Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 20
HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐHERRA Vímulaus æska, foreldrahús. 500.000 kr. MND-félagið, útg. fræðslubæklings 300.000 kr. Ný leið ráðgjöf, forvarnarverkefnið Lífs-listin. 300.000 kr. Ungmennafélag Íslands, styrkur til forvarn- arstarfs. 200.000 kr. SÁS – samtök um spilafíkn, útgáfa fræðslu- bæklings. 200.000 kr. Lind – félag um meðf. ónæmisgalla, útgáfa fræðslubæklings. 200.000 kr. Angi/Krabbameinsfélagið, samvera fjöl- skyldna barna með krabbamein. 200.000 kr. Félag sérfræðinga í klínískri sálfræði, fræðslufundir um þunglyndi. 200.000 kr. Forvarnarstarf læknanema, kynsjúkdómar og ótímabær þungun. 200.000 kr. Heimild sam- kvæmt fjárlögum: 8.000.000 kr. Nýtt heimild: 4.375.000 kr. Ráðherra: Jón Kristjánsson MENNTAMÁLARÁÐHERRA Hrókurinn, útbreiðsla skákar í grunnskólum 2004-2005. 2.500.000 kr. ÍSÍ, Ólympíuleikar 2004 1.550.000 kr. Óperan Grettir 1.200.000 kr. Presence í París 800.000 kr. Kópavogsbær, Spænskir dagar. 550.000 kr. Tónskáldafélag Íslands, Myrkir músíkdagar 2004. 500.000 kr. Karlakórinn Þrestir, alþjóðleg kórakeppni í Wales og Carnegie Hall í New York. 400.000 kr. Þjóðleikhúsið, vegna aldarafmælis Ragnars í Smára. 350.000 kr. Heimild samkvæmt fjárlögum: 18.000.000 kr. Nýtt heimild: 18.968.249 kr. Ráðherra: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir FORSÆTISRÁÐHERRA Hagstofa Íslands, millifærð fjárheimild vegna verkefnis um birgðaskýrslur. 2.700.000 kr. Nefnd um 100 ára afmæli Heimastjórnar á Íslandi, millifærð fjárheimild vegna kostnað- arhlutdeildar við menningardagskrá á slóð- um Vestur-Íslend- inga, sem haldin var 17. júní 2004 í Kanada. 750.000 kr. Franz Gíslason, framlag til þýðingar á bókinni Þvert yfir Grænland 1912- 1913, eftir Vigfús Sigurðsson, Græn- landsfara. 350.000 kr. Kvenréttindafélag Íslands, framlag til að fé- lagið geti sent fulltrúa á aðalþing Alþjóða- samtaka kvenna og kvenréttindafélaga sem haldið var í Berlín 11.-14. september 2004. 150.000 kr. Margrét Sigfúsdóttir, framlag til að auðvelda flutning á málverkum frá Frakklandi til Ís- lands og útgáfu á kynningarefni vegna mál- verkasýningar í Hafnaborg í Hafnafirði. 150.000 kr. Heimild sam- kvæmt fjárlögum: 5.000.000 kr. Nýtt heimild: 4.925.000 kr. Ráðherrar: Davíð Oddsson og Hall- dór Ásgrímsson. Ráðherrar ríkisstjórnar Ís-lands höfðu áttatíu og fimmmilljónir til eigin ráðstöfun- ar samkvæmt sérstökum lið á fjárlögum síðasta fjárlagaárs. Fréttablaðið óskaði eftir upp- lýsingum frá ráðuneytum um hvernig þeirri heimild sem ráð- herrarnir hafa hefði verið varið á síðasta fjárlagaári og sérstaklega sundurliðað eftir hverri ráðstöfun fyrir sig. Þrátt fyrir ítrekuð erindi til ut- anríkisráðuneytisins og fjármála- ráðuneytisins fengust engin svör. Fyrst árið 1990 Ráðstöfunarfé kom fyrst fyrir í fjárlögum árið 1990 en í skýring- um með fjárlagafrumvarpinu fyr- ir árið 1990 kom fram að ákveðið hefði verið að bæta við nýjum lið í fjárlagakafla hvers ráðuneytis. Þar sagði: „Eins og reynslan sýnir koma óhjákvæmilega upp á árinu ný tilefni og verkefni sem talið er nauðsynlegt að sinna og til ráðu- neytanna sækja ýmsir aðilar, fé- lagasamtök og stofnanir, eftir stuðningi við einstök mál eða verkefni, sem viðkomandi ráð- herra vill sinna, enda oft um að ræða hliðstæðu þess sem hlotið hefur atbeina í fjárlögum. Enn fremur er oft brýn nauðsyn á at- hugun, úttekt eða undirbúnings- vinnu við málefni sem ráðuneyt- inu ber að sinna en ekki var fyrir- séð.“ Liðurinn er enn í fjárlögum og samkvæmt upphaflegum skýring- um er honum ætlað að styrkja verkefni sem nauðsynlegt er að sinna. Misháar upphæðir Ráðherrar fá misháar upphæðir til ráðstöfunar samkvæmt mála- flokkum og engar reglur eru til um með hvaða hætti þeir eiga að fara með þá fjármuni, að undan- skildum þeim skilaboðum sem koma fram í skýringum með fjár- lagafrumvarpinu fyrir árið 1990. Þannig fær menntamálaráðherra mest allra, átján milljónir til út- hlutunar, en minnstu upphæðina fær sjávarútvegsráðherra, þrjár milljónir. Í gegnum árin hefur oft heyrst gagnrýni á það hvernig ráðherrar verja því fé sem um ræðir en sú staðreynd virðist minna gagnrýnd að ráðherrar hafa áttatíu og fimm milljónir sem þeir úthluta að eigin vilja. Fjöldi úthlutana Í meðfylgjandi yfirliti um ráðstöf- un á ráðstöfunarfé ráðherra á síð- asta fjárlagaári er reynt að draga fram þau verkefni sem hvað hæstu úthlutunina fengu. Einstök ráðuneyti virðast leggja áherslu á að úthluta til sem fæstra aðila en önnur til sem flestra. Þannig hef- ur landbúnaðarráðherra úthlutað fjörutíu og fjórum styrkjum á meðan félagsmálaráðherra út- hlutar aðeins ellefu styrkjum. Munar þó aðeins um fimm hund- ruð þúsund krónum á úthlutaðri fjárhæð þar sem félagsmálaráðu- neytið úthlutar fimm milljónum og landbúnaðarráðuneytið hálfri milljón meira. Einn ráðherra fram úr áætlun Flestir ráðherrar halda sig þó við áætlun. Aðeins einn ráðherra fer fram úr áætlun, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra. Hún fer tæpri milljón fram úr fjárlögum á þessum tiltekna lið fjárlaganna. Þá má geta þess að einn ráð- herra notaði ráðstöfunarfé til að sinna erindi einstaklings sem hafði lent í fjárhagsörðugleikum vegna veikinda en sú upphæð er ekki metin í þeim tölum sem hér eru birtar. Handbolti og ungir framsóknar- menn Ráðstöfunarfé ráðherranna fellur ekki alltaf innan þess málaflokks sem ráðherrann starfar við. Til dæmis virðist landbúnaðarráð- herra sjá ástæðu til að styrkja þriðja flokk karla í handbolta á Selfossi um hundrað og þrjátíu þúsund krónur, sjávarútvegsráðu- neytið styrkir Æskulýðsdag með hestinum um hundrað og fimmtíu þúsund krónur og fyrrverandi umhverfisráðherra, Siv Friðleifs- dóttir, styrkir Samband ungra framsóknarmanna um þrjátíu þúsund krónur. Ekki endanlegur listi Hér er ekki birtur endanlegur listi yfir þá sem fengu úthlutað af ráðstöfunarfé ráðherra. Listinn með áttatíu og fimm milljónunum er einfaldlega of langur til þess að hægt sé að birta alla styrkina á þessum stað en margt þykir eflaust áhugaverðara en annað. hjalmar@frettabladid.is 20 13. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Á hverju ári úthluta rá›herrar tugum milljóna í ein- stök verkefni sem fleir telja fjárflörf til. fieir hafa mis- miklar fjárhæ›ir til rá›stöfunar en samkvæmt fjár- lögum sí›asta árs höf›u fleir um áttatíu og fimm milljónir til fless a› veita til fleirra sem óska eftir styrkjum úr höndum fleirra og ríkisins. Hjálmar Blöndal sko›a›i í hva› peningarnir fara. RÁÐSTÖFUNARFÉ RÁÐHERRANNA Hér má sjá hluta þeirra fjár- hæða sem hver ráðherra hefur úthlutað samkvæmt sérstök- um lið á fjárlögum síðasta árs. Listinn er ekki tæmandi held- ur aðeins sýnishorn af hæstu upphæðum hvers ráðherra. Þá má sjá heimild í fjárlögum fyr- ir árið og hversu mikið ráð- herrann hefur nýtt. Skipti urðu í nokkrum ráðuneytum á síð- asta ári og er ekki tekið sér- staklega tillit til þess nema í umhverfisráðuneytinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.