Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 27

Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 27
Sunnudagur 26. október 1975. TÍMINN 27 á Krist, munu tyrst upp risa. Sið- an munum vér, sem lifum, sem eftir erum, verða ásamt þeim hrifnir burt i skýjum til fundar við Drottin i loftinu og siðan mun- um við vera með Drottni alla tima. Huggið þvi hver annan með þessum orðum”._l. Þess. 4,13—18. Þessi orð eru skýr og greinileg. Þeir, sem deyja i trú á Krist munu fyrstrisa upp. Þetta er hin mikla von trúaðra manna á öllum öldum — vonin um eilift lif við upprisuna fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum. Orð þessi leiða athygli okkar að þvi, að i Bibliunni eru nefndar tvær höfuðupprisur. í Jóhannes- arguðspjalli, 5. kap. sem áður er vitnað i talar Kristur um ,,upp- risu lifsins” og „upprisu dóms- ins”. 1 Post. 24. kap. talar Páll postuli um upprisu ranglátra og upprisu réttlátra og er þá að ræða um það sama og Kristur. „Upp- risa lifsins” á sér stað, þegar Kristur kemur aftur til jarðarinn- ar. Þetta kemur skýrt fram i ritn- ingargreinum, sem áður hefur verið visað til — 1. Þess. 4,13—18. Þar er talað um að þeir, sem dáið hafi i trú á Krist, muni fyrst upp risa og það verði við komu til Kriststil jarðarinnar, endurkomu Krists. „Sæll og heilagur er sá, sem á hlut i fyrri upprisunni”, segir Jóhannes, ‘„yfir þeim hefur hinn annar dauði ekkert vald”. Op. 20,6. En Jóhannes segir jafn- framt, að „aðrir lifnuðu ekki fyrr en þúsund árin fullnuðust”. Op. 20,5. A milli fyrri og siðari uppris- unnar h'ða þvi þúsund ár. Sálin Við erum þegar búin að sjá, að ástand mannsins frá andlátinu allt fram að upprisunni er svefni likast. Hinir dauðu vita ekki neitt. t dánarheimum er hvorki starf- semi, hyggindi, þekking, né vizka. En spurningin, sem við skulum staldra við nú er þessi: Hvaðer sálin? Margir eru þeirrar skoðunar, að sálin sé sá þáttur mannverunnar, að sé eilifur og ó- forgengilegur og yfirgefi likam- ann við andlátið. Þessi skoðun mun komin frá Forn-Egyptum, sem smurðu likami látinna i þeirri von að sálin hyrfi aftur til sins fyrri líkama. En hvaða merking er lögð i orðið sáli Heil- agri ritningu? Orðin, sem þýdd eru sem sál koma fyrir um 850 sinnum i Gamla og Nýja testamentinu og má benda á, að hvergi er orðið ó- dauðlegur tengt þvi. Hér er ekki rúm til að ræða allar þessar ritn- ingargreinar, heldur aðeins benda á fáeinar. Orðið sáler þýtt frá hebreska orðinu nephesh og griska orðinu psyke. Orð þessi eru þýdd á ýmsa vegu i islenzku Bibliunni, en oftast sál, lif eða menn. Svipað er gert i öðrum Bibliuþýðingum. En athyglisvert er, að þar sem orðið sál er notað i einni þýðingu, er orðið lif eða menn notað i öðrum! 1 1. Mós. 46,26.27 segir: „Og allar þær sál- ir, sem komu með Jakob til Egyptalands og af honum voru komnar voru sextiu og sex að tölu, auk sonakvenna Jakobs. Og synir Jósefs, sem honum höfðu fæðzt i Egyptalandi, voru tveir að tölu. Allár þær sálir af ætt Jakobs, sem komu til Egypta- lands, voru sjötiu að fölu”. 1 ensku (KJV) og norsku þýðing- unniereinnig notaðorðið sáliren I sænsku þýðingunni hins vegar orðið persónur. 1 norskuog ensku (KJV)þýðing unni á 5. Mós. 10,22 er talað um sjötiu sálir, en i þeirri dönsku er orðið persónur notað. 1 þessum ritningargreinum eruorðin sál og persóna notauð á vixl. Orðið sál felur hér i sér alla mannveruna. En það, sem á við um hebreska orðuð nephesh, á einnig við um griska orðið psyke. t Postulasög- unni 27,22 lesum við: „En nú ræð égyðuraðþérséuð meðöruggum huga, þvi að enginn yður mun lifi týna”. Orðið lifer einnig notað i sænsku þýðingunni, en sáli þeirri norsku. Hér eru orðin sál og lif notuð á vixl. Sama má segja um Post. 20,10, þar sem i islenzku og ensku (KJV)-þýðingunni er notað orðið lif, en sál i þeirri norsku. Þessar tilvitnanir sýna, að ekki er átt við einhvern ódauðlegan þátt mannverunnar, heldur táknar orðið sáliþessum ritningargrein- um lifið, eða persónuna sjálfa. Augljóst er, að maðurinn hefur ekki sál, heldur er hann sál, eða lifandi vera. Margir telja, að höfuðmunurinn á manninum og dýrunum sé sá, að maðurinn hafi sál (þ.e. ódauð- lega þátt mannverunnar) en dýr- in ekki. Hvað segir orð Drottins um þetta? „Og öllum villidýrum og öllum fuglum loftsins og öllum skriðkvikindum á jörðunni, öllu þvi, sem hefir lifandi sál (i ensku þýð.: sem lif er i, norsk: sem lifs- andi er i), gef ég öll grös og jurt- ir”. 1. Mós. 1,30. Eftir þessu að dæma eru dýrin einnig sálir, eða lifandi verur. En hvernigvarðsálin til? ,,Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar og blés lifsanda i nasir hans og þannig varð maðurinn lifandi sál”. 1. Mós. 2,7. Hér hefði mátt ná sömu merkingu með þvi að segja, að maðurinn hefði orðið lifandi vera. Aður en Guð blés lifsanda I nasir mannsins var hann liflaus vera eða liflaus sál. Það var andi Guðs, sem gerði manninn að lifandi sál — lifandi veru. Guð gerði þetta undursamlega musteri lifandi, sem hann hafði skapað i sinni mynd. Hann blés lifsanda i nasir mannsins. Hvernig öðlumst við ódauð- leika? Það er aðeins einn, sem hefur ódauðleika. Páll segir, að „hinn sæli og eini alvaldur mun á sinum tima birtast láta, konungur konunganna og Drottinn drotn- anna, hann, sem einn licfur ó- dauðleika”. 1. Tim. 6,15.16. Það er ekki bibliukenning, að menn eignist ódauðleikann skilyrðis- laust. Odauðleikinn er einungis hægt að eignast fyrir trúna á Jesúm Krist. „Þvi að þegar þér voruð þjónar syndarinnar, þá voruð þér lausir við réttlætið. Hvaða ávöxtu höfðuð þér þá? Þá sem þér nú blygðist yðar fyrir, þvi að þeir leiða að lokum til dauða. En nú, með þvi að þér eruð leystir frá syndinni, en eruð orðn- ir þjónar Guðs, þá hafið þér ávöxt yðar til helgunar og eilift lif að lokum. Þvi að laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er ei- lift lif fyrir samfélagið við Krist Jesúm, Drottin vorn”. Róm. 6,20—23. „Og þetta er vitnisburð- urinn, að Guð hefur gefið oss eilift lif og þetta lif er i syni hans, Sá, sem hefur soninn, hefir lifið. Sá, sem ekki hefir Guðs son, hefir ekki lifið”. 1. Jóh. 5,11.12. „En i þvi er hið eilífa lif fólgið, að þeir þekki þig, hinn eina sanna Guð og þann, sem þú sendir, Jesúm Krist”. Jóh. 17,3. Er hægt að hafa sam- band við framliðna? Spekingurinn svarar spurning- unni afdráttarlaust: „Hinir dauðu vita ekki neitt.... þeir eiga aldrei framar hlutdeild I neinu þvi, sem við ber undir sólunni”. Siðan bætti hann við. „1 dánar- heimum, þangað sem þú fer, er hvorki starfsemi, né hyggindi, né þekking, né vizka”. (Préd. 9,5.6.10). Sá, sem trúir á Heilaga ritningu, getur ekki ýtt til hliðar þessum skýru og greinilegu orð- um Drottins, sem gera það ljóst, að um samband við framliðna menn getur ekki verið að ræða. Enda segir Kristur sjálfur, að á- stand þeirra sé svefni likast. Hitt vita allir, að æ fleiri leita nú eftir sambandi við svokallaða framliðna menn. Menn segjast sjá látna ástvini og fá margs kon- ar sérstæðar upplýsingar. Sýnt er, að sumt af þvi, sem fram hefur komið er svik og fals, en fá- um dettur i hug að staðhæfa að allt, sem fram kemur af þessu tagi, séaf þeim toga spunnið, Það er staðreynd að margir miðlar geta sett sig í samband við anda. Með orðinu andar er þó alls ekki átt við anda framliðinna. Enginn maður megnar að hafa samband við þá. „Hinir dauðu vita ekki neitt”. Hverjir eru þá þeir andar, sem miðlarsetja sig i samband við? Biblian ræðir viða um hina eiginlegu baráttu i heiminum, baráttuna um hjarta mannsins og líf. Páll postuli segir: „Þvi að baráttan, sem við eigum i, er ekki við blóð og hold, heldur við tign- irnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonzkunnar i himingeimnum”. (Efes. 6.12). Til að skilja hið illa i þessum heimi verða menn að gera sér grein fyrir að þessar illu verur eru til og koma oft fram I dulargervi og vinna fyrir málstað illra afla. „Og ekki er það undur, þvi að Satan sjálfur tekur á sig ljósengilsmynd. Það er þvi ekki mikið, þótt þjónar hans taki á sig mynd réttlætisþjóna”. 2. Kor. 11,14.15. „En andinn segir ber- lega, að á siðari timum muni sumir ganga af trúnni og gefa sig að villuöndum og lærdómum illra anda”. l.Tim. 4,1. „En ég vil ekki að þér komizt i sambandi við illu andana”. 1. Kor. 10,20. Þegar við ihugum þessar ritn- ingargreinar og aðrar um sama efni, skiljum við betur, hvers vegna Guð bannaði ísraelsmönn- um til forna að hafa samband við svokallaða framliðna menn. A þeim tima var það einmitt al- menn skoðun þjóðanna umhverfis ísrael að slikt væri hægt og menn héldu að þeir kölluðu fram dána menn. En ísraelsmenn fengu frá Drottni strangar viðvaranir gegn sliku og annarri óhæfu, sem heiðnar þjóðir tömdu sér. „Leitið eigi til særingaranda né spásagnaranda. Farið eigi til frétta við þá, svo að þér saurgist ekki af þeim. Ég er Drottinn, Guð yðar”. Mós. 19,31. „Og sá sem leitar til særingar- anda og spásagnaranda, til þess að taka fram hjá með þeim, — gegn honum vil ég snúa augliti minu”. 3. Mós. 20,6. „Eigi skal nokkur finnast hjá þér, sá er láti son sinn eða dóttur ganga gegnum eldinn, eða sá er fari með galdur eða spár eða fjöl- kynngi, eða töframaður eða gjörningamaður eða særinga- maður eða spásagnarmaður eða sá, er leiti frétta af framliðnum. Þvi að hver sá, er slikt gjörir, er Drottni andstyggilegur, og fyrir slikar svivirðingar rekur Drott- inn, Guð þinn, þá burt undan þér. Þú skal vera grandvar gagnvart Drottni Guði þinum. Þvi að þess- ar þjóðir er þú nú rekur burt, hlýða á spásagnarmenn og galdramenn en þér hefir Drottinn Guð þinn eigi leyft slikt. Spámann mun Drottinn Guð upp vekja meðal þin, af bræðrum þfnum, slikan sem ég er. A hann skuluð þérhlýða”. 5. Mós. 18,10—15. Guð hafði sagt sinu fólki greinilega, að það lifði alls ekki milli andlátsins og upprisunnar. Gyðingaþjóðin var alltaf smá- þjóð i samanburði við stórþjóð- irnar, sem umhverfis hana voru og hún getur ekki i dag státað af merkum fornminjum i saman- burði við Egypta og Babýloniu- menn. En hitt er viðurkennt, að trúarbrögð þessarar litlu þjóðar voru langt ofar trúarbrögðum nokkurrar annarrar fornþjóðar. 1 dæmisögunni um rika mann- inn og Lasarus segir Jesús þessi eftirtektarverðu orð við alla þá, sem eru þeirrar skoðunar, að boðskapurfrá framliðnum mönn- um muni vera þeim til hjálpar: „Þeir hafa Móse og spámennina (Bibliu þeirra tima), hlýði þeir þeim. Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum, munu þeir heldur ekki láta sannfærast, þótt einhver risi upp frá dauðum”. Lúk. 16,28.31. Jesús sagði ennfremur, „að þeim, sem heyrir orð min og breytir. eftir þeim, má likja við hygginn mann”, Matt. 7,24.'25. Ljóst er aðorð Drottins er hin ör- ugga opinberun um lifið og tilver- una. Það veitir okkur örugga þekkingu um það sem i vændum er. Byggjum á þvi. Nirðurlagsorðið i þessu öllu hlýturaðvera orð postulans: „Og þetta er vitnisburðurinn, aö Guð hefur gefið oss eilift lif og þetta lif er i syni hans. Sá sem hefir son- inn hefir lifið. Sá sem ekki hefir • Guðs son, hefir ekki lifið”. 1. Jóh. 5,11.12. r INOTIÐ ES tAÐ BESIA- Látið miðst TAKA ÚR YKKU HRO BLOSSi;— Skipholti 35 • Símar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa 3 Forðist slysin og kaupið WEED keðjur í tíma Suðurlandsbraut 20 * Sími 8-66-33 Sólun SÖLUM HJÓLBARÐA A FÖLKSBlLA, JEPPA- OG VDRUBILA MEÐ DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM. Ábyrgð tekin d sólningunni. Kaupum notaða sólningarhæfa nylon-hjólbarða. Dnnumst allar .viðgerðir hjólbarða með fullkomnum tækjum. GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HE Ármúla 7. — Sími 30501. — Reykiavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.