Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 10
ÁR FRÁ ÓLYMPÍULEIKUM Rólegt var um að
litast við Ólympíuleikvanginn í Aþenu í
gær. Fyrir nákvæmlega ári var þar hins
vegar handagangur í öskjunni því þá voru
sumarleikarnir 2004 settir.
10 13. ágúst 2005 LAUGARDAGUR
Vinstriflokkarnir gætu fengið meirihluta á þingi samkvæmt könnunum:
Norsku stjórnarflokkarnir tapa fylgi
NOREGUR Ríkisstjórnarflokkarnir í
Noregi, undir stjórn Kjell Magne
Bondevik, tapa verulegu fylgi í
þingkosningum sem fara fram eft-
ir mánuð, ef marka má skoðana-
könnun norska dagblaðsins Aften-
posten.
Ríkisstjórnarflokkarnir þrír,
Íhaldsflokkurinn, Kristilegir
demókratar og Frjálslyndir, fengju
aðeins 44 þingsæti, eða 27,4 pró-
sent atkvæða. Í þingkosningunum
2001 fengu flokkarnir þrír samtals
30,7 prósent atkvæða.
Vinstri flokkarnir þrír, sem lík-
legastir þykja til þess að mynda
saman vinstristjórn, Verkamanna-
flokkurinn, Sósíalistaflokkurinn
og Miðflokkurinn, fá meirihluta
þingsæta samkvæmt könnuninni,
eða 93 þingmenn af 169. Sam-
kvæmt könnuninni fengju þeir
51,6 prósent atkvæða.
Verkamannaflokkurinn nýtur
mests fylgis samkvæmt könnun-
inni, eða 26,9 prósent. Næststærst-
ur er Sósíalistaflokkurinn með um
18 prósenta fylgi og Framfara-
flokkurinn, flokkur öfgasinnaðra
hægrimanna, er þriðji stærsti
flokkur Noregs samkvæmt könn-
uninni með 17,4 prósenta fylgi.
Formaður Framfaraflokksins Carl
I. Hagen hefur nýverið sagt að
hann myndi ekki ganga til ríkis-
stjórnarsamstarfs við Kjell Magne
Bondevik, núverandi forsætisráð-
herra. - sda
Fundað um sjávarútvegsmál:
Schmidt hreifst af
fiskvei›istjórnuninni
SJÁVARÚTVEGSMÁL Árni M.
Mathiesen sjávarútvegsráðherra
og Hans Christian Schmidt, mat-
vælaráðherra Danmerkur sem
fer með sjávarútvegsmál, hafa
fundað síðustu daga um sjávarút-
vegsmál, en Schmidt er nú í
vinnuheimsókn hér á landi.
Þeir ræddu meðal annars
ástand fiskistofna, ólöglegar veið-
ar, stefnumótun ESB um málefni
hafsins, veiðar á Norsk-íslensku
síldinni og loðnuveiði í íslensku
lögsögunni. Þá gerði Árni honum
grein fyrir afstöðu Íslendinga í
Svalbarðamálinu.
Viðræðurnar voru almennt á
jákvæðum nótum. Hvalveiðimál
báru lítillega á góma, en þau
heyra ekki undir ráðuneyti
Schmidt.
Fiskveiðistjórnunarkerfið var
kynnt fyrir Schmidt og sagði hann
að sér þætti mikið til þess koma,
ekki síst vegna þess hve margir
kæmu að ákvarðanatöku og
stefnumótun.
Auk fleiri vinnufunda mun ráð-
herrann ferðast um landið og til
dæmis skoða Síldarminjasafnið á
Siglufirði og heimsækja Gullfoss
og Geysi. - grs
KJELL MAGNE BONDEVIK Litlar líkur eru á
að Bondevik takist að mynda fjögurra
flokka hægri stjórn eftir kosningar.
Algjörar perlur
Fimmta bókin hennar
Madonnu er fyrir börn á öllum
aldri og eins og fyrri bækur
hennar með fallegan boðskap
og frábærlega myndskreytt.
Allar bækurnar nú á einstöku
tilboði!
„Nýja bókin hennar Madonnu;
náið ykkur í hana!“
Oprah Winfrey
Amazon.com
Barnes&Noble.com
50% afsláttur
aðeins 995 kr.
50% afsláttur
aðeins 995 kr.
HANS CHRISTIAN SCHMIDT OG ÁRNI M. MATHIESEN Matvælaráðherra Danmerkur þótti
mikið til íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins koma.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
M
YN
D
/A
P
Orkumálaráðherrar funda:
Hyggjast auka
samkeppni
NORÐURLÖND Orkumálaráðherrar
Norðurlanda samþykktu að vinna
að því að auka samkeppni, skil-
virkni og öryggi á raforkumarkaði á
fundi sem þeir sátu á Grænlandi.
Samþykktin er hluti af samstarfsá-
ætlun á sviðið orkumála. Þar er
einnig kveðið á um að hlutur endur-
nýjanlegra orkulinda í orkunotkun
verður aukinn enn frekar.
Valgerður Sverrisdóttir sat fund-
inn fyrir Íslands hönd. Hún átti
samhliða honum tvíhliða fund með
Johan Lund Olsen, orkumálaráð-
herra Grænlands, sem þakkaði
stuðning íslenskra stjórnvalda við
jarðhitarannsóknir á Disco-eyju.
- bþg
Flugvöllurinn lama›ist
70.000 manns ur›u strandaglópar flegar flugvallarstarfsmenn British Airways
á Heathrow lög›u ni›ur störf í gær til a› mótmæla uppsögn 800 starfs-
manna. Tali› er a› verkfalli› kosti fyrirtæki› rúman milljar› króna.
BRETLAND Ófremdarástand skap-
aðist á Heathrow-flugvelli í Lund-
únum í gær og í fyrrakvöld þegar
flugvallarstarfsmenn fóru í
skyndilegt samúðarverkfall. Tug-
þúsundir farþega komust hvorki
lönd né strönd.
Yfir þúsund starfsmenn Brit-
ish Airways á Heathrow ákváðu
að leggja niður störf á fimmtu-
dagskvöld eftir að 800 starfs-
mönnum Gate Gourmet-veitinga-
þjónustunnar var sagt upp í
sparnaðarskyni, en þeir eru í
sama verkalýðsfélagi. Í kjölfarið
varð British Airways að aflýsa
öllum ferðum til og frá flugvellin-
um næsta sólarhringinn, svo og
flugfélögin Quantas, Finnair,
British Mediterranean og Sri
Lankan Airlines sem öll kaupa
þjónustu af British Airways. Far-
þegar Icelandair lentu hins vegar
ekki í vandræðum þar sem aðrir
annast vélar þeirra og farþega.
Fella þurfti niður 550 ferðir
frá flugvellinum í gær og voru
70.000 manns strandaglópar víða
um heim af völdum verkfallsins.
Talið er að British Airways hafi
tapað 1,15 milljarði króna vegna
þess.
Um það bil þúsund farþegar
urðu að eyða aðfaranótt föstu-
dagsins á Heathrow og þeir voru
að vonum afar óhressir með það.
„Ég er of kurteis kona til þess að
færa í orð hvað mér finnst um
British Airways,“ sagði Daphne
Morley, frá Ástralíu, en hún hafði
ætlað að ná tengiflugi í Lundún-
um til Pétursborgar í Rússlandi.
„Farangurinn okkar er einhvers
staðar, við getum ekki einu sinni
skipt um föt.“
Síðdegis í gær sneru starfs-
mennirnir svo aftur til sinna
starfa og um kvöldmatarleytið
tóku svo fyrstu flugvélarnar að
fara í loftið frá flugvellinum.
sveinng@frettabladid.is
ERFIÐ BIÐ Flugfarþegar á Heathrow-flugvelli voru afar gramir yfir verkfallinu enda komust
þeir hvorki lönd né strönd.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P