Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 4
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
63,3 63,6
114,93 115,49
78,89 79,33
10,571 10,633
9,944 10,052
8,481 8,531
0,5781 0,5815
93,55 94,11
GENGI GJALDMIÐLA 12.08.2005
GENGIÐ
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
SALA
109,8528
4 13. ágúst 2005 LAUGARDAGUR
Bresk stjórnvöld herða aðgerðir gegn öfgamönnum:
Múslimaklerki meina› a› snúa aftur
LONDON, AP Múslimaklerkurinn
Omar Bakri fær ekki aftur að
koma til Bretlands þar sem
breska ríkisstjórnin telur veru
hans í landinu ekki vera lengur
„til almannaheilla“.
Bakri, sem er með líbanskan
og sýrlenskan ríkisborgararétt,
hefur búið í Bretlandi síðustu
tuttugu árin. Hann hefur lengi
sætt ámæli fyrir öfgafull við-
horf sín og eftir sprengjuárás-
irnar í Lundúnum í síðasta mán-
uði hvatti hann trúbræður sína
til þess að gefa ekki upplýsingar
sem gagnast gætu lögreglu.
Í kjölfarið sá hann sér þann
kost vænstan að halda til
Líbanon en nú hefur breska inn-
anríkisráðuneytið hins vegar til-
kynnt honum að hann fái ekki að
snúa aftur. Afar fátítt er að er-
lendum ríkisborgara sem hefur
búið svo lengi í Bretlandi sé
meinað að koma aftur inn í
landið eftir dvöl erlendis.
Anjem Choudary, félagi
Bakri, segir hann hlíta ákvörð-
uninni en eftir sem áður myndi
hann láta rödd sína heyrast í
Bretlandi sem annars staðar.
Talsmenn hófsamari múslima
í Bretlandi lýstu yfir ánægju
sinni með að Bakri fengi ekki að
snúa aftur og sögðu hann hafa
svert ímynd þeirra.
Í fyrradag handtók breska
lögreglan annan klerk, Jórdan-
ann Abu Qatada, við níunda
mann en þeir eru taldir ógna ör-
yggi landsins. ■
Flokksfundir eftir
helgi rá›a úrslitum
Tali› er a› félagsfundur Vinstri grænna í Reykjavík á mánudag rá›i úrslitum
um hvort R-lista samstarfi› haldi velli. Dagur B. Eggertsson kve›st hvorki ætla
a› bjó›a fram óhá›an lista né ganga til li›s vi› Samfylkinguna.
BORGARSTJÓRNARKOSNINGAR Borgar-
stjórnarflokkur R-listans kom
saman til fundar í gær, en margt
bendir til þess að hann þurfi
næstu mánuðina að starfa við ný
skilyrði þar sem dagar R-listans
kunna að vera taldir. Félags-
fundur Reykjavíkurfélags
Vinstri grænna hefur verið boð-
aður á mánudag. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins er
talið að niðurstaða þess fundar
ráði úrslitum um hvaða stefnu
málið tekur innan flokkanna
þriggja og hvort samstaf innan
R-listans haldi lífi.
Stefán Jón Hafstein, Sam-
fylkingunni og borgarfulltrúi R-
listans, segir að fulltrúaráð
Samfylkingarinnar í Reykjavík
komi saman til fundar á mið-
vikudaginn kemur. „Það er enn
líf í þessu, að minnsta kosti
fram yfir helgina,“ segir Stefán
Jón.
Dagur B. Eggertsson, borgar-
fulltrúi óháðra á R-listanum, segir
að það standi óhaggað að hann
ætli ekki að bjóða sig fram fyrir
næstu borgarstjórnarkosningar
verði ekkert af frekara R-lista
samstarfi. „Mér finnst ekki koma
til greina að fara fram með óháð-
an lista. Reykjavíkurlistinn snýst
um það að koma til valda hugsun-
um félagshyggjunnar og breyta
borginni í þeirri mynd. Hann hef-
ur hrundið af stað lífsgæðabylt-
ingu sem ég held að allir í Reykja-
víkurlistanum megi vera stoltir
af. Þetta snýst ekki um sérstöðu
einhverra innan listans eða mína
sérstöðu heldur einmitt hugsjón-
irnar sem þessir flokkar og utan-
flokkafólk innan R-listans hefur
staðið fyrir. Þess vegna er ekki á
dagskrá af minni hálfu að fara
fram með óháðan lista. Ég var
vongóður og rólegur og það voru
líklega mistök. Eftir árangurs-
lausar viðræður er ég nú svart-
sýnn. Menn hafa sökkt sér ofan í
öfugan enda og hugsað um hags-
muni flokkanna en ekki hagsmuni
kjósenda sinna.“
Dagur neitar því enn fremur
að hann hyggist ganga til liðs við
Samfylkinguna.“Ég er bara einn
af fjölmörgum í borginni sem hef
átt erfitt með að finna mér farveg
innan tiltekins flokks. Þess vegna
er Reykjavíkurlistinn mikilvæg-
ur farvegur fyrir alls konar fólk
sem vill hafa jákvæð áhrif á um-
hverfið í kring um sig,“ segir
Dagur. johannh@frettabladid.is
FÖGUR SJÓN Geimskotið heppnaðist full-
komlega og voru starfsmenn Bandarísku
geimferðastofnunarinnar, NASA, í sjöunda
himni með hvernig til tókst.
Geimfar á leið til Mars:
Leitar a› um-
merkjum lífs
FLÓRÍDA, AP Ómönnuðu könnunar-
geimfari var á föstudagsmorgun
skotið út í geiminn frá Canaveral-
höfða í Flórída í Bandaríkjunum.
Förinni er heitið til Mars.
Það mun taka geimfarið sjö mán-
uði að fljúga til Mars en næstu fjög-
ur árin sveimar svo farið á spor-
baug um plánetuna og safnar meiri
upplýsingum en fengist hafa úr öll-
um fyrri leiðöngrum samanlagt.
Farið mun einkum beina sjónum
sínum að íshellum sem eru á skaut-
um reikisstjörnurnar en talið er að
raki hafi þar verið mun meiri í
fyrndinni og því meiri líkur á lífi.
Kostnaður við leiðangurinn er 46
milljarðar króna. ■
Ný flugbraut í Grímsey:
Vígslu flug-
brautar fresta›
SAMGÖNGUR Til stóð að Sturla Böðv-
arsson samgönguráðherra vígði
nýja flugbraut og vélageymslu í
Grímsey í gær. Fresta varð hins
vegar athöfninni vegna slæms
skyggnis en mikil þoka var í eyj-
unni. Að sögn Heimis Más Péturs-
sonar, upplýsingafulltrúa Flugmála-
stjórnar Íslands, hefur ekki verið
tekin ákvörðun um það hvenær
vígslan fari fram en það verður þó
sennilegast einhvern tímann í
næstu viku.
Nýja flugbrautin er rúmur kíló-
metri að lengd og leysir hún af
hólmi malarbraut sem oft var ófær
þegar þiðna tók á vorin. - jse
Mánudagur
Kveðja,
Guðríður
Arnardóttir
náttúrufræðingur.
Á morgun
Kaupmannahöfn 15°C skýjað
Osló 20°C sk.m.köflum
London 20°C sk.m.köflum
París 23°C heiðskírt
Algarve 29°C heiðskírt
Mallorca 26°C heiðskírt
Krít/Chania 34°C heiðskírt
Barcelona 29°C sk.m.köflum
Róm 27°C heiðskírt
Alicante 31°C heiðskírt
Kýpur 34°C heiðskírt
Rimini 24°C sk.m.köflum
Strekkingur sunnan- og vestanlands en
eitthvað hægari austanlands.
+11
+8
+12
+13
+12
+12
+11
+15
+10
+9
+9 +9
+8
+9
+10
+9
+10
+12
+13
+13
Gola
Gola
Gola
Gola
Gola
Gola
Gola
Fremur hæg vestlæg átt og súld eða
rigning sunnan- og vestanlands.
+11
Gola
Gola
Gola
Gola
VEÐRIÐ Í DAG
ÓVELKOMINN Omar Bakri fær ekki að
snúa aftur til Bretlands frá Líbanon þó
hann hafi búið þar í tvo áratugi.
M
YN
D
/A
P
SÆBRAUT Lögregla veitti hópi bifhjóla-
manna sem óku of hratt eftirför.
Stungu lögreglu af:
Á tvöföldum
hámarkshra›a
LÖGREGLUMÁL Lögregla veitti fjór-
um bifhjólamönnum eftirför frá
Sæbraut og þaðan austur Suður-
landsbraut í kringum miðnætti í
fyrrakvöld. Að sögn lögreglu mæld-
ust ökumenn bifhjólanna á um 120
kílómetra hraða á Sæbraut við
Höfðatún þar sem hámarkshraði er
sextíu.
Á Suðurlandsbraut missti lög-
regla hins vegar af mönnunum þeg-
ar þeir tvístruðu sér í allar áttir, en
lögregla segir þá hafa ekið á móti
rauðu ljósi.
Grunaðir menn voru síðan stöðv-
aðir tuttugu mínútum síðar á
Kringlumýrarbraut og var þá tekin
af þeim skýrsla. Málið er í rannsókn
að sögn lögreglu sem segir ekki
liggja fyrir hvort mennirnir verði
ákærðir. - ht
FJÖLMENNI Á DÖNSKUM DÖGUM
Tjaldstæði við aðalgötu Stykkis-
hólms voru öll orðin full síðdegis í
gær að sögn lögreglu en þar fara
danskir dagar fram um helgina.
Allur undirbúningur hefur gengið
vel að sögn lögreglu en búist er við
að fjöldi fólks leggi leið sína á
danska daga.
LÖGREGLUFRÉTTIR
LÖGREGLUFRÉTTIR
AUKALEIKARI MEIDDIST
Aukaleikari í kvikmynd Clint
Eastwoods Flags of our father
meiddist við myndatökur á
landpramma í Sandvík um klukk-
an þrjú í gær. Að sögn lögreglunar
í Reykjanesbæ var í fyrstu talið að
maðurinn væri lærbrotinn en svo
alvarleg reyndust meiðsl hans
ekki vera. Að sögn lögreglu datt
maðurinn af pramma með fyrr-
greindum afleiðingum.
RÓÐUR
RÓIÐ AÐ STOKKSEYRI Kjartan
Jakob Hauksson, sem rær um-
hverfis landið, ýtti úr vör við
Hjörleifshöfða í gær klukkan
eitt. Honum gekk ágætlega að
komast úr fjörubriminu en hann
stefnir nú á það að ná landi á
Stokkseyri milli klukkan tólf og
þrjú í dag.
DAGUR B. EGGERTSSON Vill R-listann áfram og er hvorki á leið í Samfylkinguna né í fram-
boð fyrir óháðan lista.