Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 8
13. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Fáðu ferðatilhö gun, nánari upp lýsingar um gististaðina og reiknaðu út ferðakostnaðin n á netinu! www.urvalutsyn.is ÍS L E N S K A A U G L † S IN G A S T O FA N /S IA .I S U R V 2 9 2 2 9 0 8 /2 0 0 5 Portúgal 22. og 29. ágúst. 5., 12., 19. og 26. sept. Verð frá: 42.900 kr.* á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi eða stúdíó á Brisa Sol í 7 nætur 29. ágúst. Mallorca 17., 24. og 31. ágúst. 7. og 14. sept. Verð frá: 41.300 kr.* á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi eða stúdíó á Club Royal Beach í 7 nætur 24. ágúst. Krít 15., 22. og 29. ágúst. 5., 12., 19. og 26. sept. Verð frá: 44.200 kr.* á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi eða stúdíó á Helios í 7 nætur 22. ágúst. Costa del Sol 25. ágúst. 1., 8., 15. og 22. sept. Verð frá: 43.500 kr.* á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi eða stúdíó á Aguamarina í 7 nætur 25. ágúst. *Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Finndu verð á þinni ferð á www.urvalutsyn.is Lengdu sumarið – Njóttu sólar í haust! Síðustu sætin í sólina 2 fyrir 1 á Brisa Sol 22. og 29. ágúst. 2 fyrir 1 á Club Royal Beach 24. ágúst. 2 fyrir 1 á Helios 15. og 22. ágúst. 2 fyrir 1 á Aguamarina 25. ágúst. SLYS Maður á fimmtugsaldri var fluttur á slysadeild eftir að bifhjól sem hann ók rakst á sendiferðabíl við Laugaveg 166 skömmu fyrir hádegi í gær. Maðurinn hlaut beinbrot við slysið en var ekki tal- inn alvarlega slasaður. Ökumaður sendiferðabílsins slapp ómeiddur. Talsverðar skemmdir urðu á báðum ökutækjum og voru bæði dregin af vettvangi. Loka þurfti hluta Laugavegar í um klukku- stund meðan unnið var á vett- vangi. - ht Ökumaður bifhjóls fluttur á sjúkrahús: Rakst á sendifer›abíl INNFLUTNINGUR „Ég hef verið fylgj- andi fyllstu varúð þegar um er að ræða innflutning hingað til lands, hvort sem um er að ræða dýr, af- urðir, fósturvísa eða notuð land- búnaðartæki,“ segir Sigurður Sig- urðarson, dýralæknir sauðfjár- og nautgripasjúkdóma á Keldum. Ágreiningur er uppi milli Hall- dórs Runólfsson- ar yfirdýralæknis og Guðna Ágústs- sonar landbúnað- arráðherra um hvort leyfa eigi innflutning nauta- kjöts frá Argent- ínu. Yfirdýra- læknir vill heim- ila innflutninginn en landbúnaðar- ráðherra hefur bannað hann þar sem gin- og klaufaveiki hafi greinst í gripum í Argentínu fyrir tveimur árum. Sigurður kveðst ekki vilja tjá sig um ágreininginn sem slíkan enda sé það ekki í sínum verka- hring. „Ég veit að það hefur verið unn- ið nákvæmt hættumat á þessum umbeðna innflutningi og þar kem- ur fram að hann er ekki hættu- laus,“ segir Sigurður. „Hins vegar stafar engin hætta af neyslu ís- lensks nautakjöts og mér finnst að menn ættu að halda sig við það, í stað þess að taka þessa áhættu.“ Hann kveðst ekki hafa sett sig nákvæmlega inn í stöðu gin- og klaufaveikimála í Argentínu. „Mér skilst þó að ekki sé bólu- sett við veikinni á því svæði sem er verið að ræða um innflutning frá. Það þýðir væntanlega að hættan sé þar minni heldur en þar sem bólu- sett er, því veikin myndi koma fljótlega fram ef hún væri til stað- ar. Á öðrum svæðum hafa naut- gripirnir verið bólusettir af því að gin- og klaufaveikin hefur komið þar upp. Þar getur hún verið mallandi og blossað upp ef bólu- setningu væri hætt.“ Fyrirtækið Kjötframleiðendur ehf. sótti um leyfi til innflutnings nautakjötsins frá Argentínu. Fyrir- tækið er í eigu Landssamtaka sauð- fjárbænda, Landssambands kúa- bænda, Félags hrossabænda og starfsmanna. „Ég skil ekki þetta tal um að landbúnaðarráðherra sé að gæta hagsmuna bænda með því að synja fyrirtæki í þeirra eigu um kjötinn- flutning,“ segir Erlendur H. Garð- arsson framkvæmdastjóri. „Það er kvótaleyfi á innflutningi á 95 tonn- um af nautakjöti. Við framleiðum ekki nógu mikið fyrir landið og því verður að flytja inn kjöt frá útlönd- um. Þetta er spurning um hvers vegna verið er að hafna einu landi en ekki öðru.“ jss@frettabladid.is SIGURÐUR SIGURÐ- ARSON Vill að fólk borði íslenskt nautakjöt. NAUTAKJÖTIÐ Nautakjötsframleiðendur hér anna ekki eftirspurn, segir framkvæmdastjóri Kjötframleiðenda ehf. Kjötiðnaðarmennirnir Helgi Víkingsson og Halldór Jónsson halda hér á safaríkum nautasteikum. Innflutningur ekki hættulaus Innflutningur nautakjöts frá Argentínu er ekki hættulaus, segir d‡ralæknir sau›fjár- og nautgripa- sjúkdóma. Hann vísar í nákvæmt hættumat. UNNIÐ Á VETTVANGI Talið er að tildrög slyssins hafi verið þau að sendiferðabíllinn hafi ekið í veg fyrir bifhjólið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.