Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 13. ágúst 2005
Síðumúla 11 • 108 Reykjavík • Sími: 588 6500 • www.utivistogveidi.is
OPIÐ Í SUMAR:
laugardaga 10-17, sunnudaga 11-16, virka daga 9-19
Neyðarsími allan sólarhringinn 844 7000
AFSLÁTTUR AF
ÚTSÖLUVÖRUM
Það getur skipt miklu máli að
lenda á rétta flugvellinum
þegar flogið er til Lundúna.
Frá og með 26. mars næst-
komandi hyggst flugrisinn Brit-
ish Airways bjóða landsmönnum
upp á ódýrt flug til heimaborgar
sinnar og verða þá þrjú flugfélög
í daglegum ferðum milli Íslands
og Lundúna sem lenda vélum
sínum hvert á sínum flugvellin-
um.
Það getur skipt heilmiklu
máli hvaða flugvöllur verður
fyrir valinu, ekki síður en hvaða
flugfélag. Vellirnir eru mislangt
fyrir utan borgina og samgöngur
til og frá þeim misþægilegar og –
dýrar. Í sumum tilfellum liggur
áfangastaður lestarinnar frá
flugvellinum þannig við áfanga-
stað ferðalangsins að það tekur
langan tíma, miklar tilfæringar
og mörg pund að komast leiðar
sinnar. Þannig getur ferðin
lengst um margar klukkustundir
og verð hennar hækkað um
nokkur þúsund krónur eftir því
hver áfangastaðurinn er. Það
borgar sig því að kynna sér mál-
ið áður en lagt er af stað.
Icelandair-vélar lenda á Heath-
row
Heathrow-flugvöllur er næst-
ur miðborg Lundúna af þessum
þremur völlum. Hægt er að kom-
ast á fimmtán mínútum frá lestar-
stöð á flugvellinum á Paddington-
lestarstöðina, sem er mjög hent-
ugt ef stefnan er tekið á
vesturhluta
Lundúna. Lestin gengur á fimmt-
án mínútna fresti frá klukkan
fimm á morgnana og til hálf tólf á
kvöldin og kostar 13 pund, um það
bil 1.500 krónur, aðra leiðina.
British Airways-vélar lenda á
Gatwick
Gatwick-völlur er suður af
borginni og er því hentugt að
ferðast þaðan til Suður-Englands.
Ef stefnan er á miðborg Lundúna
er um hálfrar klukkustundar
lestarferð á Victoria-lestar-
stöðina. Lestin gengur á
fimmtán mínútna fresti
frá fimm á morgnana og til eitt á
nóttunni og kostar ferðin 13 pund,
um 1.500 krónur, aðra leiðina.
Iceland Express-vélar lenda á
Stansted
Flugvöllurinn er norðan við
Lundúnir og þaðan er hægt að
taka lestir beint norður í land.
Lestin fer á 45 mínútum á Liver-
pool Street-lestarstöðina í Lund-
únum en þaðan eru góðar sam-
göngur um alla borg. Lestin geng-
ur á fimmtán mínútna fresti frá
sex á morgnana og til miðnættis.
Önnur leiðin kostar 14,50 pund
eða 1.650 krónur.
Tekið skal fram að hægt er að
taka leigubíla frá öllum þessum
flugvöllum, sem gæti svarað
kostnaði ef margir ferðast saman,
og líka að neðanjarðarlestarstöðv-
ar eru á öllum lestarstöðvunum
svo hægt er að komast áfram leið-
ar sinnar með þeim ef þarf.
Hvar sem við lendum...
Best er að komast með lest frá flugvöllunum þremur í Lundúnaborg en hvert skal haldið
skiptir meginmáli.