Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 72
Eitt af fáu sem hægt er að ganga að vísu í þessum heimi er það að tískan feralltaf í hringi. Þessa dagana eru föt í anda sjöunda áratugarins sjóðheit ogallir frægustu fatahönnuðir heims, þar á meðal Christian Dior, Karl Lag-
erfeld, Stella McCartney og Dolce&Gabbana, eru undir miklum áhrifum sixtís-
tískunnar í haust- og vetrarlínum sínum. Sixtís-tískan er mjög klassísk og dömu-
leg en það eru nokkrir lykilhlutir sem einkenna hana. Fyrst má nefna það sem
kallast A-snið, en það nafn er komið af því að flíkurnar eru sniðnar eins og staf-
urinn A. Þannig eru bæði kápur og kjólar þröng um
axlirnar en víkka svo út í beinni línu. Hvort tveggja
er mjög stutt og síddin er sjaldnast niður fyrir hné.
Kápurnar eru ekki hafðar níðþröngar heldur látn-
ar leggjast létt að líkamanum og þær eru gjarnan
með frekar stuttum ermum. Kraginn á að vera lítill
og rúnnaður en hnapparnir stórir og kápan jafnvel
tvíhneppt. Þrátt fyrir að vera stuttir eru kjólarnir
aldrei ögrandi og flegnir heldur er mikilvægt að
hálsmálið sé kringt umhverfis hálsinn. Oftast voru
konurnar í þykkum sokkabuxum undir þeim, og
rúllukragapeysum eða skyrtum með púffermum. Út-
litið var svo fullkomnað með slaufum í hári, um háls
eða mitti. Við þessi fallegu föt gengu konur síðan í
háum stígvélum með rúnnaðri tá sem annaðhvort
voru flatbotna eða með háum hæl. Einnig voru Mary
Jane skór eða ballerínuskór vinsælir.
soleyk@frettabladid.is
40 13. ágúst 2005 LAUGARDAGUR
MEST LESNA TÍMARIT LANDSINS
Birta er komin út
!
Bragðmikið og girnilegt sjávarfang
Svartur jakki
Sígilt Hvítt
tíska tíðarandin
n heilsa kónga
fólk pistlar ma
tur stjörnuspá
SJ
Ó
NV
AR
PS
DA
GS
KR
ÁI
N
12
. á
gú
st
- 1
8.
ág
ús
t
» Hefur aldrei trú
að á töffaraskapi
nn
VALGEIR
GUÐJÓNSSON
» sígilt og fallegt
allt árið
HVÍTT
» bragðmikið og
girnilegtSJÁVARFA
NG
enn í stuði
Valgeir Guðjónsso
n
Hefur aldrei trúa
ð á töffaraskapin
n
MÓÐUR VIKUNNAR
> MARTA SMARTA FER YFIR MÁLIN
CHANEL Hefur
ætíð verið framar-
lega í sixtís-tísk-
unni. Hér er fyrir-
sætan í fallegri
tweed-dragt
með slaufu í
hárinu og
kvenlega
hanska.
DORIS DAY í svörtum og
hvítum, þverröndóttum bol.
Sveiflandi60’s
LOÐVESTI Loðkragar
voru notaðir í hófi en
þetta vesti úr Deben-
hams væri æðislegt yfir
rúllukragapeysu og
míní-pilsi.
KÁPA Flott,
tvíhneppt
kápa með
litlum kraga
úr Zöru.
KÁPA Þessi sæta
sixtís-kápa úr Top-
shop verður æðis-
leg í vetur.
TWIGGY Eitt af því
skemmtilegasta við sixtís-
tískuna var hár og förðun.
Konur stóðu tímunum sam-
an fyrir framan spegilinn og
túberuðu hárið og ekki var
minni tíma eytt í augnmáln-
inguna. Útlitið er allt saman
mjög dúkkulegt með þykk-
um eyeliner og stórum
gerviaugnhárum til að
stækka augun sem mest.
Minni áhersla var lögð á var-
irnar í staðinn og einungis
settur ljósbleikur varalitur
eða húðlitað gloss.
STÍGVÉL Það
verða allar
konur sjálf-
krafa gellur
um leið og
þær fara í
þessi geggjuðu
stígvél úr
Topshop.
HÁLSMEN Skartgrip-
irnir voru gjarnan stórir
og áberandi eins og
þetta hálsmen úr Vila.
STÍGVÉL Mergj-
uð stígvél úr Zöru
sem þægilegt er
að ganga í.
JAKKI Tweed var mjög mikið notað á sjöunda
áratugnum en þessi fallegi jakki er úr Zöru.
ANNAÐ SIXTÍSTREND Litasamsetn-
ingin svart og hvítt. Þverröndóttir bolir
og föt með houndstooth-köflum voru
áberandi í svarthvítu.
PEYSA Þessi
peysa úr Zöru
er í þeim stíl
sem Chanel var
með á sjöunda
áratugnum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
&
G
ET
TY
Brasilísk tíska vi› frostmark
Það er farið að hausta og það er góð tilfinning. Á þessum tíma er
gott að taka til í fataskápnum, sækja allar fallegu ullarpeysurnar
sem voru settar í efstu hilluna í vor og kaupa sér ný leðurstígvél.
Haustið er tími breytinga og það er um að gera að stokka upp í til-
verunni. Þetta á ekki bara við um heim fatatískunnar heldur á öll-
um vígstöðvum. Undanfarin ár hafa konur kappkostað að raka af
sér nær öll líkamshár og háreyðingarkrem og vax hafa selst gríðar-
lega vel í öllum apótekum. Sérstakir snyrtifræðingar hafa sérhæft
sig í brasilísku vaxi en sú tískubóla náði hámarki þegar Samantha í
Sex and the City framkvæmdi þá aðgerð í einum þættinum. „Vin-
konan“ fékk sama útlit og tólf ára stelpa og henni fannst það bara
nokkuð svalt þó hún væri að skríða á fimmtugsaldurinn. Brasilíska
vaxið náði þó ekki bara flugi í New York heldur varð þetta mikið
„trend“ hérlendis. Nú þarf hins vegar að setja þessa tískubólu á ís
og koma „vinkonunni“ í vetrarbúning enda er það löngu orðið úrelt
að vera sköllóttur að neðan. Hausttískan er í takt við liðna tíma.
Fatahönnuðir reyna að fanga stemningu liðinna tíma og mikilla
áhrifa gætir frá 60’s og 70’s tímanum. Á þeim tíma þótti hallæris-
legt að vera rakaður og aðalbombur þessa áratuga voru að öllum
líkindum kafloðnar. Meira að segja þær óheillakrákur sem leiddust
inn á brautir klámiðnaðarins fóru
ekki að raka sig fyrr en á níunda ára-
tugnum.
Ég get alveg lofað því að Twiggy
og Ursula Andress fóru ekki í brasil-
ískt vax og hefðu ekki látið sjá sig
dauðar með broddóttar „vinkonur“.
Sjálfri finnst mér sköllóttar „vin-
konur“ hræðilega ósmekklegar og
svo er ekkert meira ósjarmerandi en
þegar hárin fara að vaxa aftur. Það
veldur bara leiðindum eins og kláða
og öðru slíku. Mannslíkaminn er
meistarastykki og öll þessi líkamshár
hljóta að þjóna einhverjum tilgangi.
Niður með rakvélina og njótum þess
að vera retro innanklæða sem utan.
Engjateigi 5, sími 581 2141
Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00.
Síðasti dagur útsölu
Ótrúleg tilboð
Minnst 60% afsláttur