Fréttablaðið - 13.08.2005, Blaðsíða 70
Breska leikkonan
Caroline Dalton segist
hafa fílelfst með því að
bregða sér í hlutverk ís-
lensku valkyrjunnar Guð-
ríðar Þorbjarnardóttur.
Hún sýnir „Ferðir Guð-
ríðar“ í Skemmtihúsinu
við Laufásveg í sumar.
„Ég er mjög hrifinn af sögunni og
held að margir Íslendingar hefðu
líka gott af því að kynnast Guðríði
betur,“ segir breska leikkonan
Caroline Dalton en hún fer nú
með hlutverk Guðríðar Þor-
bjarnadóttur í „Ferðum Guðríðar“
eftir Brynju Benediktsdóttur.
„Ferðir Guðríðar“ hefur verið
sýnt á ensku síðastliðin sumur í
Skemmtihúsinu við Laufásveg og
er aðallega stílað inn á erlenda
ferðamenn en átta leikkonur hafa
nú spreytt sig á hlutverki Guðríð-
ar Þorbjarnardóttur og verk
Brynju verið sýnt á leiklistarhá-
tíðum víða um heim. „Guðríður
giftist þrisvar og var meðal ann-
ars mágkona Leifs heppna. Hún
ferðaðist til Grænlands og Vín-
lands og fór í pílagrímsferð til
Rómar en endaði sem nunna í
Glaumbæ,“ segir Caroline en
Guðríður er talin ein víðförlasta
kona miðalda og verkið er meðal
annars unnið upp úr Eiríks sögu
Rauða og Grænlendingasögu.
„Það hefur góð áhrif á mig að
leika svona sterka kvenpersónu og
þótt tíminn sé annar finnst mér
Guðríður vera mjög lík þeim ís-
lensku konum sem ég hef komist í
kynni við,“ segir Caroline. „Sér-
staklega finnst mér áberandi hvað
konurnar hér eru sterkar, sjálf-
stæðar og ákveðnar í að láta
drauma sína rætast,“ en Caroline
Dalton hefur verið búsett hérlend-
is í rúmt ár. „Ég kom til landsins
því ég er gift íslenskum leikara.
Við kynntumst við nám í leiklist í
Guilford College og höfum búið
saman í Bretlandi í sjö ár,“ en
Caroline er gift leikaranum Páli
Sigþóri Pálssyni sem meðal ann-
ars hefur farið með hlutverk í
Meistaranum og Margaríta í
H a f n a r f j a r ð a r l e i k h ú s i n u .
„Draumurinn er að geta unnið
bæði hér á landi og í London og
núna er ég að reyna að skipu-
leggja sýningar á „Ferðum Guð-
ríðar“ í leikhúsi sem kallast 503 og
er að finna í Battersea í London.“
Sýningar á „Ferðum Guðríðar“
verða í Skemmtihúsinu við Lauf-
ásveg á sunnudagskvöldum
klukkan 18.00 og fimmtudags-
kvöldum klukkan 20.00 út sumar-
ið. Miða er hægt að nálgast á Upp-
lýsingamiðstöð ferðamála Aðal-
stræti 2. ■
38 13. ágúst 2005 LAUGARDAGUR
> Ekki missa af ...
... Jasstríóinu Kind á kaffihúsi Jómfrú-
arinnar við Lækjargötu milli 16 og 18 í
dag. Tríóið skipa þeir Óskar Guðjónsson á
saxófón, Þórður Högnason á kontrabassa
og Einar Valur Scheving á trommur.
...Leiksýningu leikfélagsins Guma í Hjá-
leigunni í Kópavogi. Gumar flytja verkið
Skemmtiferð á vígvöllinn eftir Arrabal
en frítt er á sýninguna.
...Alice Cooper í Kaplakrika en hljóm-
sveitirnar Dimma, Sign, Dr. Spock og
Brain Police hita upp.Sagnaþing um Íslendingasögur úr Þingeyjarþingi
verður haldið í Framhaldsskólanum Laugum í
Reykjadal um helgina. Farið verður á sögustaði Ljós-
vetningasögu og Reykdælu í fylgd staðkunnugra og
fornleifastaðir skoðaðir undir leiðsögn fræðimanna.
Erindi á þinginu flytja: Adolf Friðriksson, Aðalsteinn
Ásberg Sigurðsson, Árni Einarsson, Gísli Sigurðsson,
Gudrun Lange, Guðvarður Már Gunnlaugsson, Jón
Hnefill Aðalsteinsson, Jónas Kristjánsson og Svavar
Sigmundsson.
Dagskrá þingsins hefst klukkan 10.30 í dag og lýkur
um klukkan 15.00 á sunnudaginn. Stofnun Sigurðar
Nordals og Þingeyingar standa fyrir sagnaþinginu og
frekari upplýsingar er að finna á vef stofnunarinnar
www.nordals.hi.is.
Þingeyjarsveit, Sparisjóður Suður-Þingeyinga, Menn-
ingar- og viðurkenningasjóður KEA svf. og mennta-
málaráðuneytið styðja ráðstefnuna.
Í Nýlistasafninu um helgina verða
tvær áhugaverðar sýningar. Lorna, fé-
lag áhugafólks um rafræna list, opnar
sýningu klukkan 16.00 í dag. Listahá-
tíðin Krútt sem fauk niður af Snæ-
fellsnesi síðustu helgi er komin til
borgarinnar og gefst gestum Nýlista-
safnsins kostur á að taka þátt í hátíð-
inni klukkan 20.00 í kvöld.
menning@frettabladid.is
Á sögusló›ir Ljósvetningasögu og Reykdælu
CAROLINE DALTON Caroline er áttunda leikkonan sem bregður sér í gervi Guðríðar Þor-
bjarnardóttir í „Ferðum Guðríðar“ sem sýnt er í Skemmtihúsinu við Laufásveg.
Íslenskar konur sjálf-
stæðar og sterkar
!
Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is
Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin alla daga frá kl. 12-18
KALLI Á ÞAKINU
e. Astrid Lindgren • Í samstarfi við Á þakinu
Lau 13/8 kl 14, Su 14/8 kl 14, Lau 20/8 kl 14, Su 21/8 kl 14
8. sýn. í dag kl. 14 nokkur sæti laus
9. sýn. sun. 21/8 kl. 14 nokkur sæti laus
10. sýn. sun. 28/8 kl. 16 sæti laus
S‡ning um Jón úr Grunnavík
Þriðjudaginn 16. ágúst verður opn-
uð í Þjóðminjasafni Íslands sýn-
ingin Eldur í Kaupinhafn, í tilefni
af því að 300 ár eru frá fæðingu
Jóns Ólafssonar úr Grunnavík.
Sýningin er samvinnuverkefni
Þjóðminjasafnsins og Góðvina
Grunnavíkur-Jóns og fjallar um
fræðimanninn Jón Ólafsson
(1705- 1779), ævi hans og störf.
Sýningunni er ætlað að vekja
athygli á eldhuganum Jóni Ólafs-
syni, ótrúlega fjölbreyttu og viða-
miklu ævistarfi hans og mikil-
vægu framlagi hans til menning-
arsögu Íslands.
Jón Ólafsson samdi fjölda rit-
smíða um allt milli himins og jarð-
ar, svo sem málfræði, orðskýring-
ar, fornkvæðaskýringar, kennslu-
kver í íslensku, rúnafræði, nátt-
úrufræði, fiskafræði, steinafræði,
skáldskaparfræði og margt fleira.
Þegar bruninn varð í Kaup-
mannahöfn árið 1728 tók Jón þátt
í því að forða hinu mikla handrita-
safni Árna Magnússonar frá eld-
inum. Jón samdi síðar lýsingu á
þessum örlagaríka atburði og er
hún ein merkasta samtímaheimild
sem um brunann er varðveitt. Í
tengslum við opnun sýningarinn-
ar kemur lýsing Jóns út á bók í
umsjón Sigurgeirs Steingrímsson-
ar/ Relatio af Kaupinhafnarbrun-
anum sem var í október 1728/.
Fluttur verður útvarpsþáttur
um Jón Ólafsson á Rás 1 sunnu-
daginn 14. ágúst í umsjón Péturs
Gunnarssonar sem nefnist Fjarri
hundagelti heimsins og Laugar-
daginn 20. ágúst verður dagskrá á
Menningarnótt í Þjóðminjasafni
Íslands þar sem lesið verður úr
verkum Jóns Ólafssonar úr
Grunnavík.
Á degi íslenskrar tungu 16.
nóvember verður haldið svo mál-
þing um Jón í Þjóðminjasafni Ís-
lands. ■
Styttist í Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin há-
tíðleg í tíunda skiptið í Reykjavík
næstkomandi laugardag.
Dagskráin í ár er afar fjöl-
breytt og glæsileg og líkir Sif
Gunnarsdóttir, skipuleggjandi há-
tíðarinnar, undirbúningnum við
amöbu sem hlykkist í allar áttir og
breiðir sífellt meira úr sér og
verður veigameiri eftir því sem
nær dregur að Menningarnótt.
Af hápunktum Menningarnæt-
ur í ár má nefna Kirkjulistahátíð
sem sett verður klukkan 16:00 í
Hallgrímskirkju á laugardaginn
og svo stendur yfir dagskrá í
kirkjunni fram eftir kvöldi. Um-
fjöllun um galdra og dulmagn
verður í Þjóðminjasafni og í Þjóð-
arbókhlöðu lungann úr deginum
þar sem lögð verður áhersla á að
skemmta börnum og fullorðnum.
Reykjavíkumaraþonið verður
á sínum stað sem og dagskrá á
sviði á Lækjartorgi.
Uppákomur, myndlist, sýning-
ar, tónlist, kvæði, fræði, flugsýn-
ingar og alls kyns aðrir dagskrár-
liðir munu einkenna miðborgina
allan daginn. Hin ýmsu fyrirtæki
og stofnanir verða opin gestum og
munu bjóða upp á ýmislegt áhuga-
vert yfir daginn. Það er skemmst
frá því að segja að borgin verður
stútfull af menningu við allra
hæfi.
Deginum lýkur svo með stór-
tónleikum Rásar 2 á Miðbakka
Reykjavíkurhafnar klukkan
21.00 þar sem meðal annars koma
fram Todmobile, Hjálmar, Í
svörtum fötum, KK og Maggi Ei-
ríks svo einhverjir séu nefndir.
Tónleikunum lýkur svo klukkan
23:00 og í kjölfar þeirra verður
flugeldasýning í boði Orkuveitu
Reykjavíkur. ■
MENNINGARNÆTURNAUTIÐ Þetta
glæsilega naut var heilgrillað ofan í gesti
og gangandi á Menningarnótt í fyrra. Á
Menningarnótt í ár verður aftur grillað naut
ofan í gesti Menningarnætur.
ÞJÓÐMINJASAFNIÐ Næstkomandi þriðjudag opnar sýning um Jón Ólafsson úr Grunna-
vík í Þjóðminjasafni Íslands.
M
YN
D
/J
Ó
H
AN
N
G
U
Ð
N
I