Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 32
8 13. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Allt um atvinnu á sunnudögum í Fréttablaðinu. Allt sem þú þarft og meira til ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S P R E 28 04 9 0 4/ 20 05 Tjónaskoðun Elsta bílasala landsins er flutt á Eirhöfða í Reykjavík og heldur upp á það um helg- ina. Elsta bílasala landsins, Aðalbílasal- an, er flutt á Eirhöfða 11 í Reykjavík í hinn svokallaða Bílakjarna á Eir- höfða. Áður var bílasalan í Skeifunni en með flutningunum skapast enn meira rými fyrir bílasöluna og möguleiki á að vera með um tvö hundruð bíla á staðnum. Aðstaðan í nýja húsnæðinu er glæsileg með stóru útisvæði sem og rúmgóðum innisal. Um helgina verður haldið upp á flutninginn með miklu af tilboðum og góðu úrvali en Lýsing verður einnig á staðnum með sértilboð á fjármögnun. Í framtíðinni verður bílasalan einnig með sérstakt til- boðshorn. Aðalbílasalan heldur upp á fimm- tíu ára afmæli sitt í ár en hún var stofnuð árið 1955 af Halldóri Snorra- syni. Fyrst um sinn var hún í Aðal- stræti en Halldór átti bílasöluna í 45 ár áður en Bernhard ehf. keypti reksturinn. ■ Mantra er bíll sem byggður er á Mercedes Sprinter og breytt af Achleitner-verksmiðjunum. Útkoman er öflugur fjallabíll sem einnig er með góða akstureiginleika á vegum. Bílaumboðið Ræsir hefur hafið inn- flutning á Mantra 4x4 bifreiðum frá Þýskalandi. Mantra er í raun Mercedes-Benz Sprinter að grunn- inum. Hægt er að fá margar útgáf- ur af bílnum, til dæmis sendibíl, sendibíl með kassa og pallbíl með einföldu eða tvöföldu húsi. Bifreið- unum er breytt af Achleitner-verk- smiðjunum. Mantra-bifreiðar eru notaðar víða um heim af herjum, slökkviliðum, björgunarsveitum og opinberum þjónustustofnunum. Ljósmyndari Fréttablaðsins reynsluók og fræddist um Mantra- bíla hjá Ræsi. Prófaður var Mantra MG43C sendibill á 38“ dekkjum. Leyfður heildarþungi bílsins er 4.300 kíló og því um meiraprófsbíl að ræða. Hægt er að fá hann í þrem- ur lengdum og getur hann þá rúmað frá 8 til 18 farþega. Bíllinn sem var prófaður er af millilengd og því rúmgóður til dæmis sem húsbíll eða björg- unarsveitarbíll þar sem hægt er að koma fyrir bæði farþegum og sjúkrabörum. Að innan er bíllinn nokkuð hrár og fátt í hönnun hans kemur á óvart. Skiptingin er á góðum stað í mæla- borðinu, og skiptingin milli háa og lága drifs- ins er í gólfinu milli sæta. Mjög góð fram- sæti eru í bílnum og hægt að stilla þau á marga vegu, einnig eru þau fjaðrandi svo það fer vel um mann á íslenskum torleiðum. Speglar eru stórir með rafstýringu og hita. Einnig er topplúga á bílnum sem hægt er að opna á tvo vegu. Cruise control ásamt 5 kw olíumiðstöð með tímalið er staðalbúnaður. Stórt raf- kerfi er í bílnum með tveimur raf- geymum ásamt 200 ampera rafal. Bíllinn er með 2,7 lítra 5 cylindra cdi dísilvél, 187 hestöfl. Hann er nokkuð kraftmikill og með góða hraðaaukningu þrátt fyrir að vera á 38“ dekkjum. Ekki skemmir fyrir að bíllinn er léttur, vegur tæp 2.900 kíló með tveimur sætum og 100 lítrum af olíu sem er „standard“ olíutankur. Hann er því vel hæfur í snjókeyrslu. Drif og fjöðrunarbúnaður er að mestu frá Mercedes-Benz. Milli- kassinn er þó úr Toyota, með hátt og lágt drif og læsingu milli ása. Hlutföllin í drifunum í bílnum sem var prófaður voru 5/29. Driflæsingar eru bæði í aftur- og framdrifi. Bíllinn er með sídrifi, og komu kostir þess vel í ljós þegar honum var ekið á malarvegi á mikl- um hraða. Einnig er ASR spólvörn. Skiptingin er fimm gíra og er hægt að velja milli beinskiptingar eða sjálfskiptingar. Að framan er bíllinn á gormum en fjöðrum að aftan. Fjöðrunin er frekar stíf og slagstutt og var hann fljótur að lyfta hjólum í miklum tor- færum sem er einn af fáum ókost- um þessa bíls. Framhásingin er færð fram um 10 cm á 38“ bílnum og er beygjuradíusinn mjög lítill. Á heildina litið er Mantra góð viðbót við 4x4 flóru bifreiða á Ís- landi, það er gott að aka honum hvort sem er á torleiðum eða vegum og ætti hann að nýtast til dæmis ferðaþjónustuaðilum, einka- aðilum, björgunarsveitum og lögreglu mjög vel. villi@365.is Reynsluekið var Mantra MG43C sendibíll á 38“ dekkjum. Mantra hentar vel til dæmis í ferðaþjónustu. Mantran er sterkleg að framan. Öflugur bíll til margvíslegrar notkunar á fjöllum Reynsluakstur Mantra MG43 Verð: Sendibíll með vsk. um 7.000.000 Fimm manna ferðabíll til einkanota um 9.000.000 Aðalbílasalan á afmæli FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Betur fer um Aðalbílasöluna á Eirhöfða en í Skeifunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.