Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 62
30 13. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Verndari Vildarbarna er Vigdís Finnbogadóttir. Landsbanki Íslands sér um fjárhald sjóðsins. Umsóknir um ferðastyrki Vildarbarna Styrkir verða í þetta skipti veittir til barna á aldrinum 6-14 ára. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Vildarbarna: www.vildarborn.is Umsóknarfrestur er til 15. september 2005. Úthlutað verður úr sjóðnum 22. október 2005. Alva Lena og systir hennar í Florida. Ferðasjóður Vildarbarna Icelandair er sameiginlegt átak félagsins og viðskiptavina þess til að gera langveikum börnum og fjölskyldum þeirra, og börnum sem búa við sérstakar aðstæður vegna veikinda, kleift að ferðast. Ferðasjóður Vildarbarna hefur gert 30 fjölskyldum kleift að fara í ógleymanlega og uppbyggjandi fjölskylduferð. KATE OG ORLANDO Kate og Orlando eru flott par. Orlando og Kate aftur saman Hjartaknúsarinn Orlando Bloom heimsótti fyrrverandi kærustu sína Kate Bosworth í Sydney í Ástralíu á dögunum. Kate er í Ástralíu vegna takna á Superman Returns en hún setur upp dökka hárkollu og leikur hlutverk Lois Lane. Hún sótti Or- lando á flugvöllinn, ljósmyndurum til mikillar ánægju, og sást til þeirra knúsast og kyssast á veit- ingastað í borginni. Ekki er annað hægt að sjá en að parið, sem hætti saman í janúar eftir tveggja ára samband, sé byrjað saman aftur. Orlando heimsótti Kate til Ástralíu í júní og fyrir nokkrum vikum sást til þeirra saman í LA, og þá hafa þau sjálfsagt rætt um að taka upp þráðinn aftur. ■ Heljarinnar drum & bass-veisla verður haldin á Gauki á Stöng á laugardag þar sem aðalnúmerið verður plötusnúðurinn D-Bridge. D-Bridge, sem heitir réttu nafni Darren White, hefur allt frá upphafi 10. áratugarins verið viðriðinn danstónlistarsenu Bretlands en það var þó undir lok aldarinnar sem frægðarsól hans tók að rísa og enn sér ekki fyrir endann á ferli hans. „Hann er einn af þeim stærri í þess- ari senu og var meðal annars í Bad Company. Hann er eins stór og hægt er að verða án þess að komast úr neðanjarðarsenunni,“ segir Karl Tryggvason hjá breakbeat.is. Tón- leikarnir á Gauknum hefjast á mið- nætti og kostar 1000 krónur inn. ■ D-Bridge fleytir skífum D-BRIDGE Plötusnúðurinn kunni heldur uppi stemningunni á Gauknum. Danskir dagar í Stykkishólmi fá heldur betur stórstjörnu í heim- sókn til sín í dag þegar Eurovision- stjarnan Jakob Sveistrup heiðrar þá með nærveru sinni ásamt tveimur dönsurum. Jakob var að keyra eftir hraðbrautinni til Norð- ur- Jótlands til þess að syngja á tónleikum. „Verð í 45 mínútur á sviðinu og dríf mig síðan heim. Á að leggja snemma af stað til Ís- lands.“ sagði hann þegar Frétta- blaðið náði tali af honum. Hann var viðkunnalegur og hlakkaði mikið til ferðarinnar. „Ég hef aldrei komið áður til Íslands og hlakka mikið til,“ sagði hann hæverskur en viðurkenndi þó að einhverjir af vinum hans hefðu komið hingað. „Miðað við það sem þeir segja á ég von á því að sjá mikið af stórfenglegri náttúru,“ sagði hann. Jakob er menntaður kennari og starfaði sem slíkur í Óðinsvéum. Hann hafði alltaf gaman af því að syngja og hafði gert þó nokkuð af því þótt það hefði aldrei verið lífs- viðurværi hans. Jakob segist enda vera ákaflega þakklátur fyrir þetta tækifæri. „Þetta er eins og að vinna í lottói,“ bætir hann við. Jakob sló óvænt í gegn í heima- landi sínu þegar hann bar sigurorð af sjálfum Olsen-bræðrunum í undankeppni Eurovision með lag- inu Talking to you . Hann fór síðan til Kiev í Úkraínu og lenti öllum á óvörum í tíunda sætinu. Íslending- ar voru greinilega mjög hrifnir af laginu því hann fékk tíu stig frá okkur. Jakob sagði þá upplifun að vera í Eurovision engri lík. „Þar gerist allt mjög hratt og ekki fyrr en þú kemur heim að þú áttar þig á því sem hefur gerst,“ sagði hann. „Ekkert getur undirbúið þig undir Eurovision.“ Plata Jakobs hefur verið að gera það gott í heimalandinu og hann haft nóg að gera. Hann segir þó íbúa Óðinsvéa taka öllu með ró, þeir séu vanir því að stórstjörnur komi frá borginni. H.C Andersen hafi búið þar og Kim Larsen sé heimamaður. Jakob segist því geta gengið óáreittur um göturnar þótt einhverjir komi alltaf og klappi honum á bakið. „Ef Kim Larsen getur fengið sér bjór hérna, þá hlýt ég að geta það líka,“ segir hann og hlær. Jakob segist gjarnan vilja halda áfram að hafa atvinnu af því að syngja en það velti allt á því hvort fólk vilji hlusta á hann. „Ef ekki þá fer ég bara aftur í gömlu kennslustofuna mína.“ freyrgigja@frettabladid.is Kennarinn sem varð að poppstjörnu JAKOB SVEISTRUP Söng sig inn í hjörtu Íslendinga í Eurovision-keppninni. Ætlar að troða upp á dönskum dögum í Stykkishólmi og tekur væntanlega slagarann sinn, Talking To You. Nick Lachey slær á sögusagnir Nick Lachey, eiginmaður Jessica Simpson, er orðinn leiður á því að þurfa að fullvissa ættingja sína um að parið sé enn saman. Þrálátur orðrómur hefur verið um erfiðleika í hjónabandinu í og þeim hefur ekki tekist að hrekja sögusagnir um að skilnaður sé í vændum. „Við erum steinhissa á því að fólk sé enn að tala um sama orðróminn,“ sagði Nick. „Það er allt í lagi með sam- bandið. Ég vil koma þessu á hreint í eitt skipti fyrir öll: Hjónabandið og lífið og ástin gengur allt frábærlega vel,“ sagði hann á dögunum. ■ NICK OG JESSICA Nick segir að parið eigi ekki við hjónabandserfiðleika að stríða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.