Tíminn - 24.08.1975, Page 30
30
TÍMINN
Sunnudagur 24. ágúst 1975
Stofu-
hljóm-
sveitin
Stuð-
menn!
Það var stór hópur kvenna
sem var stálheppinn um dag-
inn, er Stuðmenn lcku i stof-
unni heima hjá þeim, en
eins og greint hefur verið
frá i Nú-timanum iaumuðu
Stuðmenn miða inn i eina
plötu, sína og átti sá, cr keypti
plötuna að fá Stuðmenn heim I
stofu til sin. Það kom i hlut
nokkurra kvenna að kaupa
þessa eftirsóttu plötu og þegar
Stuðmenn fóru i stofuna, —
fylgdist Nú-timinn með. ,,Já,
það var þannig”, hóf einn
Stuðmannanna máls, ,,að
konurnar hringdu i viðtais-
tima Stuðmanna (milli 5—7 á
föstudögum) og sögðu, að þær
hefðu þennan miða undir
höndum, en simanúmer okkar
var ritað á miðann i
Stuðmannastöfum.”
Það var árla þriðjudags-
morguns að Stuðmenn fóru á
stjá, og vissu konurnar ekki af
komu þeirra, fyrr en þeir
birtust Ijóslifandi. „Okkur
þykir það gott.að miðahafar
skuli vera stór hópur kvenna”,
sagði annar Stuðmanna”,,,þvi
okkur verður vcl til kvenna”.
Konurnar hrifust mjög af
fágaðri framkomu Stuð-
manna, og hljómsveitin gisti
stofuna i þrjá tíma samtals, og
lék öll lög plötu sinnar tvisvar
og B-hiiðina á næstu plötu einu
sinni. Urðu konurnar nær
máttlausar af hrifningu, enda
stigu Stuðmenn dans við þær,
— og höfðu konurnar á orði, að
jafn fölskvalausu látbragði
hefðu þær aldrei kynnzt.
Stuðmenn sögðu vio okkur,
að nú stæðu fyrir dyrum hat-
rammar deilur innan
hljómsveitarinnar um kjörorð
næstu plötu, og væri alls ekki
vitað, hvernig þeirri deilu
lyktaði. — En hvernig þykir
Stuðmönnum að leika i stofu?
— Við Höfum aldrei leikið i
stofu áður og vorum þvi ákaf-
lega taugaóstyrkir til að byrja
með, en ósvikin hrifning
kvennanna svo og þessi út-
lenzki hijómburður hér, gerði
það að verkum að tauga-
óstyrkurinn hvarf eins og
Stuðmannap1ata úr
hljómplötuverzlunum!
Er stofuhcimsóknin var á
enda, brugðu Stuðmenn sér út
á götu og hittu þar nokkur
börn. En Stuðmenn hröðuðu
sér brott er ibúar hverfisins
komu fylktu liði I skrúðgöngu
með lárviðarsveig. Þá hurfu
Stuðmenn.
Myndirnar skýra sig eflaust
sjálfar.
I