Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 13. ágúst 2005 25 Vísindavefurinn hefur fengið nokkrar spurningar um olíu, svo sem um það hvernig hún verður til, hvað verður um tómarúmið sem myndast þegar olíu er dælt upp og hvort hún hafi einhvern tilgang neðanjarðar. Nú þegar er að finna nokkur svör á vefnum um olíu. Hvernig myndast olía? Bæði jarðgas og jarðolía eru kol- vetnasambönd. Jarðgas er að mestum hluta metan, CH4, en jarðolía er mynduð úr flóknari keðjum og hringjum af C og H. Þessi efni eru af lífrænum toga, einkum mynduð úr leifum smá- særra svifþörunga og annarra plantna sem eitt sinn lifðu í höfum og stórum stöðuvötnum. Þegar líf- verurnar deyja falla þær til botns og grafast undir seti, blandaðar leir sem þangað berst. Til að olíulindir myndist þarf ýmsum skilyrðum að vera full- nægt. Í fyrsta lagi þarf að vera mikið af lífrænu efni í uppruna- lega setinu og það þarf auk þess að vera súrefnissnautt því að annars oxast lífræna efnið í CO2 og tapast. Í öðru lagi þarf setið að grafast nægilega djúpt, oft- ast meira en hálfan kílómetra, þannig að nauðsynlegur hiti og þrýstingur náist til að þau efna- hvörf verði sem mynda olíu og jarðgas. Olía fer að myndast við 50-60˚C en jarðgas úr olíunni við 100˚C. Í þriðja lagi þarf olían, sem myndaðist dreift í setinu, að safnast saman á einn stað í vinnanlegu magni – oftast er þar þá gropinn (e. porous) sand- steinn eða kalksteinn sem verð- ur þó að vera „lokaður að ofan“ til þess að olían og gasið tapist ekki. Hvað verður um tómarúmið? Olían, að ekki sé talað um gasið, er eðlisléttari en vatn og berg og seytlar því um gropin jarð- lögin í átt til yfirborðsins. Á þeirri leið getur hún komið að hafti eða „gildru“ – þéttu jarð- lagi – sem hún kemst ekki gegn- um þannig að hún safnast fyrir og myndar olíulindir. Fyrstu olíuborholurnar voru sannkallaðar lindir eða „gos- brunnar“ (e. gusher) því olían var undir þrýstingi og sprautað- ist í loft upp þegar stungið var á haftinu. Nú orðið eru slíkar lind- ir sennilega allar uppurnar og olíunni er dælt upp til yfirborðs- ins. Ekki myndast þó tómarúm – gömul speki segir að náttúran forðist tómarúm (lat. horror vacui) – heldur sígur yfirborðið eða þá að vatni er dælt niður til að lyfta olíunni og koma í stað hennar í berginu. Hefur olía einhvern tilgang neð- anjarðar? Varðandi það hvort olía hafi til- gang neðanjarðar er því til að svara að ekkert í náttúrunni hefur tilgang. Í sögu sinni Birtingi hæð- ist Voltaire að „mannhverfri heimspeki“ Leibniz – að menn séu með nef til að geta borið gleraugu og fætur til að geta gengið í bux- um. Lífið varð til á jörðinni vegna þess að eðlis- og efnafræðilegar forsendur voru fyrir því og það sama á við um olíu og olíulindir. Kúnst lífsins, og mannkynsins, er að notfæra sér þær aðstæður sem bjóðast hverju sinni – í þessu til- felli að olía myndast úr lífrænum leifum og getur safnast saman vegna jarðfræðilegra aðstæðna. Olían hefur þannig ekki neinn sér- stakan tilgang eða hlutverki að gegna þar sem hún er neðanjarð- ar. Loks má geta þess að þótt fyrsta olíulindin hafi ekki upp- götvast fyrr en árið 1859 hafði olía og annað eldsneyti af svipuðu tagi, til dæmis mór og kol, verið notað frá örófi alda sem varma- gjafi. Sigurður Steinþórsson, prófessor í jarðfræði við HÍ. Eru til menningarheimar þar sem fólk er nafnlaust? Í þúsundir ára hefur tíðkast að mönnum séu gefin nöfn og mannanöfn koma fyrir í elstu rit- uðum heimildum. Þótt meginhlut- verk nafna sé að greina persónur hverja frá annarri liggja oft aðrar ástæður að baki nafngiftum. Gyð- ingar gáfu oft alvarlega veikum sjúklingi nýtt nafn í þeirri von að hann styrktist og gæti orðið að nýjum manni. Í Biblíunni eru dæmi um að nöfnum sé breytt til þess að merkingin hæfi nafnbera betur. Sumir þjóðflokkar trúa því að einstaklingur geti orðið nýr maður með því einu að breyta um nafn. Indíánaþjóðflokkur einn í Suður-Ameríku trúir því til dæm- is að hver sá sem deyr af ætt- flokknum hafi undir höndum skrá með nöfnum ættingja sinna til þess að hann geti komið og sótt þá yfir í dauðraríkið. Til þess að koma í veg fyrir það taka ættingj- arnir upp ný nöfn. Með því telja þeir sig hafa leikið á hinn látna og hann þekki þá ekki aftur. Af því sem vitað er um nafn- gjafir og mikilvægi þeirra verður að teljast ólíklegt að til séu menn- ingarheimar þar sem engin nöfn eru gefin. Þrátt fyrir leit hefur höfundi ekki tekist að finna heim- ildir um slíkt. Guðrún Kvaran, prófessor, for- stöðumaður Orðabókar Háskólans. Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem nefnast. Að jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem þar hefur verið glímt við að undanförnu eru: Hvernig er veðurfarið á Hawaii, hvað þýðir „að höstla“, hvað er tilvistarstefna, hvað olli Challenger-slysinu árið 1986, hvað er átt við þegar fólk segir 'frá blautu barnsbeini' og hvað eru til mörg litbrigði af jaspis? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is. VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Olía og tómarúm OLÍU dælt upp í Texas í Bandaríkjunum. Sjötta þáttaröð af The Sopranos fer í loftið í Bandaríkjunum í mars á næsta ári. Upphaflega áttu þættirnir að vera tólf tals- ins en nú hefur verið ákveðið að bæta átta við. Verða þeir frum- sýndir í janúar árið 2007. „Þegar eins merkilegur þátt- ur og The Sopranos er í gangi vilja áhorfendur að hann haldi áfram eins lengi og mögulegt er. Þess vegna erum við himinlif- andi með það að David Chase (höfundi þáttanna) hafi langað að segja fleiri sögur,“ sagði for- maður HBO-sjónvarpsstöðvar- innar. Orðrómur var uppi um að sjötta þáttaröðin yrði sú síðasta en framleiðendur þáttarins hafa ekki viljað staðfesta það. Svo getur því farið að The Sopranos haldi áfram í einhver ár til við- bótar, sem eru frábær tíðindi fyrir hina fjölmörgu aðdáendur þáttarins. ■ M IX A • fí t • 5 0 8 1 2 Ágrip af sögum nokkurra einstaklinga sem félagar Íslandsdeildar Amnesty International hafa átt þátt í að frelsa síðustu 30 árin. Þetta fólk var fangelsað fyrir þær sakir einar að tjá trú sína eða skoðanir, eða vegna kyns síns og uppruna. Þetta fólk kallar Amnesty International samviskufanga. „Á dimmustu tímum fangavistar minnar komu orð ykkar og bréf sem dropar af regni, sem lengi hefur verið beðið eftir í endalausri eyðimörk. Frelsi mitt í dag er ávöxtur þols ykkar og þreks, vinnu og hug- rekkis.“ Mohamed El Boukili frá Marokkó. Dropar af regni Amnesty International á Íslandi í 30 ár Sýning í Blöndustöð Áhugaverð sýning í Blöndustöð á Norðvesturlandi – 200 m ofan í jörðinni. Opið alla daga frá kl. 13 til 17. Amnesty International www.amnesty.is         THE SOPRANOS Mafíuþættirnir The Sopranos hafa notið gífurlegra vinsælda undanfarin ár. Átta fláttum bætt vi›
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.