Fréttablaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 42
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN18
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Iðunn Eir Jónsdóttir starfar hjá
fjórða besta viðskiptaháskóla í
heimi, IESE í Barcelona á
Spáni. Iðunn fór fyrst út til
MBA-náms við skólann en
ílengdist og hóf störf við IESE
eftir að námi lauk. Í dag hefur
hún yfirumsjón með svoköll-
uðum Management Programs
og tjáði Jóni Skaftasyni í léttu
spjalli að nám við skólann
opnaði nemendum ýmsar dyr.
Iðunn Eir Jónsdóttir er Íslendingur sem star-
far hjá IESE-háskólanum á Spáni. IESE er
mikilsvirtur skóli og er samkvæmt lista Fin-
ancial Times fjórði besti viðskiptaháskóli í
veröldinni.
Iðunn hefur verið viðloðandi skólann lengi
en til Barcelona kom hún fyrst fyrir tíu árum
til MBA náms við skólann. Iðunn fór ekki
troðnar slóðir þegar hún ákvað að nema við
skólann: ,,Það var nú ekki jafn mikil aðsókn í
MBA nám þegar ég ákvað að fara. Nú er hins
vegar raunin önnur, margir virðast sækja í
þetta og framboðið af MBA-námi mikið“.
Iðunn mælir hiklaust með því að fólk læri
erlendis: ,,Þar hittirðu fólki alls staðar að úr
heiminum. Fólk kynnist og lærir hvert af
öðru, auk þess sem það myndar viðskipta-
tengsl“.
Svo mikla athygli vakti Iðunn þegar hún
nam við skólann að þegar námi lauk, árið
1997, var henni boðið að dvelja áfram og að-
stoða einn kennaranna, Pedro Nueno, við
rannsóknir.
RÁÐGJAFARSTÖRF
Iðunn segir Nueno hafa gefið henni nokkuð
frjálsar hendur. Hún hafi unnið mikið að því
sem kallast „case-studies“, og felst í að fólk
kynnir sér starfsemi tiltekins fyr-
irtækis og greinir hana í
þaula. Iðunn greindi til að
mynda danska leikfanga-
risann Lego og vakti
greiningin slíka athygli að
prófessor Nueno birti hana í
einni bóka sinna: ,,Prófessor Nu-
eno er einn af þekktari kennurum skólans og
kann sitt fag svo sannarlega. Hann er eigin-
lega mentorinn minn“, segir Iðunn og greini-
legt að hún kann prófessornum miklar þakk-
ir.
Starf Iðunnar hefur þó ekki einskorðast
við hið fræðilega því hún hefur einnig unnið
ráðgjafarstörf á vegum skólans. Hún var
meðal annars í hópi sem aðstoðaði Suður-
Afríska fyrirtækið Barloworld við að ákveða
hvar í Suður-Ameríku væri fýsilegast að setja
upp starfsemi.
Barloworld er eitt af stærstu fyrirtækjum
Suður-Afríku og er með starfsemi í 52 lönd-
um; er meðal annars umboðsaðili fyrir Cater-
pillar vörumerkið og sér um rekstur bílaleig-
unnar Avis: ,,Við fengum 27 æðstu mennina
hjá fyrirtækinu á okkar fund í Jóhannesar-
borg, flugum svo til Suður-Ameríku og áttum
fundi með fólki úr viðskiptalífinu í Chile,
Argentínu og Brasilíu. Þegar þangað kom
heimsóttum við fyrirtæki, mynduðum við-
skiptatengsl og síðan hjálpuðum við Bar-
loworld við ákvarðanatöku. Það sem út úr
þessu kom var að fýsilegast væri fyrir Barlo-
world að setja upp starfsemi í Mexíkó“.
VINNA NÁIÐ MEÐ HARVARD
Fyrir tveimur árum tók Iðunn að sér að setja
upp námskeið sem kallast Advanced Mana-
gement Programs og Program for Mana-
gement Development: ,,Þessi
námskeið eru vel þekkt en
áður var einungis boðið
upp á kennslu á spæn-
sku. Ég tók að mér að
markaðssetja námskeiðin
fyrir erlendan markað“.
Námskeiðin
eru hugsuð fyrir yfirmenn
fyrirtækja og annað fólk
sem hefur náð langt í við-
skiptalífinu. Alls er kennt í
sex vikur, eina viku í
mánuði, nemendur geta því
flogið til síns heima á milli
óski þeir þess: ,,Það eru
gríðarlega ströng inntöku-
skilyrði. Við metum fyrir-
tækin sem fólk starfar hjá,
hvort um stórfyrirtæki eða
frumkvöðlastarfsemi er að
ræða og svo framvegis. Fólk
kemur alls staðar að, núna
síðast vorum við með 29
nemendur frá 18 löndum“.
IESE vinnur náið með
hinum virta bandaríska há-
skóla Harvard. Skólarnir
hafa reglulega kennara-
skipti, og eru flestir kennara
IESE með doktorsgráðu frá
Harvard Business School.
Aðferðafræði skólanna er líka sú sama:
,,Uppsetning námsins er svipuð í skólunum
tveimur. Í stað þess að nemendur sitji bara og
hlusti á kennara lesa upp af glærum er hvatt
til virkrar þátttöku. Fólk er látið greina mál
og niðurstöðurnar svo ræddar í tímum“.
NÁMIÐ OPNAR DYR
Iðunn ber titilinn Director of Management
Programs og undir henni starfa tólf manns.
Fjórir við skrifstofustörf, auk kennaranna.
Iðunn segir andann í skólanum frábæran:
,,Prófessorarnir koma allir utan frá, úr við-
skiptalífinu, og eru því ekki
jafn inngrónir og annars
kynni að verða. Þeir eru líka
mjög duglegir að um-
gangast nemendur utan
skólatíma, fara með þeim út
að borða og slíkt. Margir
nemendur hafa sagst líta á
prófessorana frekar sem
vini en kennara eftir dvöl-
ina í skólanum“.
Hún segir námið gagnast
nemendum á óteljandi vegu.
Fólk styrki vináttubönd og
myndi viðskiptastengsl:
,,Algengt er að fólk skipti
um starf eftir námið, hvort
sem það hækkar í tign innan
fyrirtækis síns eða leitar á
önnur mið. Það er raunar
ekki óalgengt að nemendur
við skólann fari út í við-
skipti saman“.
Iðunn segir að skólinn
reyni hvað hann geti til að
halda tengslin við nemendur eftir að námi
lýkur auk þess sem nemendum er hjálpað til
að halda tengsl sín á milli: ,,Við erum í
nánum tengslum við þá sem hafa lokið námi.
Það eru 28 þúsund útskrifaðir nemendur
dreifðir um allan heim og það eitt að geta
sagst hafa numið við IESE getur opnað
ýmsar dyr“.
Hádegisverður fyrir tvo
á Vegamótum
Saltfiskur á spænska vísu
Sesar salat a la Vegamót
Drykkir:
Sódavatn með sítrónu
Verð: kr. 3.280
▲
H Á D E G I S V E R Ð U R I N N
Með Iðunni Eir
Jónsdóttur
Director of General Management
Programs hjá IESE-háskóla
A U R A S Á L I N
Iðunn Eir Jónsdóttir
Stýrir almennum stjórnunarnámskeiðum
við IESE háskólann í Barcelona,
þar sem hún hefur búið og starfað
í tíu ár.
IÐUNN JÓNSDÓTTIR Mælir með því að fólk fari utan til framhaldsnáms. Ómetanlegt sé að kynnast og læra af nýju fólki.
Hún segir ekki óalgengt að fólk sem numið hafi við skólann fari út í viðskipti saman.
Algengt er að fólk skipti um starf eftir námið, hvort sem það hækkar í
tign innan fyrirtækis síns eða leitar á önnur mið. Það er raunar ekki
óalgengt að nemendur við skólann fari út í viðskipti saman
Námið getur opnað ýmsar dyrAurasálin er
ekki til sölu
Eftir að Aurasálin byrjaði að skrifa
pistla í Markaðinn hefur ekki vant-
að tækifæri til spillingar. Fjölmörg
fyrirtæki og einstaklingar hafa
sett sig í samband við Aurasálina
og boðið henni fúlgur fjár til þess
að fá umfjöllun um sig. Óvandaðri
sálir hefðu án ef látið undan þess-
um þrýstingi en Aurasálin var val-
in til þess að skrifa þessa pistla
sökum þess að enginn efast um
siðferðislegt upplag hennar.
Þrátt fyrir annálaðan heiðarleika og
skapgerðarstyrk hefur borið á því
að fólk hafi haldið því fram að
Aurasálin sé til sölu og sakað hana
um að ganga erinda tiltekinna við-
skiptajöfra í íslensku atvinnulífi.
Ekkert gæti verið fjær sanni.
Aurasálin hefur ætíð gagnrýnt þá
viðskiptajöfra sem farið hafa
offari og bent þeim á að sýna nær-
gætni og tillitssemi í okkar litla og
viðkvæma samfélagi.
Vissulega er það svo að flestir við-
skiptajöfrar landins eru góðir vinir
Aurasálarinnar. Aurasálinni er boð-
ið í hinar ýmsu kynnisferðir og
veislur þar sem hún fær tækifæri
til að spjalla við hina og þessa
mektarmenn í viðskiptalífinu um
alla heima og geima. Aurasálin
hefur gaman af því að vera vinur
Bjögganna, Jóns Ásgeirs, Engey-
inganna, Kalla Werners, Robba
Wessmanns, Grjóna og Dóra í
Lansanum, Hannesar Smára, Óla
Óla og Pálma í Feng. Þetta eru allt
góðir vinir Aurasálarinnar.
En þessir gaukar vita auðvitað
mæta vel að vinátta Aurasálarinn-
ar þýðir ekki að hún muni hlífa
þeim við hárbeittum penna réttlæt-
isins. Þess vegna hafa þeir vit á því
að vera góðir við Aurasálina og
bjóða henni í veislur og mann-
fagnaði þar sem boðið er upp á létt-
ar veitingar og létt spjall. Með
slíku samneyti er hægt að eyða tor-
tryggni en á sama hátt getur tor-
tryggnin blossað upp ef samskiptin
milli Aurasálarinnar og viðskipta-
jöfranna súrna.
Aurasálin gengur ekki erinda ein-
staka auðmanna í skrifum sínum.
Hún gengur aðeins erinda þeirra
auðmanna sem hún hefur sérstaka
velþóknun á og hafa sýnt að þeim
sé treystandi til að fara með mikil-
væg hlutverk í samfélaginu eða
eru líklegir, sökum ætternis eða
fjölskyldutengsla, til að fara vel
með þau völd sem þeim eru falin.
Hæfileikar Aurasálarinnar til þess
að greina sannleikann eru meðal
mikilvægustu eiginleika hennar og
er grundvöllur trúverðugleika
hennar. Þeir vaða í villu sem halda
því fram að ósamræmi sé á milli
þess að Aurasálin sé annars vegar
einn besti vinur íslenskra við-
skiptajöfra og hins að hún gagn-
rýni þá harðlega. Í þessu felst ekki
þversögn. Vinur er sá sem til
vamms segir. Þá, sem halda því
fram að Aurasálin sé ótrúverðug
vegna vináttu við auðmenn lands-
ins, skortir þá djúpstæðu þekkingu
á íslensku viðskiptalífi, pólitík og
sögu sem einkenna skrif og hugs-
anir Aurasálarinnar.