Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 2
TÍMINN Sunnudagur 26. október 1975. ISLENDINGAR LEIÐBEINA GUATEMALAMÖNNUM í RAFORKUMÁLUM — íslenzkur verkfræðingur á förum þangað Þ.ö. íslenzkur verkfræðingur, Þdr Benediktsson, er nú á förum til Guatemala, þar sem hann mun taka þátt i frumhönnun að lagn- ingu háspennulinu. Verkfræðifyrirtækið Virkir h.f. hefur gert samning við verk- fræðifyrirtækið Electro-Watt i Zurich i Sviss um þátttöku ihönn- un háspennulinu i Guatemala, en Þór er einmitt starfsmaður Virkis hf. Verk þetta er unnið fyrir Insti- tuto de Electrification, Guate- mala (INDE), en það fyrirtæki mun starfa á sams konar grund- velli og Landsvirkjun. Er hér um að ræða tvær 220 kv. háspennulin- ur, sem hanna á tíl útboðs. Auk þess er ætlunin að gera frumáætl- un um þriðju linuna, sem virðist vera nokkurs konar tengilina á milli suður og norður Guatemala. Þ6r mun dvelja i Guatemala i um það bil 1 mánuð, þar sem hann mun starfa að fyrsta þætti verksins, sem áætlað er að taki 2—3 mánuði, en sá verkhluti er frumhönnun linunnar, val á linu- leið, kostnaðaráætlun og bygg- ingaráætlun vegna Væntanlegra framkvæmda. Annar hluti verks- ins fer siðan fram á fyrri hluta næstaárs oger stefnt að þvi', að 1. útboð á linunni geti farið fram upp úr miðju ári 1976. Þór sagði i samtali við Timann, að þáttur Virkis hf. væri eingöngu á sviði ráðgjafar og hönnunar, og munu þeir þvi ekki eiga neinn þátt i þeim verklegum fram- kvæmdum, sem hefjast munu á miðju ári 1976. Áströlsku stúlkurnar vinsælar á Tálknafirði SJ-Reykjavík — Mikið er nú af stúlkum frá Nýja-Sjálandi og Astrallu á Tálknafirði, og fleiri en undanfarin ár, en stúlkur frá þessum heimshlutum hafa starf- að i mörgum frystihúsum á Vest- fjörðum á undanförnum vertíð- um. Mikil ánægja er meðal karl- fólks á staðnum með að hafa þessar erlendu stúlkur þarna, og er sagt að ekki megi á milli sjá, hvort menn séu ánægðari með hve há útsvör þeir fengu eða með þessa viðbót viö kvennavalið á Tálknafirði, að sögn Péturs Þor- steinssonar frystihusstjóra. • • MJOGMIKILOLV UN í FYRRINÓTT SJ-ReykjavIk. Mjög mikil ölvun var i borginni I fyrrinótt og mikið um hvers konar slys. Miklar ann- ir voru á Slysavarðstofunni og kvaðst Grétar Sæmundsson Iög- regluvarðstjóri aldrei áður hafa séð ástandið eins slæmt þar. Komið var með fólk, sem slasað- ist I umferðarslysum, og einnig virtist mikið um að menn hefðu meiðzt, jafnvel beinbrotnað I heimahúsum, og nær allir, sem þarna voru komnir virtust ölvað- ir. A milli kl. 1 og 2 I fyrrinótt varð haröur árekstur á Suðurlands- braut skammt frá Aski. Bill, sem ekið var austur götuna tók skyndilega stefnubreytingu til vinstri I veg fyrir leigubil, sem kom á móti, rákust þeir saman og þriðji blllinn, sem kom á eftir leigubllnum. I bilnum, sem ekið var austur Suðurlandsbraut, voru fimm manns, þar af fjögur ung- menni, sem voru nýkomin upp I bflinn I þeirri trú að hann væri leigubill, þegar áreksturinn átti sér stað. ökumaður bifreiðarinn- ar bar greinileg merki ölvunar. Hér var ekki um leigubll að ræða. 011 fimm meiddust nokkuð. 1 bílnum sem kom á móti var leigubilstjóri og fjórir farþegar. Leigubilstjórinn hlaut beinbrot, m.a. siðubrot og maðurinn, sem sat I framsætinu viðbeinsbrotnaði og fór úr axlarlið, þeir eru á sjúkrahúsi. Þrir farþegar, sem sátu I aftursætinu meiddust minna. Fólkið I þriðju bifreiðinni sakaði ekki. Þá slasaðist ungur piltur á mótorhjóli I fyrrinótt, höfuðkúpu- brotnaöi og var ekki kominn til meðvitundar á laugardagsmorg- un. Var komið að honum þar sem hann lá i götunni á mótum Lauf- ásvegar og Njarðargötu, hafði hann augsýnilega misst vald á hjólinu og hefur trúlega ekið á miklum hraða. Frá æfingu á útvarpsleikritinu. Leikstjórinn, Þorsteinn Gunnarsson leggur linuna. EYJA í HAFINU Nýtt framhaldsleikrit eftir Jóhannes Helga JGSunnudaginn, 26 . október eftir hádegið hefst flutningur á nýju framhaldsleikriti eftir Jóhannes Helga. Verkið verður I fimm þáttum, sem hver tekur tæpa klukkustund I flutningi. Framhaldsleikrit þetta EYJA í HAFINU er byggt á skáldsögunni SVÖRT MESSA eftir Jóhannes Helga, en hún kom út fyrir nokkr- um árum og vakti mikla athygli. Hefur sagan verið þýdd á mörg tungumál, þar á meðal á rúss- nesku. Við hittum Jóhannes Helga að máli og spurðum hann & þessa leið: Er það ekki rétt skilið Jöhann- es, að útvarpsgerðin að Eyju I hafinu sé unnin upp úr samnefndu sviðsverki, sem byggt er á skáld- sögu þinni Svartri messu? — Jú. Svört messa kom út árið 1965, og Ragnar I Smára kostaði samningu hennar. ftg samdi hana að verulegu leyti I Hrisey vetur- inn 1963—'64, og var þá til húsa hjá systur minni Matthildi og sr. Bolla Gústafssyni mági minum, sem hóf prestskap sinn þar. í Hrisey naut ég einnig einstakrar velvildar þeirra öðlingshjóna, Þorsteins heitins Valdimarssonar simstöðvarstjóra og Láru konu hans. Ég lauk svo við bókina á Hvitárbakka i Borgarfirði i gisti- vináttu Bjargar systur minnar, Jóns Guðmundssonar manns hennar og Ragnheiðar, móður Jóns. Svört messa var raunar þriðja bókin sem ég lauk við á Hvitárbakka, og stend ég I ógold- inni þakkarskuld við þetta mæta fólk. Ég samdi svo sviðsverk upp úr bókinni i hitteðfyrra og naut til þess sex mánaða starfslauna frá Menntamálaráðuneytinu, og upp úr þvi verki er útvarpsgerðin samin I samvinnu við Þorstein Gunnarsson, nema I einu eða tveimur tilvikum seildumst við I bókina eftir atriðum sem ég hafði ekki tekið upp i sviðsverkið. Hefur þetta samstarf við leik- stjóra og leikara ekki verið for- vitnileg reynsla fyrir þig? — Jú, það geturðu bókað. 1 ann- an tima er rithöfundur einyrki og það er mjög hvimleitt, þegar til lengdar lætur. Maður klúkir ým- ist við skrifborð eða gengur einn eins og böðullinn. A þvi er allur munur og hinu að vera kominn i hóp fjölda listamanna sem gefa texta manns Hf og lit, hver með slnum hætti, að ógleymdum tæknimönnunum. Þetta er heldur enginn smáræðishópur, þrjátiu manns ef allt er talið. Hvernig var samstarfi ykkar Þorsteins háttað? — Þvi er bezt lýst með Hkingu við skip. Þorsteinn breytti hlut- föllum I yfirbyggingunni, gerði hana straumlinulagaðri en hún var, þannig að meiri skriður fengist á skúturia. Annars væri það að bera i bakkafullan lækinn að ég færi að bera lof á leikstjóra minn. Færni hans og vandvirkni er fyrir löngu lýðum ljós. Hvað ertu svo með á prjónun- um? — Ég er í miðjum klíðum meö ævisögu farmanns. Og einhvers- staðar eru drög að sjónvarpsefni. Og hjá Almenna bókafélaginu liggur ritgerðasafn, sem ég vona að komist bráðlega á þrykk, ef ekki þar, þá annars staðar. Mig langar svo að lokum að taka fram, að án starfslauna mennta- málaráðuneytisins væri þetta verk ekki til orðið. Jóhannes Helgi. Kvennaverkfallið vekur gífurlega athygli erlendis ET-Svíþjóð. Kvennaverkfallið á íslandi er eitt aöalfréttaefni sænskra og danskra útvarps- og sjónvarpsstöðva og dagblaða á laugardagsmorgni. Má eigin- lega telja, að það veki meiri athygli en sjálft landhelgismál- ið. 1 öllum stærstu blöðunum er það forsiðuefni. Þannig birtir Sydsvenska Dagbladet stóra mynd á forsiðu af fundinum á Lækjartorgi og frásögn inni I blaðinu. Dagens Nyheter segir á forsfðu að kvennaverkfallið hafi lamað ísland og Göteborgs Posten notar sömu fyrirsögn á forsiðufrétt sina. A forsiðu danska blaðsins Politiken segir um Islenzku konurnar, að þær vilji, þori og geti og Berlinske Tidende birtir mynd frá fundin- um á forsiðu með rammafrétt. Blöðin skýra frá afstöðu is- lenzkra kvenna með ólikar stjórnmálaskoðanir til dagsins. Talað er um að þær hafi lagt dægurmál á hilluna og samein- azt um að gera daginn sem stærstan. Konurnar leggi áherzlu á að þetta verði ekki einn einstakur viðburður heldur verði baráttunni haldið áfram. Ýmsum hliðum dagsins er lýst. T.d. er mynd i einu blaðinu af kennara, sem tók litil börn sin með i'skólann. Þannig hefur .þessi viðburður vakið einstæða athygli hér og hafa fréttamenn á orði að þetta gæti ekki hafa gerzt i Sviþjóð eða Danmörku. Líklega væri fámennið á islandi forsenda þess að slik samstaða geti tekizt. Auk fréttafrásagna var þessu máli hvarvetna skotið inn i dag- skrá útvarps og s'jónvarps, einkum þegar konur kynntu dagskrárþætti. Og þegar sjónvarpsþáttur, sem Sigmar B. Hauksson leikur i ásamt frægustu skemmti- kröftum Svía á föstudagskvöld hófst, var þess getið að það væri eins gott að hann væri karlmað- ur þvi annars væri hann áreiðanlega i verkfalli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.