Fréttablaðið - 30.09.2005, Síða 54

Fréttablaðið - 30.09.2005, Síða 54
Börn að leik í haustlegri Reykjavík. / Ljósmynd: Vilhelm SJÓNARHORN SVIPMYND SKEMMTILEGAST - LEIÐINLEGAST Guðný Dóra er safnvörður á Gljúfrasteini, heimili Halldórs og Auðar Laxness. Hún fékk yfir sig tvær sígildar spurningar: Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mmm... mér finnst skemmtilegast að vera með góðu og skemmtilegu fólki. En leiðinlegast? Ég held mér þyki leiðinlegast að vaska upp! Guðný Dóra Gestsdóttir 30. september 2005 FÖSTUDAGUR 12 Vissir þú ... ... að 76 ára gömul kona sat föst í lyftu í fjölbýlishúsi sínu í sex daga frá 28. desember 1987 til 2. janúar árið 1988? ... að stærsta gljúfur sólkerfisins er Val- les Marineris á reikistjörnunni Mars, það er 4.500 kílómetra langt, 600 kíló- metra breitt og allt að 7 kílómetra djúpt? ... að það tekur jörðina 23 klukku- stundir, 56 mínútur og fjórar sekúndur að snúast einn hring en það tekur Venus 243,16 jarðardaga að snúast einn hring? ... að árið á Venus stendur aðeins í 224,7 daga? ... að Venus snýst andsælis miðað við helstu aðrar reikistjörnur og Úranus snýst á hlið? Allt um bíla á laugardögum í Fréttablaðinu. Allt sem þú þarft og meira til ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S P R E 28 04 9 0 4/ 20 05 Ólafsfjörður: Kaupstaður við samnefndan fjörð sem gengur inn úr Eyjafirði. Upphafið: Föst búseta hófst í Ólafsfjarðarhorni skömmu fyrir aldamótin 1900 þar sem kaupstaðurinn stendur nú en staðurinn varð löggiltur verslunarstaður árið 1905. Sérkenni: Ólafsfjarðarmúli er sæbratt fjall milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur og utan í honum var vegur í um 230 m hæð en nú hafa jarðgöng leyst veginn af hólmi. Sorgarsaga: Í Sýrlandsvogum vestan Ólafsfjarðar varð sjóslys 1783 er ellefu menn af þremur eyfirskum bátum drukknuðu en sex björguðust illa þrekaðir eftir að hafa legið fimm sólarhringa sjóblautir í hríðarveðri og kulda og nærst eingöngu á fjörukáli. Hlunnindi: Heitar lindir eru tæpa fjóra kílómetra frá kaupstaðnum og hitaveita hefur verið í Ólafsfirði síðan 1944. Hæfileikafólk: Hjónin á Syðri-Á í Ólafsfirði, Jón Árnason og Ingibjörg Guð- mundsdóttir, voru máttarstólpar í menningarlífi Ólafsfirðinga og Jón stofnaði hljómsveitina South river band. Íbúatala nú: 979 um síðustu áramót. Mannfagnaður: Berjadagar eru árleg tónlistarhátíð í Ólafsfirði. Gott að vita: Félagsmiðstöðin í Ólafsfirði heitir Tunglið.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.