Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 6
6 13. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Danir hyggjast rýmka eftirlaunalög til að fjölga fólki á vinnumarkaði: Hvetur til aukavinnu eftirlaunaflega DANMÖRK Aukinn meirihluti danska þingsins hyggst greiða atkvæði með því að lögum um eftirlaun verði breytt svo eftir- launaþegum verði gert kleift að stunda hlutastarf án þess að það hafi of mikil áhrif á eftirlaun þeirra. Vonast er til þess að laga- breytingin muni verða til þess að þúsundir bætist við á vinnu- markaðinum. Tillaga ríkis- stjórnarinnar felur í sér að í stað þess fyrirkomulags sem nú er við lýði, þar sem föst upphæð er dregin af eftirlaunum fyrir hvern tíma sem eftirlaunaþeg- inn vinnur, verði frádrátturinn ákveðin prósentutala af þeim launum sem eftirlaunaþeginn þénar. Það leiðir til þess að það borgi sig frekar fyrir eftir- launaþega að vinna í lágt laun- uðum störfum, en langflestir eftirlaunaþegar eru í láglauna- störfum. Eftirlaunaþegar í Dan- mörku vinna að meðaltali tvær klukkustundir á viku, en vonast er til þess að lagabreytingin verði til þess að vinnustundum þeirra fjölgi. - sda Neytendasamtökin skoða lokun SKY á íslensk greiðslukort: Efast um lögmæti a›ger›anna NEYTENDUR Neytendasamtökin hafa falið lögmanni að kanna lög- mæti þess að sjónvarpsstöðin SKY taki ekki við íslenskum greiðslukortum. Smáís, sem eru samtök myndrétthafa á Íslandi, náðu sam- komulagi um það við stöðina á dögunum en strangt til tekið eiga innlendir aðilar rétt hér á landi á efni sem SKY sýnir. Neytenda- samtökin líta þetta alvarlegum augum þar sem heimili þurfi nú að kaupa þjónustu, þar á meðal enska boltann, á hærra verði en áður og telja með þessu sé dregið úr samkeppni og þjónustu við ís- lenska neytendur. „Fjöldamörg heimili hafa keypt gervihnattadisk til þess að taka við efni og það er verið að skerða rétt þeirra til að nýta fjár- festinguna,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna. „Útsjónarsamir neytendur hafa ýmis ráð og til dæmis geta menn fengið vini er- lendis til að kaupa áskriftina fyrir sig. Ég efast um að aðgerðin skili þeim árangri sem til er ætlast, en mun gera mörgum heimilum erfitt fyrir.“ - grs Líkur aukast á a› Írak ver›i sambandsríki Á mánudaginn rennur út fresturinn sem Írakar tóku sér til a› semja stjórnar- skrá. Sjíar vir›ast vera a› snúast á sveif me› Kúrdum um stofnun sambands- ríkis en súnníar eru flví mjög andsnúnir. ÍRAK Íraskir sjíar virðast óðum að komast á þá skoðun að skipta beri landinu upp í sambandsríki og bætast þar með í hóp Kúrda, sem eru mjög áhugasamir um slíka stjórnskipan. Súnníar eru þessu aftur á móti mjög mótfallnir. Fresturinn sem Írakar tóku sér til að semja texta framtíðarstjórn- arskrár sinnar rennur út á mánu- daginn en landsmenn greiða svo atkvæði um plaggið í október. Fulltrúum sjía, súnnía og Kúrda hefur hins vegar gengið afleitlega að koma sér saman um innihald þess og er vandséð að þeim takist að ljúka vinnunni áður en frestur- inn rennur út. Það er ekki síst spurningin um hvort Írak skuli verða sameinað og miðstýrt ríki eða lauslegt sambandsríki sem hefur verið ásteytingarsteinn. Kúrdar hafa barist fyrir síðar- nefndu útfærslunni en súnníar hafa með oddi og egg varið núver- andi fyrirkomulag. Í gær lýsti Abdul-Aziz al- Hakim, einn áhrifamesti stjórn- málamaður heittrúaðra sjía, þeirri skoðun sinni á fundi í hinni helgu borg Najaf að stefna bæri að því að suðurhluti landsins fengi sjálf- stjórn í sem flestum málaflokkum svo að pólitísku jafnvægi verði náð í Írak. Ummæli al-Hakim eru merki- leg þar sem heittrúaðir sjíar hafa hingað til heldur hallast að mið- stýrðri stjórnskipan. Dagblaðið New York Times hermir að fyrir fundinn hafi al-Hakim rætt við Ali Sistani erkiklerk, en hann er af mörgum talinn áhrifamesti maður Íraks. Sé Sistani sammála hug- myndum um sambandsríki er mjög líklegt að stjórnarskráin muni kveða á um slíkt fyrirkomu- lag. Súnníar hafa þegar harðlega gagnrýnt þetta útspil al-Hakim og segja það draga úr líkum á að stjórnarskrárnefndin nái sam- komulagi fyrir mánudaginn. Þorri íbúa Suður-Íraks er sjíar, Kúrdar byggja norðrið en súnn- íar eru fjölmennir í miðhluta landsins. Skipting landsins í sjálfsstjórnarhéruð myndi taka mið af því. 80-90 prósent af olíu- lindum Íraks og eina höfn þess eru í suðurhlutanum og því er ekki að undra að margir sjíanna hugsi sér gott til glóðarinnar á sama tíma og súnnía hrylli við. sveinng@frettabladid.is Nýjasta tækni: Rækta kjöt án d‡rahalds BALTIMORE, AP Hægt verður innan tíðar að rækta kjöt án þess að dýr komi þar við sögu, að sögn breska líffræðingsins Brians J. Ford. Hann segi tækni sem gerir kleift að rækta kjöt úr dýrafrumum þegar fyrir hendi. Slíkt verður þó ekki hægt að kaupa í verslunum á næstunni því ár gætu enn liðið þar til kjöt framleitt á þennan hátt kemur á markaði. Ford telur að ræktun kjöts án dýra hafi þau áhrif að halda þurfi færri dýrum föngnum, oft við ófullnægjandi aðstæður. Þá komi ræktunin til móts við aukna prótínþörf vaxandi íbúafjölda jarðar. ■ Ætlarðu að fylgjast með enska fótboltanum í vetur? SPURNING DAGSINS Í DAG: Var rétt hjá landbúnaðarráð- herra að hafna innflutningi nautakjöts frá Argentínu? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 71,5% 28,5% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN EFTIRLAUNAÞEGAR Fyrirhuguð breyting á eftirlaunalögum í Danmörku mun gera það mun hagstæðara en áður fyrir eftir- launaþega að vinna láglaunastörf. Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 9-17, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16). Ver› á mann í tvíb‡li á Maritim Hotel Frankfurt 18.-20. nóv., 20.-22. jan. og 3.-5. mars. Innifali›: Flug, gisting, morgunver›ur, flugvallarskattar og fljónustugjöld. www.icelandair.is/frankfurt Frankfurt VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Nú geta handhafar Vildarkorts Visa og Icelandair notað 10.000 Vildarpunkta sem 5.500 kr. greiðslu upp í fargjaldið. Flug og gisting í tvær nætur Verð frá 39.900 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 29 01 3 0 8/ 20 05 FRÁ NAJAF Heittrúaðir sjíar minntust dauða stjórnmálaleiðtogans Mohammed Baqir al- Hakim í Najaf í gær en hann dó í bílsprengjuárás í borginni fyrir tveimur árum. Abdul Aziz al-Hakim, bróðir hans, kvaðst við það tækifæri telja að sjíar ættu að fá sjálfstjórn í suður- hluta Íraks. M YN D /A P FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I GERVIHNATTADISKUR Formaður Neytenda- samtakanna segir aðgerðirnar skerði rétt þeirra sem hafi keypt sér gervihnattadisk til að nýta þá fjárfestingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.