Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 58
Einn daginn eru kolvetn-issnauðir megrunarkúraraðaltískan, þann næsta eru kolvetnin meinlaus. Sumir þamba diet kók í megruninni en aðrir halda því fram að smásykurkók skaði engan og bráðhollt sé að setja sykur í kaffið. Sitt sýnist hverjum um hvað sé besta leiðin til megrunar þegar til lengri tíma er litið, en ef viljinn er fyrir hendi er hægt að losna við sex kíló á einni viku. Þetta segir Sif Garð- arsdóttir einkaþjálfari í World Class en hún hefur keppt í Fitness frá 1999. „Þú sérð mikinn mun á þér á viku. Þú getur losnað við al- veg fimm, sex kíló á vikunni, það fer mikið af vatni. Þegar þú ert komin í svona hreint matarræði fer mikið af úrgangi úr líkaman- um líka,“ segir Sif. Þyngdartap fer eftir því hvað viðkomandi er í góðri þjálfun, en oft eiga þeir sem eru nálægt kjör- þyngd erfiðara með að grenna sig á styttri tíma en þeir sem eru í yf- irvigt. „Þeir sem eru búnir að vera í þjálfun og æfa þrisvar í viku geta bætt inn æfingum, tekið sex til níu æfingar í viku, t.d. brennslu á morgnana og lyftingar á kvöldin. Það er betra að æfa oft- ar og í styttri tíma heldur en að mæta sjaldnar og vera lengur. Fyrir fólk sem er að byrja að æfa er gott að æfa í þrjá daga og taka svo einn dag í hvíld,“ segir Sif. Brennslan skiptir höfuðmáli ef um vikulangt ofurátak er að ræða, en til lengri tíma litið er mikil- vægara að lyfta líka. Brennsla getur verið létt skokk eða hröð ganga á hlaupabretti eða úti í nátt- úrunni en einnig er gott að nota stigvélar og hjól í líkamsræktar- stöðvum. „Líkaminn byrjar ekki að nýta æfinguna sem brennslu fyrr en eftir tuttugu mínútur, en best er að taka 45 mínútur til klukkutíma á meðalháum púls. Margar líkamsræktarstöðvar eru komnar með púlsmæla á tækin, maður þarf að passa sig að vera með brennslupúls í kringum 150 og hlaupa ekki á fullu,“ segir Sif. Fólk sem keppir í Fitness fer í tólf vikna átak en planið fyrir síð- ustu vikuna er öðruvísi enda er farinn að sjást dagamunur á kepp- endum á þeim tíma. „Þá drekkum við mikið vatn en tröppum það niður rétt fyrir keppni. Það sama er hægt að gera ef við viljum redda einhverjum í árshátíðar- kjólinn, þá förum við á vatnslos- andi kúr. Allt salt er bannað, eins og síðustu vikuna fyrir fitnessið þegar ekkert salt er leyft í matar- ræðinu. Svo er mikilvægt að borða bara hreina matvöru, það er að segja óunna, til dæmis hafra- mjöl, grænmeti, hrísgrjón og kjöt. Enginn skyndibitamatur. Svo verður maður að passa að borða reglulega til þess að halda blóð- sykrinum í jafnvægi,“ segir Sif. rosag@frettabladid.is ÞEGAR TIL LENGRI TÍMA ER LITIÐ ER GOTT AÐ HAFA Í HUGA AÐ... KOLVETNI eru ekki óholl – þau eru bara fitandi í óhófi. Þar sem syk- ur og hveiti er í mörgum vörum er mikilvægt að huga að neyslu kolvetna. Ef þeim er algjörlega sleppt úr matarræðinu er líklegt að löngunin í sætindi og brauð ýkist upp og allt kolfalli eftir nokkra daga. Því er gott að leyfa sér ein- hver kolvetni á hverjum degi. Best er að forðast sykur, halda sig við gróf kolvetni og dreifa neyslunni yfir aðalmáltíðirnar. Dagsskammtur af kolvetnum gæti til dæmis verið ein ristuð brauðsneið með áleggi, eitt orkustykki (sem er ekki meira en 120 kaloríur) og 3/4 bolli af hrísgrjónum. PRÓTÍN Mikið hefur verið rætt um Atkins og aðra prótínkúra og margir hafa rannsak- að hvað er svona megrunarvænt við prótín- ið. Lykillinn virðist fyrst og fremst vera fólginn í því að prótín slær á hungur. Ef við fáum góðan prótínskammt í aðalmáltíðum dagsins borðum við minna almennt og inn- birðum færri kaloríur. Besta leiðin til að fitna er einmitt að sleppa prótíni, því þá hægir líkaminn á brennslunni og brennir færri kaloríum. Prótínstangir og -drykkir eru góður kostur fyrir þá sem eru orðnir leiðir á skyrinu en að öðru leyti eru slík fæðubótarefni ekkert betri. GRÆNMETI OG ÁVEXTIR eru mein- hollir og því nauðsynlegur partur af heilbrigðu matarræði. Í megrunar- átaki er gott að miða við að fá tvo bolla af grænmeti (en engar kart- öflur) í hverri aðalmáltíð, ein- faldlega vegna þess að það gerir máltíðina stærri og meira mett- andi. Einnig er gott að snarla gul- rætur og sellerí milli mála. Ávextir eru aftur á móti kalor- íumeiri svo ágætt er að miða við tvo meðalstóra ávexti á dag. KALK er ekki bara gott fyrir bein- in. Nýjar rannsóknir benda til þess að kalk sé hjálplegt til að grennast. Svo virðist sem að því meiri kalk- birgðir séu í fitufrumum líkamans, þeim mun meira brenni þær af fitu. Lítil neysla kalks veldur því að ákveðin hormón í líkamanum myndast sem hvetja fitufrumur til að framleiða meiri fitu og hægja á fitubrennslu. Hins vegar hefur mikil kalkneysla þveröfug áhrif sem leiða til þyngdartaps. Sömu rannsóknir benda til þess að kalk úr mjólkurvörum virki tvisvar sinnum betur til grenningar en kalk úr öðrum matvörum og því er um að gera að borða sem mest af fitu- og sykursnauðu jógúrti, skyri og mjólk, svo framarlega sem við- komandi er viss um að hann sé ekki með mjólkuróþol. Mælt er með að minnsta kosti þremur skömmtum á dag. Ef fólk borðar ekki mjólkur- vörur er nauðsynlegt að taka bæti- efni með kalki og D vítamín með til að líkaminn nýti kalkið betur. 26 13. ágúst 2005 LAUGARDAGUR 1. flokki 1989 – 59. útdráttur 1. flokki 1990 – 56. útdráttur 2. flokki 1990 – 55. útdráttur 2. flokki 1991 – 53. útdráttur 3. flokki 1992 – 48. útdráttur 2. flokki 1993 – 44. útdráttur 2. flokki 1994 – 41. útdráttur 3. flokki 1994 – 40. útdráttur Frá og með 15. ágúst 2005 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu laugardaginn 13. ágúst. Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. Innlausn húsbréfa Húsbréf Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 www.ils.is MATARPLANIÐ FRÁ SIF Morgunmatur: 50 g haframjöl 1 skeið hreint prótín Miðmorgunn: Brauðbolla* með grænmeti, eggjahvítu og kjúklingi. Smá dijon sinnep ef vill. Hádegismatur: 120 g soðin hýðishrísgrjón og ein kjúklingabringa og 200- 300 g grænmeti. Allt í lagi að nota pínu ólífuolíu á salatið og sweet chili-sósu á hitt. Miðdegisverður: Brauðbolla með grænmeti, eggjahvítu og kjúklingi. Sinnep ef vill. Kvöldmatur: 100 g kjúklingabringa / hreinn nauta eða svínavöðvi / 150 g lax / 200 g magur fiskur (ýsa, þorskur, rækjur, rauðspretta) 4-6 eggjahvítur 300 g blandað grænmeti (ávextir í salat ef vill). Má nota 1 msk. tómatsósu, súrsæta sósu eða sweet chili-sósu. *Brauðbollan er bökuð úr súrdeigi og má ekki innihalda salt, sykur né hvítt hveiti og mjög lítið af geri. Þennan matseðil nota fitness- kappar síðustu vikuna fyrir mót. Áhersla er lögð á að drekka mikið vatn og forðast alla unna matvöru (nema brauðið). Engar mjólkurvör- ur, ekkert hvítt hveiti, enginn sykur, engin sætuefni og ekk- ert ger er leyft. Hljómar leiðinlega, en hver vill ekki losna við sex kíló á viku? Allt er gott í hófi, segir máltaki›, og megrun er ár- angursríkust flegar um langtímamarkmi› er a› ræ›a. fia› er vel hægt a› koma sér í betra form á nokkrum dögum ef eitthvert sparitilefni er fram undan. Fréttabla›i› lag›ist í megrunarfræ›in. Sex kíló á viku SIF GARÐARSDÓTTIR EINKAÞJÁLFARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.