Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 30

Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 26. október 1975. Það hefur veriÓ svo hljótt um Litið eitt að undanförnu, og raunar allar götur aftur að sjón- varpsþáttunum vinsælu, að næstum er hægt að segja, að um Litið eitt hafi verið algjör þögn. Nú er hiiis vegar væntanleg önnur LP-plata þeirra á markaðinn og ber hún heitið „Til hvers”. Fyrsta plata þeirra fékk mjög góðar viðtökur, en engu að síður hætti Lftið eitt skömmu siðar, og þótti áreiðanlega mörgum það rnjög miður, enda hafði Lit- iö eitt áunnið sér miklar og al- mennar vinsældir, bæði meö plötu sinni og kannski ekki siður fyrir hressilega framkomu i sjónvarpsþáttunum, „Kvöld- stund i sjónvarpssal”. Þegar Litið eitt kom fyrst fram, var mikil gróska i „þjóð- lagatónlist” hérlendis og fjöld- inn allur af trióum var starf- andi. Litið eitt sköpuðu sér þó nijög fljótt allverulcga sérstöðu meöal þessara trióa og átti mjög vaudaður hljóðl'æraleikur þeirra þar drjúgan hiut að máli, en ennfremur var efnisval þeirra öðruvisi en hjá öðrum „þjóðlagatrióuin". Litið eitt trióið flutti oft það, sem ef til vill inætti kalla alvarlega tónlist og sóttu þau t.d. texta mikið til is- lenzku þjóöskáldanna, auk þess sem frumsamin tónlist skipaði nokkurn sess I þeirra tónlistar- flutningi, en þvi átti fólk ekki að venjast hjá „þjóðlagatrióum”. En þótt Litið eitt væri alvar- lega þenkjandi brá oft fyrir þessum gáska, sem einkennt hefur Islenzka „þjóðiagatón- list” og gerði trióið þvi engu verr skil en öðru efni. Litið eitt var þó ekki trió nema i stuttan tima, þvi að mannabreytingar urðu, og bætt- ust þá I hópinn Berglind Bjarna- dóttir og Jón Arni Þórisson, en fyrir voru Gunnar Gunnarsson og Steinþór Einarsson. Þannig var Litið eitt skipað á fystu LP-plötunni og nú þegar ný plata er að koma á markaö- inn, er liðsskipan sú sama. Þessi bölvaða plata.. Það var á áliðnu sumri, að einn ónefndur meðlimur i trióinu Lit- ið eitt kom heim undir morgun eftir næturlanga vist i húsa- kynnum Hljóðrits h.f., að eigin- konan brást ókvæða við og sagöi: — Þessi bölvaða plata skal sko aldrei koma inn fyrir dyrnar á þessu heimili. Þetta var nefnilega ekki i fyrsta skipti sem það henti, að morgunn var að renna upp, þeg- ar kvaðst var i stúdióinu og haldið heim, eða eins og Stein- þór sagði: — Þessi plata var að miklu leyti unnin i næturvinnu, já og helgarvinnu. Við erum eðlilega engir atvinnutónlistarmenn, og þar sem við vorum i okkar vinnu yfir daginn, var ekki um annað að ræða, en taka plötuna upp á kvöldin og næturnar, og svo um helgar. — Þrátt fyrir að fjölskyldur okkar hafi i einstaka tilviki misst þolinmæðina — sem er að- eins eðlilegt, miðað við allar þær nætur og helgar sem við sá- umst ekki — held ég að við get- um allir verið sammála um það, að fjölskyldur okkar hafi sýnt afar mikinn skilning á þvi, að við vorum i þessari plötuupp- töku á þessum tima, af illri nauðsyn. — Mér finnst það oft gleymast — alla vega fer það ekki hátt — að fjölskyldur tónlistarmanna þurfa að liða heilmikið fyrir tón- listaráhuga þeirra. Við i Litið eitt erum þó alls ekki bezta dæmið um það, þvi að við höfum ekkert komið fram opinberlega og gerum sennilega ekki, en t.d. þeir, sem eru i popphljóm- Hér gefur að lita nokkrar svipmyndir af „Litið eitt” i sjónvarpsþáttunum vinsælu, „Kvöldstund i sjónvarpssal”, en það var einmitt i þeim þáttum, sem „Litið eitt” vakti fyrst verulega athygli. Jónas R. Jónsson stjórnaði „Kvöldstundinni”, og svo vel fór á með „Litið eitt” og honum, að þau fóru saman út og tóku upp LP-plötu. Nú er að koma út önnur plata, eftir langt hlé, og Jónas stjórnar upptökunni á þessari nýju plötu, sem ber heitið, „Til hvers”. sveitunum, eru meira og minna að heiman öll kvöld og helgar. Það er karlpeningurinn i Litið eitt, sem kominn er i heimsókn til Nú-timans, en þvi miður tókst ekki að ná til Berglindar. Það var i júni sem Litið eitt byrjaði að taka upp plötuna og i byrjun september var hljóðrit- un íokið. Fyrst i stað var aðeins unnið að plötunni um helgar, svo tóku þau sér öll viku sumar- fri, — en þegar sumarfriið var búið var enn mikið ógert, og þá var farið að vinna á kvöldin og næturnar. — Já, það er alveg rétt, Lítiö eitt var hætt, sagði Gunnar. En samt held ég að undir niðri háfi það verið draumur okkar allra, að taka upp nýja plötu, — sér- staklega þar sem fyrri platan gekk svona vel. — Það var svo seinni hluta vetrar sem við töluðum fyrst um málið af einhverri alvöru, sagði Jón Árni. Þá fórum við upp i sjónvarp og hittum Jónas R. Jónsson að máli. Þá var hug- myndin sú, að við gæfum plöt- una út sjálf ásamt Jónasi og færum til útlanda til að taka hana upp. — Við erum i rauninni ekki fjögur i Litið eitt, við erum miklu frekar fimm, þvi að Jónas er einn af okkur, sagði Steinþór. Jónas stjómaði upptöku á fyrri plötunni og hans þáttur i báðum plötunum er alveg ómetanlegur. Nokkru eftir að við komum að máli við Jónas upp i sjónvarpi, og þá færði hann okkur þær fréttir, að það væri i undirbún- ingi að setja á fót stúdió hér, — og það breytti að ■ sjálfsögðu fyrri hugmynd okkar. Nú, og svo byrjuðum við á plötunni i júni. Nú-tíminn spurði hvort þau hefðu ekkert æft saman frá þvi Lltið eitt hætti þar til ákveðið hefði verið að taka upp nýja LP-plötu. Steinþór varð fyrir svörum: — Nei, við æfðum ekkert sam- an i millitiðinni. Við vorum á þeim tima bara menn að berjast áfram i lifinu, kaupa ibúðir, eignast börn og fjölskyldur. — Þegar við byrjuðum að æfa saman aftur, small hljóðfæra- leikurinn saman án nokkurrar fyrirhafnar, en öðru máli gegndi um sönginn, sagði Gunn- ar. — Hjá okkur er einfaldleikinn fyrir öllu, sagði Jón Arni. Plat- an byggistupp á tveimur gitur- um, bassa, röddum og söng. — Er þessi nýja plata i veiga- miklum atriðum frábrugðin fyrri plötunni? — Já, ég vil nú halda þvi fram, sagði Jón Arni. Hún er breiðari, fjölbreyttari, — en kannski varla eins heilsteypt og sú fyrri. — Þessi plata er likust þvi, sem okkur langaði til að gera, sagði Steinþór. Viðerum ekki að höfða til einhvers ákveðins hóps, við flytjum beat-lög og á plötunni er að finna lag, sem hægt væri að leika sem siðasta lagfyrir fréttir i útvarpinu. Mér þætti ekki ótrúlegt, að platan myndi höfða til fólks á öllum aldri. — Gamla góða Litið eitt bregður þó fyrir, sagði Gunnar, — kannski meira til hinna strák- anna en Nú-tímans. — Það sem er sameiginlegt með báðum plötunum er það, að fimm lög eru frumsamin, Gunn- ar á þrjú og Joddi tvö, sagði Steinþór. Gunnar heldur sig við is- lenzku þjóðskáldin, lögin hans eru samin við texta eftir Davið Stefánsson, Stein Steinarr og örn Arnarson. Jón Árni sækir hins vegar texta sina til heims- skáldanna, Göthe og Edgar Allans Poe. Athygli vekur, að lag Gunnars við ljóð Steins Steinars er samið við órimað ljóð, Vor — en engu að siður „gullfalleg melódia”, eins og Steinþór komst að orði. — Það er engin tilviljun að ljóð Daviðs eru ofarlega á blaði hjá okkur, t.d. ljóðið „Til Hvers” er gott dæmi um það, hvað Davið á mikið erindi til okkar, sem nú erum ung, sagði Steinþór. — Við höfum alltaf lagt mjög mikið upp úr textum, og höfum alltaf lagt áherzlu á góða og vandaða islenzka texta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.