfé á hærra gengi en
einum. Stofnfé hækkar í sam-
ræmi við þróun vísitölu neyslu-
verðs. Sama gildir um innlausn
sparisjóðs á eigin stofnfé.
Á sama tíma hefur markaðs-
verð myndast á stofnfé nokkurra
sparisjóða sem er langt yfir
genginu einum. Gengi á stofn-
fjárbréfum í SPRON hefur tvö-
faldast í verði frá því þau voru
sett á markað. Nýverið lauk
stofnfjárútboði í SPRON og
bauðst stofnfjáreigendum að
kaupa nýju hlutina á genginu
einum þegar markaðsverð var á
genginu sjö. Stór viðskipti hafa
verið með bréf í Sparisjóðinum í
Keflavík. Fleiri sparisjóðir munu líklega hefja viðskipti með stofn-
fé á næstu misserum.
Að mörgu leyti má segja að
stofnfjáraðilar fái verðmæti í
hendurnar sem endurspeglar ef
til vill ekki ekki verðmæti endur-
metins stofnfjár. Þetta virðist
vera vilji löggjafans. Þessu má
líkja við að ef hlutafélag seldi
nýtt hlutafé á hálfvirði miðað við
það gengi sem væri í Kauphöll-
inni.
Sparisjóður sem vill leysa til
sín stofnfé getur ekki gert það á
hærra verði en sem nemur
endurmetnu stofnfé. Erlendis er
mjög algengt að hlutafélög kaupi
eigin hlutabréf þegar verðið er
lágt og lækki þar með útistand-
andi hlutafé og hækki verð bréf-
anna. Þetta geta stærstu spari-
sjóðirnir ekki lengur gert þegar
markaðsverð er hærra en endur-
metið stofnfé.
Hins vegar er ekkert því til
fyrirstöðu fyrir sparisjóð A að
kaupa stofnfé í sparisjóði B á
yfirverði.
„Þegar er verið að setja höft á
viðskipti með stofnfé þá verður
niðurstaðan svolítið skringileg á
köflum. Þetta takmarkar til dæm-
is tækifæri sparisjóðsins til þess
að leysa til sín stofnfé,“ segir Jó-
hannes Sigurðsson, lagaprófessor
við Háskólann í Reykjavík.
Stofnfjáreigendum
færð verðmæti
Sparisjóðir mega aðeins gefa út nýtt stofnfé á genginu einum.
Raunverulegt verðmæti stofnfjárins er oft margfalt hærra.
Aukinn kaupmáttur
Norski fiskurinn og
mjölið í eina sæng?
STOFNFJÁREIGENDUR Samkvæmt lögum um sparisjóði má sparisjóður aðeins leysa til
sín stofnfé á genginu einum. Sama gildir um sölu nýs stofnfjár. Á sama tíma er markaðs-
verð oft með stofnfé mun hærra.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/S
te
fá
n
Hafnarfjarðarbær hefur fært við-
skipti sín úr Sparisjóði Hafnarfjarðar
yfir til KB banka. Þetta var gert í
kjölfar útboðs á bankaþjónustu fyrir
sveitarfélagið og stofnanir þess. Ís-
landsbanki, KB banki, Landsbankinn
og SPH skiluðu inn tilboðum og var
gengið til viðræðna við KB banka og
Landsbankann. Tilboð beggja banka
var upp á 54 milljónir króna sem var
um fimm milljónum lægra en tilboð
SPH og áætlun Hafnarfjarðarbæjar
hljóðaði upp á. Gengið var að tilboði
KB banka meðal annars á þeirri for-
sendu að það var lægst. - eþa
Gengi Somerfield hefur lækkað mikið frá því að tilkynnt var
um hugsanlegt yfirtökutilboð fjárfestahóps sem Baugur
Group er hluti af.
Gengi bréfa í Somerfield er nú í kringum 190 pens á hlut en
fór hæst í 215 pens á hlut. Gengi Somerfield var 107
pens á hlut þegar tilkynnt var um mögulegt kauptil-
boð og fór í 212 pens á hlut sama dag og tilkynnt var
hverjir stæðu að fjárfestahópnum. Má ætla af þess-
ari verðþróun að markaðurinn telji litlar líkur á að
tilboðið í félagið, ef af verður, verði á hærra
gengi en 190 pens á hlut.
Áreiðanleikakönnun stendur yfir en gert
er ráð fyrir að hún taki lengri tíma en upp-
haflega var áætlað. -dh
BANKAÚTBOÐ Hafnarfjarðarbær færði
viðskiptin úr SPH í KB banka eftir að hafa
fengið tilboð í bankaþjónustu frá nokkrum
fjármálafyrirtækjum.
Ú T B O Ð H A F N A R F J A R Ð A R -
B Æ J A R Á B A N K A Þ J Ó N U S T U
Banki Upphæð
Íslandsbanki 56,4
KB banki 54,2
Landsbanki 54,5
SPH 59,2
Áætlun Hf.bæjar 59,3
Getgátur eru uppi í norskum fjöl-
miðlum um að risasameining
fiskeldisfyrirtækjanna Fjord
Seafood og Pan Fish og fóður-
framleiðandans Cermaq sé í bí-
gerð. Stærsti hluthafinn í fiskeld-
isfélögunum er John Fredriksen,
ríkasti maður Noregs, sem sá sér
leik á borði og hóf að fjárfesta í
laxeldi þegar rekstarskilyrði
hafa ekki verið betri um langa
hríð. Gengi bréfa í Pan Fish hafa
rokið upp síðan Fredriksen keyp-
ti um helmingshlut í félaginu
fyrir átta milljarða króna.
Mikið hefur verið rætt um
hugsanlega sameiningu Fjord og
Pan Fish og sá fyrirtæki í Ála-
sundi sér leik á borði og keypti
lénið www.panfjord.no. Sam-
eining Fjord og Cermaq var til
umræðu fyrr á árinu en stjórn
Cermaq dró sig út úr viðræðum
stjórna félaganna.
Cermaq er að langstærstum
hluta í eigu norska ríksins en
Fjord á tólf prósent í félaginu.
- eþa
HUGSANLEG RISASAMEINING Leiddar
eru að því líkur í norskum fjölmiðlum að
Cermaq, Fjord Seafood og Pan Fish renni
saman í risafiskeldis- og fóðurframleið-
anda.
Kaupsamningur afhentur
Bjóðendur í Símann fá aukadaga til þess að viða
að sér upplýsingum í gagnaherbergi í næstu viku.
Einkavæðingarnefnd hefur af-
hent þeim, sem ætla væntanlega
að bjóða í Símann, drög að kaup-
samningi. Jón Sveinsson, for-
maður nefndarinnar, segir þetta
gert til þess að kaupsamn-
ingurinn verði í stórum dráttum
tilbúinn þegar tilboð í Símann
verða opnuð. Þangað til hafi bjóð-
endur frest til þess að senda inn
athugasemdir við kaupsamn-
inginn. Stefnt er að opnun tilboða
um mánaðamót júlí og ágúst.
Jón segir þetta vera síðustu
vikuna sem áætlað er að fjár-
festar fái að viða að sér upp-
lýsingum um rekstur Símans í
svokölluðu gagnaherbergi. Þó
verði bætt við dögum í næstu viku
þar sem viðbótarupplýsingar, sem
fjárfestar hafa óskað eftir, munu
liggja fyrir. Einkavæðingarnefnd
hafi hlustað á þær óskir og reyni
að koma til móts við fjárfesta.
Jón vill ekki staðfesta að ein-
hver hópur fjárfesta hafi heltst úr
lestinni og ætli ekki að skila inn
bindandi tilboði. Vissulega sé mis-
mikill áhugi á því að halda áfram.
Þetta komi í ljós þegar hóparnir
verði fullmyndaðir tveimur
vikum áður en tilboðsfrestur
rennur út. – bg
JÓN SVEINSSON Fjárfestum gefnir við-
bótardagar í gagnaherbergi Símans.
Launavísitalan hækkaði í maí
um 0,6 prósent, segir á vef Hag-
stofunnar. Greiningardeild Ís-
landsbanka segir ástæðu
hækkunarinnar vera samnings-
bundna launahækkun ríkis-
starfsmanna. Að öðru leyti hafi
laun nánast staðið í stað.
Laun hafa hækkað um tæp
sjö prósent í landinu undan-
farna tólf mánuði en verðbólgan
var tæp þrjú prósent á tíma-
bilinu og hefur því étið upp
stórt hlutfall launahækkana. -jsk
Skammtímasjó›ur er fjárfestingarsjó›ur skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i.
Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings Búna›arbanka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera
áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin
í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari
uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í
útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is.
* Nafnávöxtun sl. 12 mánu›i m.v. 31.05.2005
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
16
3
6
0
– kraftur til flín!
S K A M M T Í M A S J Ó ‹ U R
9, 1%
*
Skammtímasjó›ur er gó›ur kostur fyrir flá sem vilja
áhættulitla fjárfestingu og verja sig gegn ver›bólgu.
Enginn munur er á kaup-og sölugengi eftir 30 daga.
Innstæ›an er alltaf laus til útborgunar.