Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 18
„Við vorum að flytja og erum undirbúa dálitla opnunarhátíð með tilboðum og fleiru,“ segir Óskar Guðnason sölustjóri Aðal- bílasölunnar sem á hálfrar aldar afmæli um þessar mundir. Aðalbílasalan er elsta starf- andi bílasalan á landinu en hana stofnaði Halldór Snorrason við Aðalstræti árið 1955. „Halldór var veraldarvanur og stórhuga, enda þurfti maður að vera það til að stofna bílasölu þegar haftastefnan stóð sem hæst og bílar á landinu voru ekki marg- ir,“ segir Óskar. Halldór átti Að- albílasöluna í 45 ár en fyrir fimm árum keypti Bernhard ehf., innflytjandi Honda og Peu- geot bifreiða, hana. Bílasalan er nú flutt í Eirhöfða 11 en var áður í Skeifunni og Óskar kann breyt- ingunni vel. „Það er mikið rými hérna og við getum verið með fleiri bíla en áður og aðstaðan í nýja húsinu er glæsileg.“ Óskar segir erfitt að áætla hversu marga bíla Aðalbílasalan hefur selt í gegnum tíðina en þeir skipti örugglega tugþús- undum. „Á síðastliðnum fimm árum höfum við selt fimm þús- und bíla þannig að ég held að það sé alls ekki ofmat.“ Að hans sögn hefur bílasalan eignast heilmarga trygga viðskiptavini í gegnum árin. „Sumir sem kaupa bíla hjá okkur gera það vegna þess að pabbi þeirra og jafnvel afi gerðu það líka og vilja halda í hefðina.“ Óskar hefur starfað hjá Aðal- bílasölunni í sjö ár. Eins og gef- ur að skilja hefur hann mikinn áhuga á bílum, þótt bíladellann sé ekki á jafn háu stigi og hjá mörgum kollegum hans. „Ég skipti ekki um bíla í sífellu eins og margir,“ segir hann og hlær. „Þetta er fyrst og fremst vinnan mín. Undanfarið hef ég ekið á Hondu Accord og ég er mjög hrifinn þeim bíl.“ Óskar telur það ekki vera nokkra spurningu að Aðalbíla- salan sé enn þá aðal bílasalan. „Við viljum meina það, enda er kjörorð okkar að við erum ekki aðeins fyrstir, heldur líka fremstir.“ ■ 18 13. ágúst 2005 LAUGARDAGUR H.G. WELLS (1866-1946) lést þennan dag. Erum enn þá aðal bílasalan AÐALBÍLASALAN: HÁLFRAR ALDRAR GÖMUL „Vandræði dagsins í dag eru efniviður brandara morgundagsins.“ - Breski rithöfundurinn H.G. Wells var þekktur fyrir frjótt ímyndunar- afl sem birtist í sögum á borð við Innrásina frá Mars og Tímavélina. timamot@frettabladid.is Á þessum degi árið 1966 til- kynntu Kínverjar áform sín um menningarbyltingu öreiganna. Miðstjórn kínverska kommúnista- flokksins fundaði í fyrsta sinn í fjögur ár og taldi að þörf væri á að útbreiða boðskap Maó Zedong og hreinsa þá burt sem þóttu vilhallir undir kapítalisma. Árið 1958 hafði Maó reynt að rétta efnahag landsins við með áætlun sem kölluð var Stóra stökkið. Lítil samyrkjubú voru sameinuð í gríðarstórar kommún- ur og allt kapp lagt á þungaiðnað. Áætlunin misheppnaðist og leiddi til hörmulegar hungursneyðar. Nú þóttu vera komin skilyrði fyrir öðru stóru stökki; menningarbylt- ingin átti að auka matvælafram- leiðslu, þróa kjarnorkuiðnað og blása lífi í glæður byltingarinnar. Háttsettir embættismenn sem voru ekki í náðinni hjá flokknum voru sviptir stöðum og tilmælum var beint til annarra sem þóttu óhlýðnir að myndu þeir iðrast og sýna einlæga sjálfsganrýni gætu þeir öðlast nýtt líf. 35 milljón ein- tök af bókinni Valin verk eftir Maó Zedong voru prentuð fólki til fræðslu og innblásturs. Maó hreinsaði rækilega til í röð- um andstæðinga sinna, háskólum var lokað svo stúdentar gætu ein- beitt sér að byltingunni og rauð- liðar réðust á nánast hvern þann utan flokksins sem gat talist í valdastöðu, til dæmis kennara. Tugir þúsunda létu lífið í fangelsi og um þrjár milljónir manna voru fordæmdar í menningarbylting- unni sem stóð til dauðadags Maós árið 1976. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1521 Hernán Cortés leggur undir sig Tenochtitlán, höfuðborg Asteka. 1776 Gefin er út konungleg tilskipum um póstferðir á Íslandi. Fyrsta ferðin er farin sex árum seinna. 1792 Byltingarmenn í Frakklandi fang- elsa aðalsfólk, þar á meðal Marie Antoinette. 1899 Alfred Hitchcock fæðist. 1926 Fidel Castro fæðist. 1940 Orrustan um Bretland hefst. 1948 Aldrei meiri annir í loftbrúnni til Berlínar. 1966 Ríkið kaupir Skaftafell í Öræfum undir þjóðgarð. 1998 Jeppi fellur 200 metra fram af Grímsfjalli í Vatnajökli. Tvennt var í bílnum og komust bæði lífs af. Menningarbyltingin hefst í Kína Elskuleg eiginkona mín, móðir, dóttir, systir, mágkona og frænka, Gréta Mjöll Storm Jakobsen Ærtebjerggårdvej 62, Odense, Danmörku, lést hinn 15. júlí á Odense Sygehus, var jarðsett 22. júlí í Broby Kirke, Odense. Minningarathöfn verður hinn 20. ágúst í Grundarkirkju, Eyjafjarðarsveit, kl. 14.00. Henning Storm Jakobsen Patrick Storm Jakobsen Alexander Storm Jakobsen Steinþór Oddsson Gréta Guðvarðardóttir Harpa Jónsdóttir Guðjón Eiríksson Hallur Reykdal Kirsten Reykdal Oddur Steinþórsson Medha Sector Guðvarður Steinþórsson Saichon Khlaiput Heiðbrá Steinþórsdóttir Rúnar Eiríksson og systkinabörn Okkar ástkæra eiginkona og móðir, Amalía Rut Gunnarsdóttir Björtusölum 23, Kópavogi, andaðist 11. ágúst. Jónas Yamak Edda Falak Yamak Ómar Yamak Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát Helgu Guðrúnar Þorsteinsdóttur Hraunbæ 80, Reykjavík. Helga Margrét Söebech Gunnar Örn Guðmundsson Þórður Freyr Söebech Guðmundur Örn Gunnarsson Helgi Valur Gunnarsson Jódís Þorsteinsdóttir Jón Níelsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Ingimars Kr. Skjóldals Skálateigi 1, Akureyri. Elsa Óskarsdóttir Dýrleif Skjóldal Rúnar Arason Hafdís Skjóldal Kristján Skjóldal Nanna Björg Hafliðadóttir Eygló Jensdóttir Björn Austfjörð afa og langafabörn ÓSKAR GUÐNASON Segir bílasöluna hafa eignast marga trygga viðskiptavini gegnum tíðina og margir kaupi af þeim bíla vegna þess að foreldrar þeirra gerðu það. JAR‹ARFARIR 14.00 Kristbjörn Benjamínsson, frá Katastöðum, Núpasveit, verður jarðsunginn frá Snartarstaðakirkju. 14.00 Héðinn Kristinsson, bifreiðastjóri, Heiðarbraut 2, Hnífsdal, verður jarðsunginn frá Hnífsdalskapellu. 14.00 Ester Friðjónsdóttir, Illugagötu 69, Vestmannaeyjum, verður jarð- sungin frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum. ANDLÁT Magnús G. Helgason, frá Lambastöð- um, Seltjarnarnesi, lést á hjartadeild Há- skólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð, þriðjudaginn 2. ágúst. Andri Ísaksson, fyrrverandi prófessor, Hjallabrekku 14, Kópavogi, andaðist á heimili sínu 6. ágúst síðastliðinn. Björn Sigurðsson, húsasmíðameistari, til heimilis á Hrafnistu í Hafnarfirði, áður Sólheimum 23, Reykjavík, lést þriðju- daginn 9. ágúst. Margrét Sighvatsdóttir, Hraunvangi 1, lést miðvikudaginn 10. ágúst. Kristján G. Jónsson, Álfaskeiði 64b, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi fimmtu- daginn 4. ágúst. AFMÆLI Páll Bergþórsson veður- fræðingur er 82 ára. Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir prófessor er 53 ára. Sigurður Gísli Pálmason athafnamaður er 51 árs. Einar Ágúst Víðisson tónlistarmaður er 32 ára. Agnar Jón Egilsson er 32 ára. www.steinsmidjan.is Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálkinn hér a› ofan má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.