Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 26. október 1975. TÍMINN 5 Willy Brandt: Hann gleymir aldrei svikum A-Þýzkalands Willy Brandt litur prýðilega út þar sem hann stendur sportlega klæddur fyrir framan sumarbú- staðinn sinn i Vangsásen i Noregi, en það er örskammt frá Hamar, fæðingarstað konu hans, Rut Brandt. Fyrir tveimur árum var skilti um það bil 500 metra frá inn- keyrslunni, sem á stóð „kjör sakte”. Það var ekki af tillitssemi við kanslarann heldur út af eggjagrjóti og holum i veginum. Nú hefur vegurinn verið malbik- aður. Margt fleira hefur breytzt á þessum tveimur árum. Willy Brandt er ekki lengur kanslari. Gúnther Guillaume, sem þá var fulltrúi hjá kanslaraembættinu, og hafði með flokksmál að gera, er kominn bak við lás og slá. Fréttamiðstöðin sem var komið fyrir i farfuglaheimili skammt frá sumarbústaðnum er ekki lengur til. En öryggisverðirnir eru enn fyrir hendi, þrir að tölu. Formaður Sósialdemókratiska flokksins verðir að vera undir vernd, lika i friinu. Hið 7000 fermetra land keypti Rut Brandt árið 1965 fyrir litil- ræði. Þrir timburkofar stóðu þegará þvi og hinum fjórða hefur Rut Brandt bætt við. Þar að auki er flatbyggður ibúðarvagn, sem öryggisvörður skriður út úr, um leið og einhver nálgast. Stundum stoppa hópferðabilar með þýzka ferðamenn, sem vilja fá eigin- handaráritun „Willy”. — Flestir skilja það aftur á móti, þegar þeim er sagt að ég vilji ekki láta ónáða mig, segir hann. Willy Brandt liggur ekki i leti i friinu. Hann hefur með sér heil- mikla vinnu. Bækur, sem ekki vannst timi til að lita i gegnum i dagsins önn. Þar fyrir utan skrif- ar hann á hverjum degi hluta af hugleiðingum sinum um utan- rikisstjórnmál. Rut Brandt er 55 ára en hefur vöxt ungrar stúlku — Ætlarðu i aðrar buxur, áður en þú borðar, Willy”? spyr hún. — Verð ég að gera það? spyr hann og litur niður á kæruleysislegan klæðnað sinn. Gengur siðan i burtu til að fara i buxur, sem sitja betur og uppá- haldsskyrtuna blá- og hvit- röndótta norska bændablússu. Rut Brandt, sem talar enn með svolitlumskandinaviskum hreim, sér alveg um heimilið, aðeins einu sinni i viku kemur kona til að aöstoða við að taka til. A þessum degi er hádegismaturinn kjötboll- ur með baunum og kartöflum, sem eru vel þvegnar og borðaðar með hýðinu. Með þvi er drukkinn óáfengur bjór, — Willy Brandt drekkur ekkert áfengi, siðan hann komst að þvi, að hann komst af án daglegu vinkrúsarinnar sinnar. Hann reykir afturá móti mikið og segir, að án þess mundi honum liða miklu verr. Jafnvel þó hann sé i frii lifnar hann allur við, þegar stjórnmál Ber á góma. Þar er hann vel heima. — Eftir afsögn mina siðastliðið ár, sagði hann hefði ég getað dregið mig alveg til baka, laus við allar áhyggjur og ábyrgð. Aðrir hafa gert það á undan mér, en ég get það ekki. Sumir halda ef til vill, að Brandt sé vonsvikinn og beiskur fyrrverandi kanslari. Það er hann ekki. — Ég stundaði pólitik, sem var árangursrik sagði hann, Og hann minntist á Berlin, á austursamn- ingana og takmark stjórnmál- anna i Þýzkalandi. Hann fer vifi- lengjulaust að tala um A-Þýzka- land. — Ég hef ekkert á móti þeim, þeir eiga ábyggilega ekki auðvelt heldur. En það þýðir ekkert að tala meira við mig. Kohl (fastafulltrúi A-Þýzkalands i Bonn hefur oft beðið um viðtal við mig. Ég vil ekki sjá hann. — Þér vitið að allt hefur einhver takmörk. Nafnið Gúnther Guillaume hefur ekki heyrzt. Hann er ekki lengurtil fyrir Willy Brandt. Von- brigðin virðast vera yfirunnin eða þeim ýtt til hliðar. En svik A- Þýzkalands mun Willy Brandt aldrei skilja eða komast yfir þau. Þeir svöruðu útréttri hönd hans með sparki. Við grillið um kvöldið er gert hlé á st jómmálaumræðum. Willy Brandt segir grinsögur og brand- ara um Austur-Frislendinga, og hann er léttur og kátur. Rut og Willy Brandt hvflast i norskri náttúru. Sumarbústaðurinn i Vangsásen. Veiðistöngin er Brandt góður tómstundavinur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.