Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 38
ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA: Erfitt er að skilja hvað sakborningum er ná- kvæmlega gefið að sök í þessum ákærulið. Þessi viðskipti tengjast viðskiptum sem rætt er um í athugasemdum við ákærulið 5. Þetta er nánar skýrt í bréfi JÁJ 30. júní 2005. Vart getur það talist misnotkun á aðstöðu að hafa selt umræddar fasteignir á 354 milljónir króna, sem var markaðsvirði þeirra á þeim tíma sem viðskiptin áttu sér stað, þegar mats- verðið í dag er 573 milljónir króna. 7. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Jóhannesi með því að hafa hinn 30. nóvember 1998, við yf- irtöku Baugs hf. á Bónus sf., kt. 670892- 2479, misnotað aðstöðu sína hjá Baugi hf., til þess að binda það við erlenda bankaá- byrgð í SPRON, að andvirði kr. 12.219.990,00, sem var óviðkomandi rekstri Bónus sf., en til ábyrgðarinnar höfðu ákærðu stofnað í nafni sameignarfélagsins hinn 17. júlí 1996, vegna lántöku í nafni bandaríska félagsins Nordica Inc. hjá Rea- dy State Bank, Hialeah í Flórída í Banda- ríkjunum, að fjárhæð USD 135.000. Ábyrgðin var stofnuð vegna kaupa ákærðu, í félagi við eiganda hins bandaríska félags, Jón Gerald Sullenberger, samkvæmt sölu- reikningi dagsettum hinn 16. ágúst 1996, á 37 feta skemmtibát af gerðinni Sea Ray Sundancer sem fékk nafnið „Icelandic Vik- ing“, en með þessu varð Baugur hf., síðar Baugur Group hf., bundið við ábyrgðina sem gjaldféll á hlutafélagið hinn 17. októ- ber 2002. ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA: Um er að ræða ábyrgð sem Bónus gaf út til handa Nordica árið 1996 vegna vöruviðskipta en ekki vegna báts eins og sýnt hefur verið fram á með gögnum. Vísast til svars um lið 2. Brot ákærða Jóns Ásgeir samkvæmt 5., 6. og 7. tölulið ákæru, og Jóhannesar sam- kvæmt 7. tölulið ákæru teljast varða við 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Brot ákærða Jóhannesar samkvæmt 5. tölulið telst varða við 249. gr. sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. Brot ákærða Tryggva samkvæmt 5. og 6. tölulið telst varða við 249. gr. sbr. 22. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19, 1940. III. FJÁRDRÁTTUR OG UMBOÐSSVIK Ákærða Jóni Ásgeiri er gefinn að sök fjár- dráttur og/eða umboðssvik í eftirgreind- um tilvikum: 8. Með því að hafa hinn 8. október 1998 lát- ið millifæra af bankareikningi, númer 1151 26 000156, í eigu Baugs-Aðfanga ehf., dótt- urfélags Baugs hf., kr. 200.000.000,00 inn á bankareikning í eigu SPRON, nr. 1151 26 009999, þar sem ákærði fékk útgefna bankaávísun sömu fjárhæðar, á nafn Helgu Gísladóttur. Ákærði afhenti eða lét afhenda Eiríki Sigurðssyni, sambýlismanni Helgu, eiganda alls hlutafjár í Vöruveltunni hf., bankaávísun þessa til greiðslu samkvæmt kaupsamningi dagsettum hinn 7. október 1998, þar sem Helga Gísladóttir seldi ákærða fyrir hönd ótilgreindra kaupenda allt hlutafé í hlutafélaginu Vöruveltunni og var ávísunin innleyst hinn 9. október 1998 og andvirði hennar lagt inn á bankareikn- ing Helgu númer 0327 26 001708. ATHUGASEMDIR SAKBORNINGS: Um var að ræða lánveitingu í viðskiptalegum tilgangi fyrir Baug, sem rúmast innan stöðu- umboðs JÁJ sem forstjóra félagsins. Þessir fjármunir voru endurgreiddir fyrir lok reikn- ingsársins 1998, án þess að það sé tiltekið í ákæru eins og eðlilegt væri. Eins og rakið er í athugasemdum sakborninga við 5. lið ákærunnar gerði JÁJ samning til að tryggja hagsmuni Baugs þegar það stefndi í að Vöru- veltan yrði seld til KEA. Greiðslan tengist með órofa hætti samningi JÁJ við seljendur Vöruveltunnar frá deginum áður, þar sem JÁJ kom fram sem umboðsmaður væntanlegra kaupenda. Þessi ráðstöfun var gerð með hags- muni Baugs að leiðarljósi, enda jókst velta vöruhúss fyrirtækisins um 18% án þess að kostnaður færi upp svo nokkru næmi. Þetta atriði var ítarlega skýrt í bréfi JÁJ, dags. 30. júní 2005. 9. Með því að hafa hinn 15. júní 2001 látið Baug hf. greiða kr. 95.000.000,00 inn á bankareikning Kaupþings á Íslandi, nr. 1100 26 454080, þaðan sem fjárhæðinni var ráðstafað, ásamt láni frá Kaupthing Bank Luxembourg, að fjárhæð kr. 30.000.000,00, til félagsins Cardi Holding, dótturfélags Gaums Holding, sem bæði voru skráð í Lúxemborg, sem hlutafjárframlag í félagið FBA-Holding. Það félag var í eigu Fjárfest- ingafélagsins Gaums ehf. og þriggja ann- arra aðila. Færsla vegna greiðslunnar í bókhaldi Baugs hf. var með fylgiskjali, sem var útskrift tölvupósts með greiðslufyrir- mælum ákærða til þáverandi fjármála- stjóra Baugs hf., með handskrifuðum at- hugasemdum um númer bankareiknings sem greiðslan var færð inn á svohljóðandi skýringum: „eignfæra ráðgjöf v/A Holding. Viðskiptafæra á Baug Holding. Vantar reikning“. ATHUGASEMDIR SAKBORNINGS: Um er að ræða þóknun sem Gaumur fékk fyr- ir að falla frá betri rétti sínum vegna þátttöku í A-Holding sem stofnað var utan um fjárfest- ingu í Arcadia. Hafa forsvarsmenn Íslands- banka og KB-banka, sem voru stofnhluthafar í A-Holding, ásamt Baugi og Gaumi, staðfest að þessir aðilar hafi einnig fengið sams konar þóknun fyrir að falla frá rétti sínum. Með þessari ráðstöfun sparaði Baugur um 650 milljónir króna frá þeim samningum sem þeg- ar höfðu verið gerðir. Sýnt hefur verið fram á að þóknun Gaums var hlutfallslega lægri en bankanna. Hafði JÁJ umboð bæði stjórnar og hluthafafundar til að ganga frá slíkum samn- ingum við hluthafa A-Holding. Þetta hefur ít- arlega verið skýrt í bréfi JÁJ 30. júní 2005, álitsgerð Jónatans Þórmundssonar og með bréfi JÁJ til RLS 21. september 2004. Brot ákærða Jóns Ásgeirs samkvæmt 8. tölulið ákæru telst varða við 247. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19, 1940, en brot ákærða samkvæmt 9. tölulið telst varða við 247. gr. almennra hegningarlaga nr., 19, 1940 til vara við 249. gr. sömu laga. IV. FJÁRDRÁTTUR, UMBOÐSSVIK OG BROT GEGN LÖGUM UM HLUTAFÉLÖG. Ákærðu Jóni Ásgeiri, Tryggva og Kristínu er gefinn að sök fjárdráttur og/eða um- boðssvik og brot gegn lögum um hlutafé- lög í eftirgreindum tilvikum: ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA: Í heimfærslu til refsiákvæða í lok IV. kafla er Kristínu Jóhannesdóttur ekki gefinn að sök fjárdráttur, umboðssvik né brot gegn lögum um hlutafélög líkt og segir hér í upphafi kafl- ans. Uppsetning í ákæru er því bæði röng og ósæmandi að þessu leyti. 10. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 23. ágúst 1999 látið milli- færa af bankareikningi Baugs hf., nr. 0527 26 000720, kr. 100.000.000,00 til Íslands- banka hf., vegna innheimtu bankans á hlutafjárloforðum, sem greiðslu Fjárfest- ingafélagsins Gaums ehf., þegar einka- hlutafélagið eignaðist 10.000.000 hluti í hlutafjárútboði í Baugi hf. í apríl 1999. Í bókhaldi Baugs hf. var greiðslan til Íslands- banka hf., í þágu einkahlutafélagsins, færð á viðskiptamannareikning þess hjá Baugi hf., sem krafa, þannig að eftir bókun milli- færslunnar stóð viðskiptamannareikning- urinn í kr. 182.782.689,00. Krafa hlutafé- lagsins á einkahlutafélagið var síðar lækk- uð með eftirtöldum greiðslum einkahluta- félagsins NRP til Baugs hf.; kr. 15.000.000,00 hinn 28. október 1999, kr. 15.000.000,00 hinn 2. nóvember 1999 og kr. 60.000.000,00 hinn 28. júní 2000, þegar einkahlutafélagið NRP eignaðist umrædd hlutabréf Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., en jafnframt var krafa á viðskipta- mannareikningi einkahlutafélagsins hjá Baugi hf. færð niður um kr. 10.000.000,00 hinn 31. desember 1999. ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA: Sú lánveiting sem hér er vísað til er viðskipta- legs eðlis og var heimil samkvæmt lögum. Umrætt viðskiptalán var að fullu endurgreitt eins og kemur fram í verknaðarlýsingu. Ekki getur verið um fjárdrátt eða umboðssvik að ræða þar sem allan auðgunarásetning skorti og engin leynd ríkti um lánveitinguna. Ítar- lega er fjallað um óheimilar lánveitingar í álitsgerð Jónatans Þórmundssonar. Þar segir m.a. að undantekning í 3. málsl. 2. mgr. 104. gr. hlutafélagalaga heimili hlutafélagi að veita starfsmönnum félagsins eða tengds félags lán til kaupa á hlutum í félaginu. 11. Ákærða Jóni Ásgeiri með því að hafa um mitt ár 1999 án greiðslu eða skuldavið- urkenninga afhent eða látið afhenda Fjár- festingafélaginu Gaumi ehf. 10.695.295 hluti Baugs hf. í Flugleiðum hf., sem einka- hlutafélagið seldi hinn 27. ágúst 1999 fyrir kr. 49.360.124,00. Framangreind ráðstöfun bréfanna var fyrst færð í bókhaldi Baugs hf. með lokafærslum frá endurskoðanda í árslok 1999 að fjárhæð kr. 44.800.000,00. Færslan var miðuð við 31. desember 1999 og þá færð sem krafa á viðskiptamanna- reikning Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., sem eftir bókunina stóð í kr. 143.068.986,00, en skuld einkahlutafélagsins var gerð upp með víxli útgefnum hinn 20. maí 2002 sem greiddur var 5. september sama ár. ATHUGASEMDIR SAKBORNINGS: Hér er um að ræða hlutabréf í Flugleiðum sem Bónus hafði upphaflega keypt en við til- urð Baugs láðist hins vegar að yfirfæra þau til félagsins. Þetta uppgötvaðist eftir að hluta- bréfin höfðu verið seld og var andvirði sölu- verðs bréfanna þá fært sem krafa á viðskipta- mannareikning Gaums í bókhaldi Baugs. Krafan var lán viðskiptalegs eðlis sem eru heimil og var að fullu endurgreidd 20. maí 2002 áður en til húsleitar RLS kom. Ekki getur verið um fjárdrátt eða umboðssvik að ræða þar sem allan auðgunarásetning skorti og eng- in leynd ríkti um viðskiptin. 12. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 11. október 1999 látið milli- færa kr. 4.500.000,00 af bankareikningi Baugs hf., nr. 1150 26 00077, á bankareikn- ing Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., nr. 0527 26 001099, vegna kaupa einkahlutafé- lagsins á hluta fasteignarinnar að Viðar- höfða 6, í Reykjavík. Í bókhaldi Baugs hf. var greiðslan til einkahlutafélagsins færð sem viðskiptakrafa á viðskiptamannareikn- ing einkahlutafélagsins hjá Baugi hf., sem eftir bókun millifærslunnar stóð í kr. 187.665.005,00, en skuld einkahlutafélags- ins var gerð upp með víxlinum sem nefnd- ur er í lok 11. töluliðs ákæru. Ákærðu Krist- ínu framkvæmdastjóra einkahlutafélagsins gat ekki dulist að millifærsla fjárhæðarinn- ar sem gerð var án skuldaviðurkenningar, samnings eða trygginga var ólögmæt og andstæð hagsmunum Baugs hf. ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA: Til stóð að Baugur keypti hluta af fasteigninni að Viðarhöfða 6 í félagi við Gaum þar sem m.a. voru geymd bókhaldsgögn frá félaginu. Hins vegar láðist að ganga frá endanlegum kaupsamningi þess efnis. Krafan var því lán viðskiptalegs eðlis sem eru heimil. Skuldin var að fullu endurgreidd 20. maí 2002 áður en til húsleitar RLS kom. Ekki getur verið um fjárdrátt eða umboðssvik að ræða þar sem all- an auðgunarásetning skorti og engin leynd ríkti um viðskiptin. 13. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa inn 3. desember 1999 látið milli- færa kr. 8.000.000,00 af bankareikningi Baugs hf., nr. 0527 26 000720, til SPRON sem greiðslu Fjárfestingafélagsins Gaums ehf. fyrir helmingshluta hlutafjár í eigu SPRON í Viðskiptatrausti ehf. Í bókhaldi Baugs hf. var greiðslan færð sem krafa á viðskiptamannareikning einkahlutafélags- ins í samræmi við útgefinn reikning, en eft- ir bókun færslunnar stóð viðskiptamanna- reikningurinn í kr. 168.031.286,00, en skuld einkahlutafélagsins var gerð upp með kaupum Baugs hf. á öllu hlutafé í Viðskipta- trausti ehf., sem fært var til lækkunar á viðskiptamannareikningi einkahlutafélags- ins hinn 30. júní 2000 fyrir kr. 16.000.000,00. ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA: Viðskiptatraust ehf. var sameiginlegt verk- efni SPRON og Bónus um útgáfu greiðslu- korta fyrir Bónus sf., sem á þeim tíma tók ekki við slíkum kortum. Ekkert varð af verk- efninu og að kröfu SPRON keypti Gaumur hlutafé SPRON í Viðskiptatrausti ehf. Sam- komulag var um að Baugur keypti umrætt hlutafé og greiddi kaupverðið til SPRON og tók yfir starfsemi Viðskiptatrausts. Staða á viðskiptamannareikningnum vegna þessa var gerð upp með kaupum Baugs á öllu hlutafé í Viðskiptatrausti hálfu ári síðar. Ekki getur verið um fjárdrátt eða umboðssvik að ræða, þar sem allan auðgunarásetning skorti og eng- in leynd hvíldi yfir viðskiptunum. 14. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 14. desember 1999 látið millifæra kr. 35.000.000,00 af bankareikn- ingi Baugs hf., nr. 0527 26 000720, á banka- reikning Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., nr. 0527 26 001099, vegna kaupa einkahluta- félagsins á 186.500 hlutum í Debenhams PLC í Bretlandi. Í bókhaldi Baugs hf. var greiðslan til einkahlutafélagsins færð sem viðskiptakrafa á viðskiptamannareikning einkahlutafélagsins, sem eftir bókun milli- færslunnar stóð í kr. 201.001.430,00 en framangreind skuld einkahlutafélagsins, kr. 35.000.000,00, var gerð upp með greiðslu hinn 22. desember 1999 til hlutafélagsins. ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA: Framangreint viðskiptalán var að fullu endur- greitt eins og fram kemur í verknaðarlýsingu. Í bréfum JÁJ 5. mars 2004 og 30. júní 2005 er m.a. greint frá margháttuðu samstarfi Baugs og Gaums þar sem Gaumur fór oft á undan í leit að fjárfestingum og tók áhættuna af þeim. Fjárfestingarnar voru síðan færðar yfir til Baugs sem hagnaðist verulega á viðskiptun- um. Þessi viðskipti sem stóðu í tengslum við einkaleyfi fyrir Debenhams á Íslandi og síðar á Norðurlöndunum eru skýrt dæmi um slíkt samstarf. Ekki getur verið um fjárdrátt eða umboðssvik að ræða þar sem skuldin var greidd upp og allan auðgunarásetning skorti og engin leynd ríkti um lánveitinguna. 15. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 13. febrúar 2001 látið færa kröfu á viðskiptamannareikning Fjárfest- ingafélagsins Gaums ehf. hjá Baugi hf. að fjárhæð kr. 50.529.987,00 vegna kaupa einkahlutafélagsins á hlutabréfum í Baugi hf. í hlutafjárútboði í félaginu í desember árið 2000 þegar einkahlutafélagið eignaðist bréfin. Ákærðu Kristín sem framkvæmda- stjóra einkahlutafélagsins gat ekki dulist að lánveitingin, sem var án skuldaviður- kenningar, trygginga og samnings um end- urgreiðslu og lánakjör, var ólögmæt og andstæð hagsmunum Baugs hf. Í bókhaldi Baugs hf. var krafan færð á viðskipta- mannareikning einkahlutafélagsins. Eftir bókun kröfunnar stóð viðskiptamanna- reikningurinn í kr. 145.871.863,00 en skuld einkahlutafélagsins var síðar gerð upp með víxlinum sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru. ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA: Hér er um að ræða lán viðskiptalegs eðlis sem eru heimil. Viðskiptalánið var að fullu endur- greitt 20. maí 2002 áður en til húsleitar RLS kom. Ekki getur verið um fjárdrátt eða um- boðssvik að ræða þar sem allan auðgunará- setning skorti og engin leynd ríkti um lánveit- inguna. Ítarlega er fjallað um óheimilar lán- veitingar í álitsgerð Jónatans Þórmundssonar. Þar segir m.a. að undantekning í 3. málsl. 2. mgr. 104. gr. hlutafélagalaga heimili hlutafé- lagi að veita starfsmönnum félagsins eða tengds félags lán til kaupa á hlutum í félaginu. 16. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 13. febrúar 2001 látið færa kröfu á viðskiptamannareikning ákærðu Kristínar í bókhaldi Baugs hf. að fjárhæð kr. 3.786.727,00 vegna kaupa ákærðu Krist- ínar á hlutabréfum í Baugi hf. í hlutafjárút- boði í félaginu í desember 2000 þegar ákærða eignaðist hlutabréfin. Ákærðu Kristínu gat ekki dulist að lánveitingin, sem var án skuldaviðurkenningar, trygg- inga og samnings um endurgreiðslu og lánakjör, var ólögmæt. Arðgreiðsla af hlutabréfum fyrir árið 2001, kr. 397.894,00, var færð til lækkunar á skuldinni hinn 5. júlí 2001 en skuld ákærðu var gerð upp með víxlinum sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru. ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA: Hér er um að ræða lán viðskiptalegs eðlis sem eru heimil. Viðskiptalánið var að fullu endur- greitt 20. maí 2002 áður en til húsleitar RLS kom. Ekki getur verið um fjárdrátt eða um- boðssvik að ræða þar sem allan auðgunará- setning skorti og engin leynd ríkti um lánveit- inguna. Ítarlega er fjallað um óheimilar lán- veitingar í álitsgerð Jónatans Þórmundssonar. Þar segir m.a. að undantekning í 3. málsl. 2. mgr. 104. gr. hlutafélagalaga heimili hlutafé- lagi að veita starfsmönnum félagsins eða tengds félags lán til kaupa á hlutum í félaginu. 17. Ákærða Jóni Ásgeiri með því að hafa hinn 18. maí 2001 látið millifæra kr. 100.000.000,00 af bankareikningi Baugs hf., nr. 0527 26 000720, inn á bankareikning nr. 0527 26 001099 í eigu Fjárfestingafélagsins Gaums ehf., sem ákærðu Kristínu, sem var framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins, gat ekki dulist að var ólögmætt og andstætt hagsmunum Baugs hf., enda lánveitingin án þess að einkahlutafélagið legði fram skuldaviðurkenningu, tryggingu eða samn- ing um endurgreiðslu eða lánakjör, fyrir fénu, sem ráðstafað var samdægurs af bankareikningi einkahlutafélagsins til Nor- dic Restaurant Group AB, sem hlutafjár- framlag einkahlutafélagsins í því félagi. Í bókhaldi Baugs hf. var millifærslan til einkahlutafélagsins færð sem krafa á við- skiptamannareikning einkahlutafélagsins, sem eftir bókun millifærslunnar stóð í kr. 262.836.989,00 en skuld einkahlutafélagsins var síðar gerð upp með víxlinum sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru. ATHUGASEMDIR SAKBORNINGS: Hér er um að ræða lán viðskiptalegs eðlis sem eru heimil. Lánið var að fullu endurgreitt 20. maí 2002 áður en til húsleitar RLS kom. Um- ræddu félagi, Nordic Restaurant Group AB, sem var handhafi rekstrarleyfis fyrir Pizza Hut í Svíþjóð og á Íslandi, var m.a. ætlað að kaupa veitingarekstur af norska félaginu Reitan Gruppen, sem var þá einn af stærstu hluthöfum Baugs. Gaumur hefur í gegnum tíðina oft tekið upphafsáhættu í fjárfestingar- verkefnum sem Baugur hefur svo tekið yfir, sbr. athugasemdir sakborninga við ákærulið 14. Svo var í þessu tilviki. Eignarhluturinn í Nordic Restaurant Group er nú í eigu Baugs. Ekki getur verið um fjárdrátt eða umboðssvik að ræða þar sem allan auðgunarásetning skorti og engin leynd ríkti um lánveitinguna. Ítarlega er fjallað um óheimilar lánveitingar í álitsgerð Jónatans Þórmundssonar. 18. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 16. maí 2000 misnotað að- stöðu sína þegar þeir lánuðu, án lánasamn- ings, trygginga eða ábyrgða, kr. 64.500.000,00, fyrir hönd Baugs hf. til einkahlutafélagsins Fjárfars, kt. 521198- 2149, sem ákærði Jón Ásgeir stjórnaði og rak, vegna kaupa einkahlutafélagsins á hlutabréfum í Baugi hf., að nafnverði kr. 5.000.000,00. Skuld Fjárfars ehf. við Baug hf., var gerð upp eftir húsleit lögreglu hjá Baugi hf., hinn 28. ágúst 2002. ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA: Viðskiptalánið var að fullu endurgreitt. Ekki getur verið um fjárdrátt eða umboðssvik að ræða þar sem allan auðgunarásetning skorti, 2 13. ágúst 2005 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.