Fréttablaðið - 29.06.2005, Side 66
SÍMI 551 9000
400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 14 ára
★★★
ÓÖH DV
Sýnd kl. 5,40, og 8 B.i. 16 ára
„Skotheld frá A-Ö“
„Afþreying í
hæsta klassa“
★★★ 1⁄2 K&F- XFM
★★★ Blaðið
„Þrælgóð
skemmtun“
★★★ Ó.Ö.H. DV
★★★★ Þ.Þ. FBL
Yfir 27.000 gestir!
★★★
MBL
Sýnd kl. 6, 8.30 og 10.40
Hinn eini rétti
Hefur aldrei verið eins rangur!
Frábær gamanmynd sem fór beint
á toppinn í USA.
★★★★★ Fréttablaðið
★★★★1/2 kvikmyndir.is
★★★★ MBL
★★★★ X-FM
★★★1/2 SJ Blaðið 1/2
★★★1/2 Kvikmyndir.com Yfir 38.000 gestirAðsóknarmestamynd ársins
Sýnd kl. 6 og 9 B.i. 16 ára
★★★ HL MBL
Sýnd kl. 10.10 B.i. 16 ára
SÍÐUSTU SÝNINGAR
SÍÐUSTU SÝNINGAR
★★★ ÓÖH DV
ÚTSALAN ER HAFIN!
www.tvolif.is
Heimurinn hrifsa›ur úr hendi jar›arbúa
Í kvöld verður nýjasta
kvikmynd Steven Spiel-
berg, War of the Worlds,
frumsýnd en hún er
byggð á samnefndri
skáldsögu H.G Wells sem
kom út árið 1898. Í aðal-
hlutverkum eru þau Tom
Cruise, Dakota Fanning
og Tim Robbins.
Söguþráður War of the Worlds er
á þá leið að hafnarverkarmaður-
inn Ray Ferrier fær óvænta
heimsókn frá fyrrverandi eigin-
konu sinni og eiginmanni hennar.
Ray þarf að sjá um börnin sín tvö
yfir eina helgi því þau ætla að
bregða sér út úr bænum.
Skömmu síðar brestur á stormur
með eldingum. Fyrr en varir
kemur þrífætt stríðsvél utan úr
geimnum upp úr jörðinni og
eyðileggur allt í kringum sig. Á
þeirri stundu verður ljóst að
þessar geimverur eru ekki
komnar til þess að eignast vini
heldur ætla þær að útrýma öllu
lífi á jörðinni. Ferrier neyðist því
til að gera allt sem í hans valdi
stendur til að halda lífi í börnun-
um sínum. Ray Ferrier er alls
engin hetja og það var heldur
aldrei ætlunin. Ferrier er maður
á flótta sem vill halda fjölskyldu
sinni á lífi. Steven Spielberg
sagði enda strax við Tom Cruise,
sem leikur Ray, að hann langaði
til að gera kvikmynd með honum
þar sem Cruise væri ekki maður-
inn sem bjargaði málunum.
Ekki venjulegar Spielberg –
geimverur
War of the Worlds er ekki fyrsta
kvikmynd Spielbergs um geim-
verur og kynni jarðarbúa af þeim.
Close Encounters of the Third
Kind fjallaði um frekar vinaleg
samskipti jarðarbúa og geimvera.
E.T varð árið 1982 fjölskylduvin-
ur allra og setningin „E.T, phone
home“ fékk ófáa til að fella tár.
Það má því segja að Spielberg
vendi kvæði sín í kross með War of
the Worlds, því geimverurnar í
myndinni eru langt frá því að vera
vingjarnlegar. Myndin er því sögð
endurspegla þann mann sem Spiel-
berg er í dag og hverslags heims-
sýn hann hefur. Sjálfur segist Spi-
elberg hafa langað til þess að gera
ógnvekjandi kvikmynd með
hræðilegum geimverum, eitthvað
sem hann hefur ekki gert áður.
Versti óvinur heimsenda-
mynda eru klisjur sem fá áhorf-
endur oft til að snúast gegn mynd-
unum. Hversu oft hefur ekki
frægum byggingum á borð við
Hvíta húsinu Frelsisstyttunni eða
Manhattan-eyjunni verið eytt?
Handritaliðið ásamt Spielberg bjó
því til lista yfir þau atriði sem
ekki ættu að vera í myndinni. Spi-
elberg var harðákveðinn í að
hvorki sögulegar né frægar bygg-
ingar yrðu eyðilagðar, engin atriði
með hershöfðingjum að ýta til
skipum á korti eða fréttamenn að
taka myndir af eyðileggingu.
„Enga Marsbúa heldur, við höfum
farið til Mars og þar er enginn,“
lét Spielberg hafa eftir sér.
Stóru karlarnir í Hollywood
Steven Spielberg er án nokkurs
vafa einn allra vinsælasti leik-
stjórinn í sögu Hollywood. Fyrsta
kvikmynd hans í fullri lengd var
Sugarland Express með Goldie
Hawn og var hún valin til að
keppa um gullpálmann í Cannes.
Næsta mynd hans lagði síðan
grunn að nánast óstöðvandi vel-
gengni en það var kvikmyndin
Jaws. Síðan þá hefur Spielberg
trekkt kvikmyndahúsagesti á
myndir sínar undanfarna áratugi
og nægir þar að nefna Indiana Jo-
nes-myndirnar og Saving Private
Ryan, að ógleymdri Óskarsverð-
launamynd hans Schindler's List.
Þetta er í annað skiptið sem
Tom Cruise og Steven Spielberg
vinna saman en þeir gerðu síðast
Minority Report. Cruise hefur
þrisvar verið tilnefndur til Ósk-
arsverðlauna. Hann sló í gegn í
kvikmyndinni Risky Business
árið 1983. Hann varð alþjóðleg
ofurstjarna eftir að hafa þeyst
um, til skiptis, á mótórhjóli og orr-
ustuflugvél í Top Gun.
Ólíkt öðrum sem hafa toppað
snemma á ferlinum þá hefur Cru-
ise hvergi slegið slöku við heldur
tekið sér stöðu meðal valdamestu
manna í Hollywood. Hann hefur
samfara kvikmyndaleik framleitt
nokkrar kvikmyndir þar á meðal
Mission:Impossible myndirnar
auk kvikmynda á borð við Vanilla
Sky, Narc og The Last Samurai.
Það er Dakota Fanning sem
leikur Rachel Ferrier, dóttur Cru-
ise en þessi unga leikkona hefur
sýnt góð tilþrif í myndum á borð
við I Am Sam með Sean Penn og
Man on Fire með Denzel Was-
hington. Þá hefur hún leikið í
þáttaröðum á borð við The Pract-
ice, Malcolm in the Middle og
Spin City. freyrgigja@frettabladid.is
TOM CRUISE Leikur Ray Ferrier sem
reynir af öllum mætti að halda fjölskyldu
sinni á lífi
STEVEN SPIELBERG Það er óhætt að
segja að Spielberg sé gullkálfur í
Hollywood. Þetta er þó í fyrsta skipti sem
geimverur í mynd hans eru óvinveittar.
OFSAHRÆÐSLA Ógnvænlegar geimverur gera árás á jörðina til þess að ná henni undir sig