Tíminn - 24.08.1975, Blaðsíða 31
Sunnudagur 24. ágúst 1975
TÍMINN
31
*
HLJÓMPLÖTUDÓMAR
NÚ-TÍMANS
Janis Ian — Between The Lines
Columbia — PC 33394
ALDREI fyrri hefur nokkur
plata listamanns, sem ég hef
ekki heyrt I áöur, komið mér
jafn mikið og þá ekki siður
skemmtilega á óvart, — enda er
þessi plata Janisar Ian, Be-
tween The Lines, að minum
dómi ein af allra beztu plötum
þessa árs. Nú haldið þið eflaust
að óþarflega sterkt sé að orði
komizt, en þvl harðneita ég með
öllu og skal éta hatt minn ef ég
stend sjálfan mig að þvi að
breyta um skoðun. (Nú haldið
þið eflaust, að ég eigi engan
hatt, — og það er náttúrlega
alveg rétt) ..en ég er ekki að
grínast!
Ég viðurkenni fúslega, að hér
viðhef ég stór orð, en það er
bjargföst trú min, að ég hafi efni
á þvl að nota stórorð I dag. Janis
Ian er söngkona, gítarleikari
(kassagltar) planóleikari, tón-
skáld og útsetjari, fædd árið
1951 (viljirðu vita fæðingardag-
inn, — skrifaðu mér þá) I New
York. Janis hefur gefið út 5
LP-plötur, þrjár þær fyrstu hjá
Verve-fyrirtækinu en siðustu
tvær hjá Capitol. 16 ára gaf
Janis út tveggja laga plötuna
„Society’s Child” (Verve), sem
var bönnuð I fjölmörgum út-
varpsstöðvum vestra, — og
sama ár kom út fyrsta LP-plata
hennar, For All Seasons Of Your
Mind. (Þvl miður hef ég ekki
heyrt fyrri plötu Janisar Ian, og
þvi get ég ekki dæmt Between
the Lines út frá fyrri plötum
hennar, en ég vona, að hljóm-
plötuverzlanir sjái sóma sinn I
þvi að panta fyrri plötur henn-
ar).
En i hverju eru gæðin fólgin?
Tónlistin er fyllt meö þessum
einfaldleika, sem svo margir
þrá,enfáirfá hendurá fest. All-
ur hljóðfæraleikur er afar ein-
faldur og fábrotinn, en smekk-
legur með eindæmum og fellur
fullkomlega inn I heildarmynd-
ina. Melodíurnar sjálfar eru á
tlðum flóknar og fara á stundum
I einkennilegar áttir, en þó
þannig, að það eru engir útúr-
dúrar frá heildinni. Tónlistin er
melódlsk og tær, en I henni
miklar andstæður, sem má
rekja til textanna, — og erum
við hér komin að veigamesta at-
riði plötunnar, að mlnum dómi.
Textar Janisar Ian (hún sem-
ur þá sjálf) eru stórmerkilegir
og „bara” sem ljóðskáld stæði
hún mjög vel að vlgi. (Hún hefur
gefið út ljóðabók, „Who Really
Cares” (1969)). Textarnir eru
grunnur plötunnar og öll tónlist-
in er samin til þess að ná fram
einni heild I lögum og texta.
(Þúsundir tónlistarmanna virð-
ast aldrei fá skilið að til að búa
til „gott lag” þarf að vera
fyllsta samræmi milli laga og
texta). Þessari frábæru sam-
ræmingu, eða öllu heldur sam-
runa nær Janis Ian fram með
tvennum hætti, annars vegar
með þvi að túlka textana I
söngnum og hins vegar með þvi
að túlka þá I sjálfri tónlistinni
(melódiu-hljóðfæraleik). Þess-
um frábæra samruna tveggja
aöálþátta hvers lags geta fáir
státað af.
Tilfinningalegar andstæður
hvað textana áhrærir I einu og
sama laginu eru ekki einsdæmi,
en Janis hefur algjört vald yfir
viðfangsefni, og hvort heldur
hún túlkar gleði eða vonbrigði,
ást eða sorg, — ber allt að sama
brunni. Hún getur verið reið,
nöpur, og hæðin, en llka bllð,
ljúf og ástríðufull, — en hún hef-
ur vald á tilfinningunum og það
er heilsteyptur persónuleiki,
sem að baki býr. Yrkisefni
Janisar Ian eru kannski ekki
ýkja margvlsleg, — en hún er
persónuleg og hreinskilin og það
er hreint ótrúlegt hvað hún virö-
ist eiga létt með að tjá sig I orð-
um.
Það er hinn sterki heildar-
svipur plötunnar, sem vegur
þyngst, — og einnig það, að öll
tónlistin er svo blátt áfram og
eðlileg. Þetta er einlæg tónlist,
sem er laus við allan rembing
og stæla. Einföld, fáguð, ljóðræn
og blátt áfram.
Afar erfitt er að gera upp á
milli einstakra laga, en ég nefni
fjögur, „Bright Light & Promis-
es”, „At Seventeen” „Between
the Lines” og „Watercolours”.
Að kalla Janis Ian þjóðlaga-
söngkonu, eins og einn hljóm-
plötugagnrýnandi gerði fyrir
viku, er hreint rangnefni. Tón-
list hennar er soft-rock eins og
það gerist bezt.
Ég lýk þessu svo með sömu
orðum og ég viðhafði við einn
kunningja minn fyrir nokkru:
„Það nálgast brjálæði, hvað
hægt er að gera góða plötu”. —
G.S.
LP-plata vikunnar: Janis lan — Between The Lines
Dr. Hook — Bankrupt
Capitol — ST 11397
★ ★ ★ +
EFTIR langa þöng er Dr. Hook
kominn á kreik á ný og nú undir
breyttu nafni, þvl hann hefur
sleppt langlokunni „and the
medicine show” og þvl heitir
hljómsveitin aðeins Dr. Hook og
platan heitir Bankrupt.
Sem fyrr eru það lög Shel
Silverstein, sem bera af (hann á
fjögur lög plötunnar) ásamt lagi
Cooke „Only Sixteen” sem þeir
félagar flytja I Loving Spoon-
ful-stll og gera mjög vel.
Eitt finnst mér setja leiöinleg-
an svip á plötuna, en það eru
óþarfa hlátrasköll og vein á
milli laga, hvort sem það á viö
eða ekki.
Að öðru leyti er litið hægt að
segja um plötuna. Þetta er
dæmigerð Dr. Hook plata, sett
upp samkvæmt gömlu formúl-
unni og ætti þvl samkvæmt ann-
arri formúlu að falla öllum Dr.
Hook aðdáendum vel I geð. —
G.G.
Stephen Stills — Stills
Columbia PC 33575
★ ★ ★ ★
EFTIR AÐ þeir félagar Crosby,
Stills, Nash og Young hættu
samstarfi slnu hefur Stephen
Stills verið þeirra einna at-
kvæðamestur. Hann hefur gefið
út þrjár sólóplötur (að þeirri
nýju meðtaldri) og tvær plötur
með súperhljómsveitinni Man-
assas, sem hann stofnaði 1972 og
lifði I rúmt ár.
Síðan kom löng þögn, eða þar
til nú, að hann er aftur kominn á
stjá með nýja plötu — og um það
ieyti, er hún kom út, stofnaði
hann nýja hljómsveit.
Tónlistin á plötunni — sem ber
einfaldlega heitið „Stills” — er
meira I ætt við Manassas en
S,S,N,Y enda koma gamlir
kunningjar úr þeirri hljómsveit
mikið við sögu ásamt fjölda
annarra, s.s. Leland Sklar, Russ
Kunkel, Donnie Docus og Cros-
by og Nash taka undir og radda
frábærlega I tveimur lögum.
Meira þarf ekki að segja öll-
um (eða flestum), sem kunnugt
er um snilli Stills, — og þvl ætti
enginn, sem er á bandarlsku
„west-cost”-lInunni að verða
fyrir vonbrigðum með „Stills”.
— G.G.
Blood, Sweat & Tears — New
City
Columbia PC 33484
★ ★ ★ +
ÞESSI nýja LP-plata frá Blood,
Sweat and Tears markar tvenns
konar þáttaskil I sögu hljóm-
sveitarinnar, — þau fyrri á þann
veg, að ekki hefur I langan tlma
komið jafnbetri plata frá hljóm-
sveitinni, og I annan stað hefur
hljómsveitin endurheimt sinn
söngvara, David Clay-
ton-Thomas. Það er eflaust eng-
um vafa undirorpið, að þessi tvö
atriði eru veigamikil og ugg-
laust hljómsveitinni hvatning til
frekari sigra, — jafnvel enn
stærri sigra (kannski eins og þá
er hljómsv. varð fræg fyrir fyrr
á árum).
Nú er langt frá því að þessi
nýja plata sé nokkurt meistara-
verk, — hún er góð miðað við
siðustu plötur hljómsveitarinn-
ar og glöggt merki þess, að
Blood, Sweat and Tears eru að
rétta úr kútnum. Platan sýnir
framfarir, en litið meira. Nokk-
ur lög plötunnar eru þó harla at-
hyglisverð, s.s. „Applause”
(eftir Janis Ian) „Naked Man”
(eftir Randy Newman) og „One
Room Country Shack” (eftir
John Lee Hooker).
Blood, Sweat and Tears gera
heiðarlega tilraun til að afla sér
sinna fyrri vinsælda aftur meö
gömlum slögurum, „Ride Cap-
tain Ride” (eftir Frankie Konte
og Carlos Pinera) og „Got to
Get you Into My Life” (eftir
Lennon-McCartney) og það má
vel vera að þeim verði eitthvað
ágengt. Llklegasta lagið til vin-
sælda er þó að mínum dómi lag
David Clayton-Thomas, „Yest-
erday’s Music”.
Fyrir aðdáendur hljómsveit-
arinnar er þetta kærkomin plata
og aðrir rokkjass aðdáendur
geta vel unað við nokkur góð lög
á plötunni. Óliklegt er þó, að
New City afli Blood, Sweat and
Tears allra sinna fyrri vin-
sælda. En stefnan er uppávið,
og batnandi manni er vlst bezt
að lifa. Ekki satt? — G.S.
David Bromberg Band — Mid-
night On The Water
Columbia — PC 33397
★ ★ ★ ★ +
ÞAÐ FER varla á milli mála
þegar maður hlustar á David
Bromberg að þar er kunnáttu-
maður á ferð, enda lagði hann
stund á tónlist I háskólanum I
Columbíu.
Slðan eru liðin mörg ár og
reynsla hefur bætzt við lærdóm-
inn, þannig að Bromberg er orð-
inn heimsmaður I tónlistar-
heiminum.
Nýjasta plata hans og hljóm-
sveitar hans heitir „Midnight on
the Water” og er gott dæmi um
þetta. Þar bindur hann sig ekki
við neina eina tónlistarstefnu,
heldur spilar fjölbreytta tónlist
úr ýmsum áttum, eins og blues,
soft rock, country, blue grass og
lögin I stil viö gömul irsk og
skozk þjóðlög.
Allur flutningur er mjög
fágaður og oft frumlegur og
hvilir yfir honum mikil ró.
Midnight on the Water er ein
af þessum plötum, sem maður
setur á fóninn, þegar maður vill
virkilega hlusta á tónlist i ró og
næði og slappa vel af.
TAKIÐ ÞÁTT í SKOÐANAKÖNNUN NÚ-TÍMANS:
Mest seldu LP-hljómplötur
vikuna 11.—15. ógúst
1. Sumar á Sýrlandi Stuðmenn
2. Stuð, Stuð, Stuð, Lónlí Blú Bojs
3. One of These NightsEagles
4. Venus & Marz
5. Stardust
6. Sailor
7. Hearts
8. Return to Fantasy
9. One Size Fits All
10. Gylfi Ægisson
Wings
David Essex o. fl.
Sailor
America
Uriah Heep
Zappa
Gylfi Ægisson
Hljómdeild FACO — Laugaveg 89,
Hljómdeild FACO — Hafnarstræti 17
SENDUM I PÓSTKRÖFU
Atkvæðaseðillinn er
birtur á bls. 25