Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 13
Stjórnmálin og fólki› Stjórnmál snúast um fólk segir klisjan og hittir býsna nærri. Spurningin er bara hvaða fólk. Á Íslandi snúast stjórnmálin aðal- lega um það fólk sem starfar í stjórnmálum. Það fólk hefur verið í aðalhlutverki síðustu mánuði við að þrasa um framtíð Reykjavíkur- listans. Flokkarnir hafa bitist um hve margir borgarfulltrúa eigi að koma í hlut hvers flokks, hvaða flokkur eigi að „fá“ borgarstjór- ann o.s.frv. Almenningur, sem ætti að vera uppspretta þessa valds sem um er deilt, stendur á hliðarlínunni og trúir vart eigin augum. Eða það sem verra er, læt- ur sér fátt um finnast af því þetta er allt svo kunnuglegt úr heimi stjórnmálanna. En þá er rétt að halda því til haga að svona eiga menn ekki að nota það umboð sem kjósendur hafa gefið þeim. Reykjavíkurlistinn var stofn- aður til höfuðs klíkuskap og valdaþreytu. Það er rétt að hann hefði ekki orðið til nema fyrir til- stilli flokkanna sem gerðu banda- lag 1994 og hafa haldið hópinn þar til nú. Hitt er jafnklárt að stærsti kjósendahópur Reykjavíkurlist- ans hefur alltaf verið óháð félags- hyggjufólk í borginni, eins og Steingrímur J. Sigfússon benti réttilega á í Kastljósi 11. ágúst. Það fór ekki hátt á sínum tíma en skömmu eftir kosningasigurinn 1994 var stofnaður félagsskapur- inn Regnboginn, sem átti að vera fjölskrúðugt bakland Reykjavík- urlistans. Það bakland fæddist andvana því flokkarnir kröfðust þess að fá að skipta á milli sín stjórnarsætum í þessu valdalausa batteríi og öðrum var haldið úti. Þetta eru ein afdrifaríkustu mis- tökin í sögu Reykjavíkurlistans, sem á sínum tíma leysti úr læð- ingi vonir um nýtt lýðræði og breytt vinnubrögð við stjórn borg- arinnar. Auðvitað hefur margt verið vel gert í tíð listans en borg- arstjórnarflokkurinn hefur ætíð starfað einangraður frá stuðn- ingsmönnum sínum, sem hafa set- ið óvirkir meðan flokkarnir hafa ráðið ráðum sínum. Þó allir flokkar eigi þar ein- hvern hlut að máli hefur Sjálfstæð- isflokkurinn verið helsti vettvang- ur þeirra sem líta á stjórnmál sem persónulega framabraut. Stundum heyrist kvartað undan því að hæfi- leikafólk gefi sig ekki að stjórn- málum, vegna þess að launin séu of lág. Launametnaður er bara ekki gild ástæða til að helga sig stjórnmálum. Hégómagirnd ekki heldur. Á stundum sem þessum þurfa allir kjörnir fulltrúar Reykjavíkurlistans og þeir flokks- menn sem bera hita og þunga af yfirstandandi viðræðum að spyrja sig hvort þeir séu að vinna í þágu borgarbúa eða fyrst og fremst að bjarga eigin skinni. Stjórnmál eru ekkert ómerkileg í sjálfu sér. Þvert á móti. En þeir sem gefa sig að stjórnmálum takast á hendur mikla ábyrgð, að setja hagsmuni samfélagsins ofar eigin hagsmun- um. Það er rammgöldrótt verkefni og ekki öllum gefið að leysa. Það breytir því ekki að þeim er engin vorkunn sem falla á því prófi. Sam- félagið á betra skilið og það er tími til kominn að almenningur geri eðlilegar kröfur til sinna stjórn- málamanna. ■ 13LAUGARDAGUR 13. ágúst 2005 Að stjórna umræðunni Guardian birtir í morgun frásögn af ákærunum í Baugsmálinu. Blaðið virðist hafa fengið þær í hendur ñ og náð að þýða þær. Spurning er: Hver lak? Eftir því sem fjölmiðlamenn á Ís- landi best vita er Gestur Jónsson, lög- maður Baugs, enn uppi í sumarbú- stað. Böndin hljóta þó að beinast að Baugi sjálfum. Kunningi minn sem starfar við almannatengsl spáði því að ákær- unum yrði komið í fjölmiðla í Bret- landi þremur til fjórum dögum áður en þær birtast hér eftir réttarhlé. Þannig myndu Baugsmenn freista þess að stjórna umræðunni eins og þeir hafa gert hingað til. Það er ljóst að mikið áróðursstríð er í gangi. Manni skilst að Baugur hafi almanna- tengslafyrirtæki að störfum fyrir sig í Bretlandi. Það er ennþá mikilvægara fyrir fyrirtækið að halda andlitinu þar en hér á Íslandi. Þar eru stærri fjár- hæðir í húfi. Fréttir sem birtast í Bret- landi hafa líka tilhneigingu til að ber- ast hingað heim á örskömmum tíma. Egill Helgason á visir.is Megi hann hvíla í friði Það er nú æði hjákátlegt að fylgjast með veseninu í kringum Reykjavíkur- listann í fjölmiðlum þessa dagana. Það vill hann enginn lengur. Fylgis- mennirnir eru löngu farnir og aðeins einhverjir embættismenn flokkakerfis- ins sem enn rembast við að tjasla honum saman fyrir næstu kosningar eða þykjast það í það minnsta – því enginn þeirra vill taka opinbera ábyrgð á að enda samstarfið. Menn ættu auðvitað að hafa dug í sér að segja það sem allir eru að hugsa; R- listinn var gagnlegt tól á sínum tíma en hefur nú skilað hlutverki sínu, megi hann hvíla í friði. Eiríkur Bergmann Einarsson á eirik- urbergmann.hexia.net Skattar sem frelsissvipting Ég er einn af þeim sem telja núver- andi skattkerfi vera fátt annað en skattníðslu og hef undanfarið tamið mér að taka mér það hugtak til munns. Skattar eru að vissu leyti frels- issvipting. Persónulega tel ég þó eðli- legt að leggja til samneyslu og finn ekki til frelsissviptingar þegar skattur er innheimtur. Ég leyfi mér samt að fullyrða að það skattkerfi sem núver- andi ríkisstjórnarflokkar frelsisins hafa komið á er raunverulega frelsis- sviptandi. Umræða um flatan skatt hefur verið mikil undanfarið og þess má geta að mörg fyrrum Sovétríki hafa í dag tekið upp slíkt skattkerfi. Flatur skattur hefur þá kosti að ein- falda skattkerfið nokkuð auk þess sem allir greiða jafnt og því ekki ástæða til að fela einkaneyslu í fyrir- tækjum, eða nota önnur undanbrögð frá skattgreiðslum. Ég tel hinsvegar flatan skatt ekki vera þá draumalausn sem margir vilja meina að hann sé. Gallinn er sá að skatttökunni fylgir áfram mikil umsýsla. Enn er óleyst vandamálið með greiðslur „undir borðið“ og enn þarf stjórnsýslan að fara yfir laun og tekjur einstaklinga. Þeim einstaklingum sem vinna mikið og fá vel greitt er enn refsað og enn fær einstaklingurinn ekki alla launa- greiðsluna í hendurnar. Atli Þór Fanndal á politik.is AF NETINU SKÚLI HELGASON STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN REYKJAVÍKUR- LISTINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.