Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 40
Hluti ofangreindrar eignfærslu að fjár- hæð kr. 21.582.000,00 var færður til gjalda á bókhaldslykla með heitunum „Ýmislegt án vsk“ og „Ýmislegt ófrádráttarbært“ í bókhaldi Baugs hf. með 16 mánaðarlegum færslum hver að fjárhæð kr. 900.000,00, á tímabilinu mars 2001 til júní 2002, samtals að fjárhæð kr. 14.400.000,00. ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA: Samkvæmt lögum í Lúxemborg kom bankinn fram sem eigandi gagnvart þriðja aðila, svo- nefndur „nominee“ eigandi, en Baugur var svokallaður „beneficiary“ eigandi. Hafði Baugur ekki formlegt eignarhald á þeim verð- mætum sem stóðu inni á umræddum vörslu- reikningi, enda stóðu þau til fullnustu á kröf- um bankans gagnvart lánum til Baugs sem fóru gegnum reikninginn. Staða á vörslureikn- ingnum var ávallt skráð í bókhaldi Baugs en vegna sérstaks eðlis slíkra reikninga var ekki talin þörf á að færa þar sérhverja færslu. Sér- staka athygli vekur að skattrannsóknarstjóri sá ekki ástæðu til að gera athugasemdir við umræddar færslur. Ítarlega er gerð grein fyr- ir umræddum vörslureikningi í bréfi JÁJ 30. júní 2005. 31. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa fært og eða látið færa rangar og tilhæfulausar færslur í bókhald Baugs hf., þegar þeir létu færa til eignar á viðskipta- mannareikning Kaupþings hf., kt. 560882- 0419, og til tekna hjá Baugi hf. kr. 38.045.954,00 með eftirgreindum færslum og fylgigögnum: Færsla nr. L0565 dags. 30.04.2000 með texta: „Tekjur v.ábyrgð á hlutabréfum“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit V560882-0419 Kaupþing 25.000.000 F 51990 Aðrar fjármunatekjur 25.000.000 Færslan, til eignar á viðskiptamannareikn- ingi Kaupþings hf., er byggð á fyrirmælum um færslur á bókhaldslykla, í fylgiskjali sem er handskrifað og óundirritað bréf (innra frumgagn), dags. 30.04.2000, þar sem eftirfarandi skýring kemur fram: „Tekjur Baugs v/ábyrgðar á hlutabréfum í UVS. Heildartekjur 50 mills. 25 tekjufært í apríl samkv. TJ.“. Ytri frumgögn til stað- festingar vantar í bókhaldið. Færsla nr. L0619 dags. 30.06.2000 með texta: „Þóknun vegna hlutabréfakaupa“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit V560882-0419 Kaupþing 13.045.954 F19922 Tekjur utan samstæðu án vsk 13.045.954 Færslan, til eignar á viðskiptamannareikn- ingi Kaupþings hf., er gerð án þess að við- eigandi frumgögn, ytri sem innri, liggi að baki í bókhaldi Baugs hf. ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA: Það mun almennt talið að eignfærsla á vörslu- reikningum í bókhaldi félags sýni rétta stöðu og að ekki þurfi að bóka allar færslur. Ítarlega er gerð grein fyrir umræddum vörslureikn- ingi í bréfi JÁJ 30. júní 2005. 32. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa fært og eða látið færa rangar og tilhæfulausar færslur í bókhald Baugs hf., um viðskipti og notkun fjármuna þegar þeir létu færa sölu á 3,1 milljón hluta í Arcadia Plc. til Kaupthing Bank Luxembo- urg fyrir kr. 332.010.000,00 og tilhæfulaus endurkaup sömu hluta fyrir kr. 544.050.000,00. Ráðstafanir ofangreindra hlutabréfa voru færðar í bókhald Baugs hf. með eftirgreindum færslum og fylgigögn- um: Færsla nr. I00296 dags. 31.12.2000 með texta: „Lokaf. Sala hlbr. Arcadia til Kaupþ. Lux“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit V560882-0419 Kaupþing 332.010.000 F65595 Erlend hlutabréf 167.399.464 F55505 Hagnaður af sölu hlutabréfa 164.610.536 Færslan byggir á óundirrituðu færslublaði frá endurskoðunarskrifstofu Baugs hf., dags. 23.03.2001. Engin ytri frumgögn fylgja með færslunni í bókhaldi Baugs hf. Afrit af undirrituðum en tilhæfulausum kaupsamningi lá fyrir utan bókhaldið. Færsla nr. T000630 dags. 02.02.2001 með texta: „Sala á Arcadia hlutabréfum“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit B 720 Íslandsbanki hf. 332.010 B 720 Íslandsbanki hf. 331.677.990 V560882-0419 Kaupþing 332.010.000 Færslan byggir á handskrifuðu blaði, ódag- settu og óundirrituðu, með skýringunni „Sala á Arcadia hlutabréfum“, auk afrits af bankayfirliti Baugs hf. sem sýnir innborg- un á reikning Baugs hf., hinn 01.02.2001, að sömu fjárhæð. Engin ytri frumgögn fylgja með færslunni í bókhaldi Baugs hf. Greiðsl- an var framkvæmd með millifærslu af bankareikningi Baugs hf. í Lúxemborg sem ekki var skráður í bókhaldi Baugs hf., inn á tékkareikning hlutafélagsins hjá Íslands- banka. Færsla nr. L1073 dags. 11.05.2001 með texta: „Stofnhlutafé í A-Holding“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit F 65193 Hlutafé, A-Holding 544.050.000 V560882-0419 Kaupþing 544.050.000 Færslan byggir á handskrifuðu blaði, dags. 27.06.2001, merkt „Jóhanna“, með skýring- unni: „1. Baugur selur K. Lúx. 3,1 m x 0,85 x 126 = 332 mills. 2. Baugur kaupir aftur 3,1 m bréf x 135 x 130 = 544 mills. K. Lúx lánar. 27/6 TJ og Magnús útvega skuldabréf til 5 ára með 4 afb. útg.dagur 30/6 með áföllnum vöxtum. Bókast sem stofnframlag Baugs hf. í A-Holding (Hlutafé)“. Engin ytri frumgögn fylgja með færslunni í bókhaldi Baugs hf. til staðfestingar á að viðskiptin eða lánveitingin hafi átt sér stað. Afrit af undirrituðum en tilhæfulausum kaupsamningi lá fyrir utan bókhaldið. Færsla nr. I00743 dags. 30.06.2001 með texta „Lokaf. Bakf. skuld við Kaupþing.“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit V Holding Baugur Holding S.A. 544.000.000 V560882-0419 Kaupþing 544.000.000 Færslan byggir á óundirrituðu lokafærslu- skjali frá endurskoðunarskrifstofu Baugs hf., dags. 27.09.2001, með skýringartextan- um „Bakfærð skuld við Kaupþing (skuld- færist í bókhaldi B-Holding)“. Með framangreindum færslum sem til- greindar eru í þessum 32. ákærulið hefur verið búin til skuld í bókhaldi Baugs hf., að fjárhæð kr. 212.040.000, sem ekki á við rök að styðjast. ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA: JÁJ og TJ er gefið að sök að hafa látið færa 3,1 milljón hluta í Arcadia Plc. til Kaupthing Bank í Lúxemborg fyrir kr. 332.010.000 og endurkaup sömu hluta fyrir kr. 544.050.000. Þannig hafi verið búin til skuld í bókhaldi Baugs, að fjárhæð kr. 212.040.000, sem ekki ætti við rök að styðjast. Hér er um að ræða viðskipti með hluti í Arcadia sem síðar gengu til baka þegar áætlanir breyttust og ákveðið var að stofna félagið A-Holding utan um fjár- festingu í Arcadia. Þetta mál var endanlega frágengið í kjölfar sölu Baugs á hlutabréfum í Arcadia. Ítarlega er gerð grein fyrir umrædd- um viðskiptum í bréfi JÁJ 30. júní 2005. Rétt er að vekja sérstaka athygli á því að á sama tíma og sakborningum er gefið að sök í ákæru- lið 29, að hafa látið færa til tekna tilhæfulausa reikninga og oftalið tekjur Baugs, eru sak- borningar sakaðir um að hafa fært inn tilefn- islausa skuld í bókhaldinu samkvæmt lið 32. Brot ákærða Jóns Ásgeirs samkvæmt 29. til og með 32. tölulið ákæru teljast varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995, sbr. 3. og 5. tl. 1. mgr. 37. gr., sbr. 8. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 145, 1994, um bókhald, 2. tl. 1. mgr. 83. gr., sbr. 3. og 9. gr., sbr. 82. gr. laga nr. 144, 1994, um ársreikninga, sbr. 1. og 3. gr. laga nr. 37, 1995 og samkvæmt 29. tölu- lið ákæru telst brot ákærða jafnframt varða við 1. tl. 1. mgr. 153. gr. hlutafélaga- laga nr. 2, 1995. Brot ákærða Tryggva samkvæmt 29. til og með 32. tölulið ákæru teljast varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995, sbr. 3. og 5. tl. 1. mgr. 37. gr., sbr. 8. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 145, 1994 um bókhald, til vara sbr. 2. mgr. 37. gr, sbr. og 22. gr. almennra hegn- ingarlaga nr. 19, 1940, 2. tl. 1. mgr. 83. gr., sbr. 3. og 9. gr., sbr. 82. gr., laga nr. 144, 1994 um ársreikninga, sbr. 1. og 3. gr. laga nr. 37, 1995 sbr. til vara sbr. 2. mgr. 83. gr. og 22. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 og samkvæmt 29. tölulið ákæru telst brot ákærða jafnframt varða við 1. tl. 1. mgr. 153. gr. laga um hlutafélög nr. 2, 1995. ATHUGASEMD SAKBORNINGA: Enginn kafli með númerið VII. er í ákæru. VIII. BROT GEGN ALMENNUM HEGNING- ARLÖGUM OG LÖGUM UM ÁRSREIKN- INGA. Ákærðu Jóni Ásgeiri, Tryggva, Stefáni Hilmari og Önnu eru gefin að sök brot gegn almennum hegningarlögum og lög- um um ársreikninga í eftirgreindum til- vikum. 33. Ákærði Jón Ásgeir, sem framkvæmda- stjóri Baugs hf., með því að hafa, við undir- búning, gerð og framsetningu ársreiknings vegna ársins 1998, með tilstuðlan og aðstoð meðákærða Tryggva sem aðstoðarfram- kvæmdastjóra og yfirmanns fjármála hlutafélagsins, sett fram rangar og villandi sérgreiningar á liðum skammtímakrafna í efnahagsreikningi þar sem fjárhæð lána, sundurliðað ásamt upplýsingum um vexti, greiðslukjör og aðra helstu skilmála, til hluthafa, stjórnarmanna, framkvæmda- stjóra og aðila þeim nátengdum, var ekki sérstaklega getið, heldur felldar undir lið- inn aðrar skammtímakröfur í efnahags- reikningi, auk þess sem þeirra var ekki get- ið í skýrslu stjórnar eða í skýringum árs- reikningsins eins og bar að gera. Ársreikn- inginn með þessum röngu og villandi sér- greiningum og án viðeigandi skýringa, árit- aði ákærði Stefán Hilmar, endurskoðandi hlutafélagsins, án fyrirvara. Lán til hluthafa, stjórnarmanna, fram- kvæmdastjóra og aðila þeim nátengdum námu í lok reikningsárs 1998 fjárhæðum sem hér greinir: [ekki aðgangur að töflum.] ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA: Hér vísast til þess sem segir í köflum IV. og V. um meintar ólögmætar lánveitingar. Var það mat aðila að þessar ráðstafanir væru heimilar, m.a. samkvæmt 104. gr. hlutafélagalaga, og þeirra því ekki getið í ársreikningi. Vísast ennfremur til bréfs JÁJ 30. júní 2005 um meintar ólögmætar lánveitingar. 34. Ákærði Jón Ásgeir, sem framkvæmda- stjóri Baugs hf., með því að hafa, við undir- búning, gerð og framsetningu ársreiknings vegna ársins 1999, með tilstuðlan og aðstoð meðákærða Tryggva sem aðstoðarfram- kvæmdastjóra og yfirmanns fjármála hlutafélagsins, sett fram rangar og villandi sérgreiningar í liðum skammtímakrafna í efnahagsreikningi þar sem fjárhæð lána, sundurliðað ásamt upplýsingum um vexti, greiðslukjör og aðra helstu skilmála, til hluthafa, stjórnarmanna, framkvæmda- 28. ágúst 2002 – Reykjavík Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra gerir húsleit í höf- uðstöðvum Baugs Group við Súðarvog í Reykjavík. Leitin á rætur í ásökunum Jóns Geralds Sullenberger, forsvars- manns bandaríska heildsölufyrirtækisins Nordica, um auðgunarbrot Tryggva Jónssonar forstjóra og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnarformanns Baugs. Rannsóknin nær einnig til Jóhannesar Jónssonar. Rannsóknin beinist að því að Jón Ásgeir og Tryggvi, stjórn- endur Baugs Group, hafi látið Baug greiða tilbúna og ranga reikninga vegna kaupa á skemmtibáti í Bandaríkjunum, sem þeir töldust eiga með Jóni Gerald. Sakargiftir lúta einnig að því að gefinn hafi verið út tilhæfulaus reikn- ingur í nafni Nordica að undirlagi stjórnenda Baugs og hann síðan gjaldfærður hjá Baugi. Samanlagt er um að ræða um 90 milljónir króna á þá- verandi gengi. 28. ágúst 2002 – London Sama dag vinnur Philip Green og félag hans Taveta In- vestments Ltd að yfirtökutilboði í fataverslanakeðjuna Arcadia ásamt Jóni Ásgeiri og Baugi. Þriggja missera til- raunir Jóns Ásgeirs til kaupa á Arcadia virðast ætla að bera árangur í samstarfi við Green, sem Jón Ásgeir hafði sjálfur talið á að vera með í kaupunum. Jón Ásgeir og fleiri eiga þegar á þessum tímapunkti um fimmtung í fé- laginu. Tilboðið nemur 90 til 100 milljörðum íslenskra króna. Jón Ásgeir bregður sér frá samningagerðinni og fær fregnir af húsleit í höfuðstöðvum Baugs í Reykjavík. Jón Ásgeir segir Green, Stuart Rose, forstjóra Arcadia og öðrum viðstöddum að um smávægilegan vanda sé að ræða heima fyrir. 29. ágúst 2002 – London – Reykjavík Philip Green og Taveta leggja fyrir stjórn Arcadia lokatil- boð um yfirtöku á félaginu og tilkynning þar um er send Kauphöllinni í London. Fjölmiðlar í Bretlandi birta þá um morguninn frétt um húsleit lögreglunnar í höfuðstöðvum Baugs á Íslandi. Philip Green, Stuart Rose og öðrum við- skiptafélögum Jóns Ásgeirs er brugðið og gremst að Jón Ásgeir skyldi ekki upplýsa þá um málið. Green aftekur að Jón Ásgeir og Baugur geti leitt viðskiptin og kaupin til enda í þessu nýja ljósi. Áreiðanleiki hafi verið dreginn í efa og skaðinn sé skeður. Lögreglurannsókn sé afar alvar- legt mál í heimi viðskiptanna, að minnsta kosti í Englandi. Green óttast að vandræði Jóns Ásgeirs og Baugs skaði hans eigin veldi og orðstír og litlu máli skipti að Baugur hafi stöðu brotaþola. Málið vekur umtalsverða athygli í breskum fjölmiðlum. Jón Ásgeir, Tryggvi, forstjóri Baugs Group og fleiri eru yfirheyrðir hjá efnahagsbrota- deild Ríkislögreglustjóra. 4. september 2002 – London Philip Green vill kaupa hlut Jóns Ásgeirs og tengdra aðila í Arcadia, enda samþykki breski fjármálamarkaðurinn ekki þátttöku Jóns Ásgeirs í viðskiptunum í ljósi lögregluað- gerðanna hjá Baugi. Jón Ás- geir vill ekki ganga að af- arkostum og reynir enn samningaleið. 6. september 2002 – London – Reykjavík Stjórn Arcadia ákveður að mæla með tilboði Philips Green, sem hann gerði opinberlega degi áður. Tilboðið nemur alls um 105 milljörð- um króna. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að Green kaupi liðlega 20 prósenta hlut Baugs Group á 408 pens hlutinn eða fyrir um 21 milljarð króna. Jón keypti sína fyrstu hluti í fé- laginu á innan við 40 pens hlutinn. Green og Taveta In- vestments gengur vel að fjármagna kaupin. „Ég gerði Jón Ásgeir að ríkum manni. Getur hann beðið um meira?“ er haft eftir Philip Green. Þótt upphafleg áform Jóns Ásgeirs og félaga hafi ekki gengið eftir er hagnaðurinn af við- skiptunum mikill, nærri átta milljarðar króna. 1. mars 2003 – Reykjavík Fréttablaðið birtir gögn sem sögð eru benda til þess að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi vitað um Jón Gerald Sullenberger átta mánuðum fyrir húsleitina í höfuðstöðv- um Baugs. Davíð hafi að vísu talað um Jón „Gerhard“ Sul- lenberger í samtali við Hrein Loftsson á fundi í London í ársbyrjun 2002. Hreinn varaði stjórn Baugs við einhvers konar yfirvofandi aðgerðum samkeppnisyfirvalda gegn fé- laginu eftir fundinn með Davíð í London. Fram kom með- al annars í minnisblaði af stjórnarfundi að Þorgeir Bald- ursson, þáverandi stjórnarmaður í Baugi og formaður fjár- öflunarnefndar Sjálfstæðisflokksins, hefði talað um að „valdamiklir aðilar í viðskiptalífinu hefðu miklar áhyggur“ vegna forsætisráðherra. 3. mars 2003 – Reykjavík Davíð Oddsson forsætisráð- herra er gestur í fyrsta þætti Morgunvaktar Ríkisút- varpsins. Þar segir Davíð meðal annars: „Ég get sagt frá því, að á þessum fundi okkar Hreins Lofts- sonar, fyrst þú nefnir hann, þá sagði hann mér frá því, að Jón Ásgeir í Baugi hefði sagt sér, að það þyrfti að bjóða mér 300 millj- ónir TÍMARÖÐ ATBURÐA ■ Frá Sú›arvogi til Lundúna 4 13. ágúst 2005 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.