Fréttablaðið - 13.08.2005, Side 8

Fréttablaðið - 13.08.2005, Side 8
13. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Fáðu ferðatilhö gun, nánari upp lýsingar um gististaðina og reiknaðu út ferðakostnaðin n á netinu! www.urvalutsyn.is ÍS L E N S K A A U G L † S IN G A S T O FA N /S IA .I S U R V 2 9 2 2 9 0 8 /2 0 0 5 Portúgal 22. og 29. ágúst. 5., 12., 19. og 26. sept. Verð frá: 42.900 kr.* á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi eða stúdíó á Brisa Sol í 7 nætur 29. ágúst. Mallorca 17., 24. og 31. ágúst. 7. og 14. sept. Verð frá: 41.300 kr.* á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi eða stúdíó á Club Royal Beach í 7 nætur 24. ágúst. Krít 15., 22. og 29. ágúst. 5., 12., 19. og 26. sept. Verð frá: 44.200 kr.* á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi eða stúdíó á Helios í 7 nætur 22. ágúst. Costa del Sol 25. ágúst. 1., 8., 15. og 22. sept. Verð frá: 43.500 kr.* á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi eða stúdíó á Aguamarina í 7 nætur 25. ágúst. *Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Finndu verð á þinni ferð á www.urvalutsyn.is Lengdu sumarið – Njóttu sólar í haust! Síðustu sætin í sólina 2 fyrir 1 á Brisa Sol 22. og 29. ágúst. 2 fyrir 1 á Club Royal Beach 24. ágúst. 2 fyrir 1 á Helios 15. og 22. ágúst. 2 fyrir 1 á Aguamarina 25. ágúst. SLYS Maður á fimmtugsaldri var fluttur á slysadeild eftir að bifhjól sem hann ók rakst á sendiferðabíl við Laugaveg 166 skömmu fyrir hádegi í gær. Maðurinn hlaut beinbrot við slysið en var ekki tal- inn alvarlega slasaður. Ökumaður sendiferðabílsins slapp ómeiddur. Talsverðar skemmdir urðu á báðum ökutækjum og voru bæði dregin af vettvangi. Loka þurfti hluta Laugavegar í um klukku- stund meðan unnið var á vett- vangi. - ht Ökumaður bifhjóls fluttur á sjúkrahús: Rakst á sendifer›abíl INNFLUTNINGUR „Ég hef verið fylgj- andi fyllstu varúð þegar um er að ræða innflutning hingað til lands, hvort sem um er að ræða dýr, af- urðir, fósturvísa eða notuð land- búnaðartæki,“ segir Sigurður Sig- urðarson, dýralæknir sauðfjár- og nautgripasjúkdóma á Keldum. Ágreiningur er uppi milli Hall- dórs Runólfsson- ar yfirdýralæknis og Guðna Ágústs- sonar landbúnað- arráðherra um hvort leyfa eigi innflutning nauta- kjöts frá Argent- ínu. Yfirdýra- læknir vill heim- ila innflutninginn en landbúnaðar- ráðherra hefur bannað hann þar sem gin- og klaufaveiki hafi greinst í gripum í Argentínu fyrir tveimur árum. Sigurður kveðst ekki vilja tjá sig um ágreininginn sem slíkan enda sé það ekki í sínum verka- hring. „Ég veit að það hefur verið unn- ið nákvæmt hættumat á þessum umbeðna innflutningi og þar kem- ur fram að hann er ekki hættu- laus,“ segir Sigurður. „Hins vegar stafar engin hætta af neyslu ís- lensks nautakjöts og mér finnst að menn ættu að halda sig við það, í stað þess að taka þessa áhættu.“ Hann kveðst ekki hafa sett sig nákvæmlega inn í stöðu gin- og klaufaveikimála í Argentínu. „Mér skilst þó að ekki sé bólu- sett við veikinni á því svæði sem er verið að ræða um innflutning frá. Það þýðir væntanlega að hættan sé þar minni heldur en þar sem bólu- sett er, því veikin myndi koma fljótlega fram ef hún væri til stað- ar. Á öðrum svæðum hafa naut- gripirnir verið bólusettir af því að gin- og klaufaveikin hefur komið þar upp. Þar getur hún verið mallandi og blossað upp ef bólu- setningu væri hætt.“ Fyrirtækið Kjötframleiðendur ehf. sótti um leyfi til innflutnings nautakjötsins frá Argentínu. Fyrir- tækið er í eigu Landssamtaka sauð- fjárbænda, Landssambands kúa- bænda, Félags hrossabænda og starfsmanna. „Ég skil ekki þetta tal um að landbúnaðarráðherra sé að gæta hagsmuna bænda með því að synja fyrirtæki í þeirra eigu um kjötinn- flutning,“ segir Erlendur H. Garð- arsson framkvæmdastjóri. „Það er kvótaleyfi á innflutningi á 95 tonn- um af nautakjöti. Við framleiðum ekki nógu mikið fyrir landið og því verður að flytja inn kjöt frá útlönd- um. Þetta er spurning um hvers vegna verið er að hafna einu landi en ekki öðru.“ jss@frettabladid.is SIGURÐUR SIGURÐ- ARSON Vill að fólk borði íslenskt nautakjöt. NAUTAKJÖTIÐ Nautakjötsframleiðendur hér anna ekki eftirspurn, segir framkvæmdastjóri Kjötframleiðenda ehf. Kjötiðnaðarmennirnir Helgi Víkingsson og Halldór Jónsson halda hér á safaríkum nautasteikum. Innflutningur ekki hættulaus Innflutningur nautakjöts frá Argentínu er ekki hættulaus, segir d‡ralæknir sau›fjár- og nautgripa- sjúkdóma. Hann vísar í nákvæmt hættumat. UNNIÐ Á VETTVANGI Talið er að tildrög slyssins hafi verið þau að sendiferðabíllinn hafi ekið í veg fyrir bifhjólið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.