Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 29
5LAUGARDAGUR 13. ágúst 2005 Bílveiki er leiðigjarnt vandamál sem allt of margir glíma við. Margar tröllasögur ganga um ástæður bílveiki en hið sanna í málinu er að misvísandi skilaboð hreyfingar okkar valda vanlíðan. Þegar maður er á fleygiferð í bíl nema jafnvægisskynfærin inni í eyrunum að líkaminn hreyf- ist. Þegar þau boð koma saman við boð frá augunum sem segja að ekkert hreyfist í kringum okkur og boð frá þrýstinemum í húð sem halda því fram að við sitjum kyrr fer allt í vitleysu í heilanum. Hann veit ekkert hvernig hann á að snúa sér í skynjuninni og úr því verður ógleði eða önnur óþægindi. Hægt er að draga úr bílveiki með ýmsum ráðum. Vertu í framsætinu. Ekki glápa á hluti sem þeysa framhjá heldur horfðu beint út um framrúðuna á veginn eða landslagið. Ekki lesa bækur inni í bíln- um. Bæði er það bílveikihvetjandi og svo leggur þú bækurnar í hættu á að verða fyrir gubbi. Forðastu að borða mat sem sest eins og grjót í mag- ann. Taktu eitthvað hollt og gott með þér að heiman og passaðu þig á vegasjoppumatnum! Kauptu bílveikitöflur í næsta apóteki þar sem þær fást oft án lyfseðils. Neysla þeirra er þó ekki gallalaus því töflurnar þarf að bryðja klukkutíma fyrir brottför og geta valdið því að svefn og annar slappleiki svífi á mann. Gömul húsráð virka líka vel. Engifer dreg- ur úr ógleðitilfinn- ingunni og hægt að tyggja ferska engiferrót eða vera með engiferöl í bílnum. Pipar- mynta virkar líka vel og til dæmis hægt að vera með piparmyntute á brúsa og þamba alla leiðina. Veldu frekar að keyra á mal- arvegum en malbikuðum vegum. Þá finnur þú meira fyrir hreyfingunni og líður þar af leið- andi betur. Ef ógleðin svífur á þig er best að stoppa sem fyrst og ganga aðeins um. Með fast land undir fótum og ferskt loft í lungum jafnar ógleðin sig oftast á stuttum tíma. Vegna flutnings í Bílakjarnann við Breiðhöfða verðum við með glæsileg opnunartilboð á yfir 30 bílum á staðnum Allt að 50% afsláttur – aðeins um helgina! P.S. einnig mikið úrval annarra bíla. v/ Breiðhöfða • www.notadirbilar.is 100% bílalán Þegar þarf að komast milli tveggja staða er ómögulegt að verða bílveikur. Nokkur góð ráð gegn bílveiki Ógleði í bílferðum virðist stundum vera óyfirstíganlegt vandamál. 1 2 3 4 5 6 7 Hraðskreiðasti sportbíllinn á markaðnum Á laugardagsgleði B&L í dag verður mikið um að vera og BMW M5, aflmesti sportbíllinn á markaðnum, meðal annars til sýnis. BMW M5 er með sex mismunandi sportstillingar, sjö gíra og F1 gírskiptingu í stýrinu. Laugardagsgleði B&L verður haldin í dag, laugardag, á Grjót- hálsi 1 í tilefni þess að umboðið hefur verið opnað á nýjan leik á laugardögum eftir rúmlega sex vikna sumarhlé. Boðið verður upp á pylsur og kók og yngsta kyn- slóðin fær blöðrudýr. Hraðskreið- asti og jafnframt aflmesti sport- bíllinn á markaðinum, BMW M5, verður til sýnis á laugardagsgleð- inni. Hann er með V10 5000 cc vél sem skilar 507 hestöflum. Bíllinn er búinn framrúðuskjá, eða Head- up Display, sem er sama tækni og nýjustu orrustuflugvélar eru með. Skjárinn varpar upplýsing- um á borð við hraða og snúnings- hraða upp á framrúðu bílsins. Aðrir sýningarbílar á gleðinni eru Santa Fe, Tucson, Discovery og Megane-línan. Einnig verður get- raun í tengslum við Megane Saloon og gengur hún út á að giska hversu stórt skottið í honum er. Í verðlaun er ferð fyrir tvo til Parísar en vinningshafinn verður dreginn út í næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.