Fréttablaðið - 29.06.2005, Page 10

Fréttablaðið - 29.06.2005, Page 10
10 29. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Neytendasamtökin í mál við eitt olíufélaganna: Krefjast bóta vegna samrá›s VIÐSKIPTI Á morgun verður þing- fest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál félagsmanns Neytendasam- takanna á hendur einu olíufélag- anna vegna meints taps af ólög- legu verðsamráði þeirra. Eggert Bjarni Ólafsson, lögmaður mannsins í málinu, sagði í gær ekki búið að negla niður á hend- ur hverju olíufélaganna þriggja, Esso, Ólís eða Skeljungs, málið yrði höfðað. Hann sagði þó ákveðnar líkur á að það yrði Ol- íufélagið, Esso. Kristinn Hallgrímsson, lög- maður Olíufélagsins, segir að félaginu hafi verið sent eitt inn- heimtubréf, sem borið hafi þess merki að þar gæti verið á ferð mál sem Neytendasamtökin hafi tekið upp á sína arma. „En því bréfi er búið að svara og hafna kröfunum,“ segir hann. Að sögn Jóhannesar Gunn- arssonar, formanns Neytenda- samtakanna, annast samtökin málið fyrir félagsmann sinn. „Og ef málið tapast þá berum við kostnað af málarekstrinum,“ segir hann. Vinnist málið, sem er nokk- urs konar prófmál, er viðbúið að nokkur mál fylgi í kjölfarið frá fleirum og eins á hendur hinum olíufélögunum. -óká Fyrsta kjarnasamrunaveri› ver›ur reist í Frakklandi N‡r og byltingarkenndur orkugjafi gæti veri› í sjónmáli ef tilraunir me› kjarnasamrunaofn skila árangri. Ákve›i› hefur veri› a› verja 830 milljör›um króna í smí›i eins slíks í Frakklandi. VÍSINDI Frakkland hefur verið val- ið til þess að hýsa kjarnasam- runaofn sem nýta á í tilrauna- skyni. Afar vandasamt er að framkalla og stýra kjarnasam- runa en skili vinnslan árangri er kominn fram orkugjafi sem tal- inn er umhverfisvænni en flest- ar aðrar orkuvinnsluaðferðir. Bandaríkin, Japan, Suður- Kórea, Rússland og Kína, auk Evrópusambandsins, standa að þessu umfangsmikla verkefni. Verja á um 830 milljörðum króna í byggingu og rekstur versins og möguleiki er á að allt að tíu þús- und ný hálaunastörf verði til í tengslum við verkefnið. Því hef- ur samkeppnin um hvar byggja eigi tilraunastöðina verið hörð. Japanar sóttu fast að fá ofninn til sín en féllust svo á að hann yrði byggður í Cadarache, nærri Marseille í Frakklandi, gegn því að Japanar fái að vinna fimmt- ung sérfræðistarfa í verinu. Í hefðbundnum kjarnorkuver- um er rafmagn framleitt með kjarnaklofnun. Við kjarnasam- runa eru hins vegar vetnissam- sætur látnar renna saman en þá losnar gífurleg orka úr læðingi. Því eru vetnissprengjur mun öfl- ugri en venjulegar kjarnorku- sprengjur. Miklar vonir eru bundnar við kjarnasamruna sem framtíðar- orkugjafa. Eldsneyti til kjarna- samruna má finna hvarvetna í umhverfinu, til dæmis í vatni. Samkvæmt BBC er talið er að úr einu kílói af kjarnasamrunaelds- neyti megi fá jafn mikla orku og úr 10.000 tonnum af jarðelds- neyti. Kjarnorkuúrgangurinn sem fellur til við vinnsluna er frekar lítill um sig og auk þess tekur það hann mun skemmri tíma að brotna niður en úrgang sem verður til vegna kjarna- klofnunar. Við þetta má svo bæta að engar gróðurhúsalofttegundir verða til við vinnsluna. Tilraunir eru þó vandkvæðum bundnar því þær krefjast þess að gas sé hitað í meira en hundrað milljón gráður sem er margfald- ur hiti miðju sólar þar sem stöð- ugur kjarnasamruni fer fram. Slíkan hita er útilokað að fram- leiða við eðlilegar aðstæður á jörðinni og því færi vinnslan fram í sérstöku rafsegulsviði. Umhverfisverndarsamtök eru vantrúuð á að kjarnasamruni sé eins skaðlítill umhverfinu og for- mælendur verkefnisins halda fram. Þeir benda auk þess á Cad- arache sé á jarðskjálftasvæði. annat@frettabladid.is Auga fyrir auga: Dæmdur til a› blindast ÍRAN Íranskur dómstóll hefur úr- skurðað að maður á þrítugsaldri skuli blindaður. Þegar maðurinn var táningur lenti hann í átökum sem lyktaði með því að hann sletti sýru í andlit ann- ars unglings og missti sá sjónina. Dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að lögmálið um „auga fyrir auga“ ætti að gilda og því skyldi sýru hellt í augu mannsins. Áfrýjunardóm- stóll dæmdi hins vegar að hann skyldi blindaður með skurðaðgerð. Amnesty International hefur fordæmt dóminn. Breska blaðið Independent bendir hins vegar á að slíkum refsingum sé sárasjaldan fullnægt. ■ Þingeyjarsveit: N‡ slökkvi- bifrei› SLÖKKVILIÐ Ný og öflug slökkvibif- reið, af gerðinni Ford F550, var formlega tekin í notkun hjá Slökkviliði Þingeyjarsveitar síð- astliðinn sunnudag. Bifreiðin, sem kostaði 11,7 milljónir króna án virðisaukaskatts, er búin há- þrýstidælu, ber tvö tonn af vatni og í henni eru sæti fyrir sex manns. MT-bílar í Ólafsfirði smíð- uðu slökkvibifreiðina og var þetta þriðja bifreiðin sömu gerðar sem fyrirtækið smíðar. - kk LEIÐRÉTTING MEÐ BROS Á VÖRUM Oddviti Þingeyjar- sveitar, Ásvaldur Æ. Þormóðsson, afhendir slökkviliðsstjóranum, Friðriki Steingríms- syni, lyklana að bifreiðinni. Hugmyndir Gunnars I. Birgisson- ar bæjarstjóra að óperuhúsi í Kópavogi gerir ráð fyrir 2.500 fermetra húsi, ekki 250 fermetra húsi líkt og misritaðist í gær. CADARACHE Í FRAKKLANDI Mörg ríki bitust um kjarnasamrunaofninn en Frakkar hrepptu að lokum hnossið. Búist er við að ofninn verði tilbúinn eftir um áratug. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P JÓHANNES GUNNARSSON Formaður Neyt- endasamtakanna segir samtökin reka mál félagsmanns síns á hendur einu olíufélag- anna og bera kostnað af málarekstrinum fari svo að málið tapist í héraði. SKYGGNST EFTIR BRÁÐ Þessi bláhegri skimaði rogginn eftir bráð sinni þar sem hann húkti á þaki báts í Bresku Kólumbíu, Kanada í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.