Fréttablaðið - 13.08.2005, Page 32
8 13. ágúst 2005 LAUGARDAGUR
Allt um atvinnu
á sunnudögum í Fréttablaðinu.
Allt sem þú þarft
og meira til
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
P
R
E
28
04
9
0
4/
20
05
Tjónaskoðun
Elsta bílasala landsins er
flutt á Eirhöfða í Reykjavík
og heldur upp á það um helg-
ina.
Elsta bílasala landsins, Aðalbílasal-
an, er flutt á Eirhöfða 11 í Reykjavík
í hinn svokallaða Bílakjarna á Eir-
höfða.
Áður var bílasalan í Skeifunni en
með flutningunum skapast enn
meira rými fyrir bílasöluna og
möguleiki á að vera með um tvö
hundruð bíla á staðnum. Aðstaðan í
nýja húsnæðinu er glæsileg með
stóru útisvæði sem og rúmgóðum
innisal.
Um helgina verður haldið upp á
flutninginn með miklu af tilboðum
og góðu úrvali en Lýsing verður
einnig á staðnum með sértilboð á
fjármögnun. Í framtíðinni verður
bílasalan einnig með sérstakt til-
boðshorn.
Aðalbílasalan heldur upp á fimm-
tíu ára afmæli sitt í ár en hún var
stofnuð árið 1955 af Halldóri Snorra-
syni. Fyrst um sinn var hún í Aðal-
stræti en Halldór átti bílasöluna í 45
ár áður en Bernhard ehf. keypti
reksturinn. ■
Mantra er bíll sem byggður er
á Mercedes Sprinter og breytt
af Achleitner-verksmiðjunum.
Útkoman er öflugur fjallabíll
sem einnig er með góða
akstureiginleika á vegum.
Bílaumboðið Ræsir hefur hafið inn-
flutning á Mantra 4x4 bifreiðum frá
Þýskalandi. Mantra er í raun
Mercedes-Benz Sprinter að grunn-
inum. Hægt er að fá margar útgáf-
ur af bílnum, til dæmis sendibíl,
sendibíl með kassa og pallbíl með
einföldu eða tvöföldu húsi. Bifreið-
unum er breytt af Achleitner-verk-
smiðjunum. Mantra-bifreiðar eru
notaðar víða um heim af herjum,
slökkviliðum, björgunarsveitum og
opinberum þjónustustofnunum.
Ljósmyndari Fréttablaðsins
reynsluók og fræddist um Mantra-
bíla hjá Ræsi. Prófaður var Mantra
MG43C sendibill á 38“ dekkjum.
Leyfður heildarþungi bílsins er
4.300 kíló og því um meiraprófsbíl
að ræða. Hægt er að fá hann í þrem-
ur lengdum og getur hann þá rúmað
frá 8 til 18 farþega. Bíllinn sem var
prófaður er af millilengd og því
rúmgóður til dæmis
sem húsbíll eða björg-
unarsveitarbíll þar
sem hægt er að koma
fyrir bæði farþegum
og sjúkrabörum.
Að innan er bíllinn
nokkuð hrár og fátt í
hönnun hans kemur á
óvart. Skiptingin er á
góðum stað í mæla-
borðinu, og skiptingin
milli háa og lága drifs-
ins er í gólfinu milli
sæta. Mjög góð fram-
sæti eru í bílnum og hægt að stilla
þau á marga vegu, einnig eru þau
fjaðrandi svo það fer vel um mann á
íslenskum torleiðum. Speglar eru
stórir með rafstýringu og hita.
Einnig er topplúga á bílnum sem
hægt er að opna á tvo vegu. Cruise
control ásamt 5 kw olíumiðstöð með
tímalið er staðalbúnaður. Stórt raf-
kerfi er í bílnum með tveimur raf-
geymum ásamt 200 ampera rafal.
Bíllinn er með 2,7 lítra 5
cylindra cdi dísilvél, 187 hestöfl.
Hann er nokkuð kraftmikill og með
góða hraðaaukningu þrátt fyrir að
vera á 38“ dekkjum. Ekki skemmir
fyrir að bíllinn er léttur, vegur tæp
2.900 kíló með tveimur sætum og
100 lítrum af olíu sem er „standard“
olíutankur. Hann er því vel hæfur í
snjókeyrslu.
Drif og fjöðrunarbúnaður er að
mestu frá Mercedes-Benz. Milli-
kassinn er þó úr Toyota, með hátt og
lágt drif og læsingu milli ása.
Hlutföllin í drifunum í bílnum
sem var prófaður voru 5/29.
Driflæsingar eru bæði í aftur- og
framdrifi. Bíllinn er með sídrifi, og
komu kostir þess vel í ljós þegar
honum var ekið á malarvegi á mikl-
um hraða. Einnig er ASR spólvörn.
Skiptingin er fimm gíra og er hægt
að velja milli beinskiptingar eða
sjálfskiptingar.
Að framan er bíllinn á gormum
en fjöðrum að aftan. Fjöðrunin er
frekar stíf og slagstutt og var hann
fljótur að lyfta hjólum í miklum tor-
færum sem er einn af fáum ókost-
um þessa bíls. Framhásingin er
færð fram um 10 cm á 38“ bílnum
og er beygjuradíusinn mjög lítill.
Á heildina litið er Mantra góð
viðbót við 4x4 flóru bifreiða á Ís-
landi, það er gott að aka honum
hvort sem er á torleiðum eða
vegum og ætti hann að nýtast til
dæmis ferðaþjónustuaðilum, einka-
aðilum, björgunarsveitum og
lögreglu mjög vel. villi@365.is
Reynsluekið var Mantra MG43C sendibíll á 38“ dekkjum.
Mantra hentar vel til dæmis í ferðaþjónustu.
Mantran er sterkleg að framan.
Öflugur bíll til margvíslegrar
notkunar á fjöllum
Reynsluakstur
Mantra MG43
Verð:
Sendibíll með vsk. um 7.000.000
Fimm manna ferðabíll til einkanota um
9.000.000
Aðalbílasalan á afmæli
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Betur fer um Aðalbílasöluna á Eirhöfða en
í Skeifunni.