Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 12
Íslendingar mega eiga það að
ríkið passar vel upp á þá. Ríkið
segir sjálfráða fólki að bíða með
áfengiskaup til tvítugs (án þess
að geta sagt því að bíða með
áfengisdrykkju). Ríkið segir
sjálfráða fólki að ef það setur
ákveðin efni í sinn eigin líkama
megi það búast við fésektum og
fangelsisvist. Ríkið vill ekki að
tóbak sjáist í verslunum því ein-
hver opinber starfsmaðurinn
heldur að sýnileikinn hafi áhrif
á tóbaksnotkun sjálfráða ein-
staklinga eða freisti þeirra
yngri upp að því marki að þeir
ákveði að hefja tóbaksneyslu.
Ríkið er allt í kring og alltaf til-
búið að taka ákvarðanir fyrir
okkur ef við lendum í sálarstríði
við eigin skynsemi og rökhugs-
un.
Margir hvatar liggja bak við
forræðishyggju stjórnvalda.
Einn af þeim stærri er fjárhags-
legur. Á Íslandi ríkir einokun
ríkisins víða. Ríkið er svo gott
sem einrátt í rekstri skóla,
sjúkrastofnana og vega og hefur
þar af leiðandi hag af því að sem
fæstir reynist rekstrinum dýr
baggi. Ökumenn þurfa ekki að
velja á milli þess að spenna belt-
in eða ekki því örkumla öku-
menn eru dýr baggi á heilbrigð-
iskerfinu. Reykingamenn taka
enga ábyrgð á afleiðingum
neyslu sinnar þegar allir borga
reikninga heilbrigðiskerfisins í
sameiningu og því þarf að herða
sem mest að þeim í von um að
þeir einfaldlega gefist upp og
hætti að reykja. Þótt drykkja
sér ekkert sérstakt útgjalda-
vandamál fyrir ríkið, og líklega
þvert á móti, þarf samt að herða
að fólki sem nýtur þess að fá sér
í glas í mismiklum mæli. Annað
væri hreint ábyrgðarleysi af
hálfu stjórnmálamanna, ekki
satt?
Hver er svo árangurinn af
allri þessari forræðishyggju?
Íslendingar drekka enn eins og
svín enda ekki von til annars
þegar áfengissopinn kostar
hærra hlutfall af heildarútgjöld-
um landsmanna en dæmi eru um
í hinum vestræna heimi, og því
um að gera að nota tækifærið og
detta rækilega í það. Reykingar
eru litlu minni á Íslandi en til
dæmis í Danmörku þar sem tó-
baksverð er helmingur þess á
Íslandi og sýnileiki með ein-
dæmum mikill í öllum verslun-
um. Danir virðast einnig þola
stanslaust flóð áfengisauglýs-
inga fyrir bæði sterkt og létt vín
án þess að falla um flöskuna í
hverri búðarheimsókn. Þó má
kaupa hvaða áfengi í hvaða búð
sem er í Danmörku og unglingar
allt niður í 16 ár geta keypt sér
bjór án þess að þurfa búast við
því að lögreglan dragi athyglina
frá ofbeldisglæpum til að geta
hellt niður hinum löglega
neysluvarningi.
Annað sem Danir virðast
einnig þola en ekki Íslendingar
eru fjárhættuspil í ætt við póker
og kotru. Annar hver þáttur í
dönsku sjónvarpi er kostaður af
einhverri heimasíðunni sem
býður fólki að leggja fé undir í
hinum ýmsu spilum og vegna
hinna ýmsu íþróttakappleikja.
Undirritaður sér ljóslifandi fyr-
ir sér hvernig íslenskir forræð-
ishyggjumenn myndu demba
sér á netið til þess að leggja fjöl-
skyldusparnaðinn undir á fullt
hús eftir að hafa horft á tvær
þáttaraðir með Simpsons-fjöl-
skyldunni í boði veðmál punktur
is. Meira þarf jú ekki til.
Fyrir skömmu spurði 17 ára
frænka undirritaðs góðrar
spurningar: „Ef maður er 18
ára, býr einn, vill búa til sósu og
vantar vín í sósuna þá þarf mað-
ur að láta einhvern eldri kaupa
vínflöskuna. Er ólöglegt að búa
sósu?“ Okkar ágætu fóstrur á
Austurvelli gætu kannski svar-
að þessari spurningu betur en
undirritaður, en svarið hlýtur að
vera já: Sósugerð er ekki ætluð
þeim sem hafa ekki náð tvítugs-
aldri nema þeir búi með ein-
hverjum eldri, eða hafi greið-
vikna fóstru á heimilinu.
Nú er vitað mál að margir
gætu ekki hugsað sér að rýmka
íslenska löggjöf of mikið þegar
kemur að málefnum vímuefna,
bílbelta og sósugerðar. Hættan
er er hins vegar sú að þegar rík-
ið byrjar á annað borð að ganga
gegn rétti frjálsra og fullorð-
inna einstaklinga til að ráðstafa
líkama sínum og eigum eftir
eigin geðþótta er líklegt að
mörkin verði aldrei dregin.
Frelsið tapast jafnan í smáum
skrefum og ef ekki er hafður
varinn á er hætt við að lítið
verði eftir af því þegar upp er
staðið. Heilbrigð tortryggni
gagnvart ríkisvaldinu og þeim
ákvörðunum sem það tekur fyr-
ir sjálfráða einstaklinga er því
ætíð holl. Ella er hætt við að
fóstruríkið færist enn lengra í
öfuga átt við þær hugsjónir sem
liggja bak við frelsisákvæðum
stjórnarskrár okkar. ■
Fréttablaðið birtir í dag ákæruna í Baugsmálinu, skýr-ingar lögmanna sakborninga við einstaka ákæruliðumog viðtöl við Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhann-
esson. Umfjöllunin birtist á átta blaðsíðum í miðopnu Frétta-
blaðsins. Fréttablaðið hefur ekki fengið útskrift af notkun
kreditkorta, sem er hluti ákærunnar. Efnistök sem þessi
hafa ekki áður verið unnin af Fréttablaðinu en þekkjast í
öðrum fjölmiðlum.
Áður en ákvörðun var tekin um birtingu varð ritstjórn
Fréttablaðsins að svara nokkrum spurningum. Sú sem var
erfiðast að svara lýtur að Siðaskrá Fréttablaðsins, en í henni
segir meðal annars: „Enginn fær send afrit af óbirtu efni. Ef
viðmælendur óska, eru lesnar upp fyrir þá þeir kaflar, þar
sem vitnað er í þá sjálfa í beinni eða óbeinni ræðu. Ekki er
aflað viðtals með því að gefa kost á ritskoðun viðtalsins.“
Frá þessari annars ófrávíkjanlegu reglu var vikið vegna
viðtalanna við Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson.
Viðtölin voru send lögmönnum þeirra til yfirlestrar án þess
að samþykkt væri ritskoðun eða vikið yrði frá upphaflegum
texta með þeim hætti að innihald upphaflega textans breytt-
ist í meginatriðum. Allt sem þeir sögðu í viðtölunum við
blaðamenn og mikla þýðingu hefur er því í viðtölunum eins
og þau birtast lesendum Fréttablaðsins. Til að gera svo
veigamikla breytingum á vinnureglum þarf margt að koma
til. Í ljósi þess að viðmælendurnir eru ákærðir menn í um-
fangsmiklu sakamáli og staða þeirra þess vegna viðkvæm
var fallist á að lögmenn læsu viðtölin fyrir birtingu.
Eflaust er óþarft að taka fram að Jóhannes Jónsson og Jón
Ásgeir Jóhannesson eru meðal helstu eigenda útgáfufélags
Fréttablaðsins. Staða Fréttablaðsins við birtingu þessa efnis
kann því að vera gagnrýni verð. Það er mat ritstjórnar
Fréttablaðsins að láta eignarhaldið ekki hafa óæskileg áhrif,
ekki nú frekar en áður, og birta allt það sem Fréttablaðið
hefur um málið og viðtölin við feðgana Jóhannes og Jón Ás-
geir.
Með þeirri ákvörðun er lesendum Fréttablaðsins gert
kleift að lesa ákæruna, fyrstu viðbrögð við henni og viðtöl
við þá tvo menn sem sæta einna alvarlegustu ákærunum.
Það er mat ritstjórnar að það sé skylda Fréttablaðsins að
birta efni sem þetta, en eins og lesendur vita hefur Frétta-
blaðið mun meiri útbreiðslu en aðrir fjölmiðlar og þess
vegna er ábyrgð þess mikil. Henni er sinnt með því að leggja
mál á borð lesenda. Vissulega vantar rökstuðning ákæru-
valdsins en hann mun koma fram innan skamms, þegar
málið fær lögbundna meðferð fyrir Héraðsdómi Reykja-
víkur. ■
13. ágúst 2005 LAUGARDAGUR
SJÓNARMIÐ
SIGURJÓN M. EGILSSON
Í miðopnu Fréttablaðsins eru ákærurnar í
Baugsmálinu og viðbrögð við einstaka ákæruliðum.
Birting ákæru í
Fréttabla›inu
FRÁ DEGI TIL DAGS
Á›ur en ákvör›un var tekin um birtingu var› ritstjórn Frétta-
bla›sins a› svara nokkrum spurningum.
Fóstruríki› Ísland
Íslandslýsing
Ekkert skáld hefur lýst náttúru og sögu
Íslands á jafn tilþrifamikinn hátt og
Jónas Hallgrímsson í ljóðum sínum, en
Jónas var sem kunnugt er einnig nátt-
úrufræðingur að mennt og áhugamað-
ur um sögulegan fróðleik. Ljóðin voru í
hans huga engan veginn fullnægjandi
lýsing á landi og þjóð. Árið 1838, sama
árið og Fjölnir birti Gunnarshólma, bar
Jónas upp þá tillögu í Hafnar-
deild Bókmenntafélagsins að
kosin yrði nefnd manna
sem falið yrði „að safna öll-
um fáanlegum skýrslum,
fornum og nýjum, er lýsi Ís-
landi eður einstökum
héröðum þess og undir-
búa svo til prentunar nýja
og nákvæma lýsing á Íslandi“ eins og
hann komst að orði.
Sýslumenn og prestar
Jónas segir í tillögunni að umfram allt
ætti nefndin að láta sér annt um að fá
greinilegar „lýsingar á hverri einstakri
sveit, er best mundi heppnast með því
að skrifast á við alla presta og aðra
fróða og skynsama menn um allt land-
ið og biðja hvern fyrir það sem honum
væri kunnugast“. Tillagan fékk góðar
undirtektir og var hafist handa um Ís-
landslýsingu þessa vorið 1839, þegar
send voru fyrirspurnarbréf til sýslu-
manna, sóknarpresta og prófasta
um land allt. Þetta var fyrir daga
tölvupóstsins, og það tók all-
nokkurn tíma að innheimta svör-
in. Þau bárust flest á árunum 1839-
1842, og eftir ítrekanir komu hin síð-
ustu árið 1873.
Merkileg heimild
Svarbréfin eru merkileg heimild um
sögu og landafræði Íslands. En það
hefur því miður tekið enn lengri tíma
að prenta þau en innheimta. Þau hafa
verið að koma út í áföngum á löngu
árabili, og nú í vikunni kom út loka-
bindið á vegum Sögufélags og Ör-
nefnastofnunar. Fjallar það um Mýra-
og Borgarfjarðarsýslur. Umsjón með út-
gáfunni höfðu þær Guðrún Ása Gríms-
dóttir og Björk Ingimundardóttir. Ætti
enginn áhugamaður um sögu og
landafræði Íslands að verða svikinn af
lestrinum.
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 –
prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
LESTU GREININA Á VISIR.IS
OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA
GEIR ÁGÚSTSSON
VERKFRÆÐINGUR
UMRÆÐAN
FORSJÁRHYGGJA
Frelsi› tapast jafnan í smáum
skrefum og ef ekki er haf›ur
varinn á er hætt vi› a› líti›
ver›i eftir af flví flegar upp er
sta›i›. Heilbrig› tortryggni
gagnvart ríkisvaldinu og fleim
ákvör›unum sem fla› tekur
fyrir sjálfrá›a einstaklinga er
flví ætí› holl.