Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 26. október 1975. TÍMINN Gallalaus gétnaðarvörn er ekki til. Þær, sem eru skaðlausar, eru óþægilegar, ljótar og óöruggar. Þær sem eru öruggar hafa aukaverkanir eða eru óumbreytanlegar (Vönun). Sérfræð- Pgar vilja halda fram, að i framtiðinni fái allar konur irautu 14 ára gamlar, jsem geri þær ónæmar fyrir sæði ævilangt. Ef barns er óskað taka þær mótlyf, sem eyðir áhrifunum um stuttan ííma. Að slikri vörn er unnið. Tekið hefur verið eftir frumubreytingum á legopi hjá Pillu-konum, og var fyrst óttast að um frumstig af krabbameini væri að ræða. Það hefur aftur á móti ekki verið staðfest (segir Dr. Elizabeth Cornell við Rockef ellerstofnunina) 3. Getur Pillan valdið hættulegum blóðtappa? Já. Það er hættulegast auka- verkun Pillunnar ( Dr. Eliza- beth Cornell) Eíns og við eðli- lega þungun breytist storknun- areiginleiki blóðsins við „gerviþungunina", sem Pillan framkallar. Það sem getur komið fyrir er: Oftast bólgnar bláæð á mjaðmasvæðinu eða i fæti. Blóðtappi myndast, sem getur borizt til lungnanna eða heilans og lokað þar æð. Af- leiðingin getur.veriðdauði, löm- un eða" blinda. Framleiðslu- fyrirtæki nokkuð varð að greiða 35-ára gamalli amerískri konu, sem varð blind 125 milljónir króna. Blóðtappahætta er 4-6 sinnum meiri hjá konum, sem taka Pilluna heldur en hinum, samkvæmt þessum áralóngu rannsóknum. En áhættan er samt sem áður hverfandi — hvers vegna? Myndun blóðtappa er sjaldgæf hjá kon- um. Likur á blóðtappa fara eftir Ostrogen-magni Pillunnar. Fyrir konur, sem hættir við blóðtappa er hin svokallaða „Mini"-Pilla heppileg, sem hef- ur ekkert östrogen. Gallinn er sá, að hún er ekki eins örugg vörn gegn getnaði. Hjá mörgum konum hækkar blóðþrýstingur við notkun Pillunnar. Er þvi ráðlegt að láta fylgjast með blóðþrýstingnum, svo að afleiðingar of hás blóðþrýstings, svo sem hjarta- veila eða æðakölkun eigi sér ekki óafvitandi stað. 4. Eru lifur, nýru eða önnur innri liffæri i hættu? Eitt af áhyggjuefnum visindamanna var að Pillan færði „efnavinnslutofuna", lifr- ina úr lagi. Þaðvirðist ekki vera. Aðeins konur með langvarandi lifrarskemmdir eða konur, sem hafa erfiðleika við að skilja frá kynhormónið östrogen, eru i hættu (hinar siðarnefndu þjást lika af gulu er þær verða þungaðar) Eftir eitt ár kemurhjá flestum i ljós breyting á hæfileika likamans til að melta sykur. Sú breyting fer hins vegar ekki vax andi með árunum, heldur er stöðug. Þar af leiðandi ættu konur, sem er hætt við sykur- sýki að forðast Pilluna, en sykurs.iúklingar ættu að taka hana. Sjúkdómurinn versnar ekki við það, en hættunni (sem er mjög mikil fyrir sykursjúkar konur) af þungun er bægt frá. Nýrnarsteinar eru algengari hjá PHlu-notendum, ef tilhneiging til þeirra er fyrir hendi. Einnig er litið eitt aukin hætta á smiti i þvagrásinni. 5. Hvað um hinar „meinlausu" fylgi- verkanir? Næstum allir kvillar hafa verið skrifaðir á reikning Pillunnar. Oft er það imyndun ein, eins og rannsóknir með gervipillur hafa sannað. En hvað sem öðru lfður, þá er hinum ýmsu kvenlegu einkenn- um, stór eða litil brjóst, mjaðmasveiflan, húðin, lengd tiðanna, stjórnað af hormónum, og hver kona framleiðir til þess sitt eigið östrogen og Progesteron. Ef hinir eðlilegu skammtar breytast af völdum Pillunnar, er það að visu ekki hættulegt, en vekur óróleika. Nokkur af þessum eifíkennum eru: Húð og hár: Á enni og vöngum geta myndazt auka- „freknur". Skiptar skoðanir eru um bólur, sumir segja þær aukast aðrir að þær minnki. Allavega er rangtað mikiðhár- los eigi sér stað. Brjóst: Marg- ar konur finna fyrir herpingi i brjóstunum, er þær byrja að notaPilluna. Þetta hefur ekkert að segja og hverfur eftir þrjá til fjóra mánuði. Brjóstgeta vaxið aðeins. Ógleði: Ógleði og uppköst fylgja Pillunni oft fyrstu mánuðina. Þessu veldur hormónið östrogen, sem virkar á uppsölumiðstöðina i heilan- um. Bezt er þvi að taka inn rétt fyrir svefninn, eða velja tegund með minna östrogen. Tiðir: Milliblæðingar eru al- gengar í fyrstu Pillu-mánuðin- um, en hætta fljótlega. Eins getur verið að tiðir falli niður. Gerist það oftar en einu sinni ber að leita læknis. Möguleiki er á þungun eða hormónatruflun, sem þarf ekki að vera af völd- um Pillunnar. Leggangasýking: Þar er ekki enn komin endanleg niðurstaða, en brezkar rannsóknir hafa sýnt fram á tvisvar sinnum fleiri tilfelli hjá Pillu-konum en öðrum. 6. Veldur Pilla mis- lyndi eða minnkandi kynhneigð? Konur halda þvi oft fram að þær verði þunglyndar af Pillunni. Þetta á sér sennilega rætur að rekja til þess að konu finnst i undirmeðvitundinni hún vera svipt kveneðli sinu með hinu fullkomna öryggi að v'erða ekki þunguð. Alika ástæður eru sennilega fyrir þvi, þegar konur kvarta undan minnkandi kyri- þörf. Rannsóknir sýna á hinn bóginn, að Pillu-konur hafa 25% oftar samfarir en hinar. 7. Ef eitthváð fer úr skorðum — verður barnið heilbrigt? Heilbrigðisyfirvöld i New York riki segja, að hætta sé á vanskapningum (7 af milljón fæðingum) en sænskar og brezkar rannsóknir bera það til baka. 8. Má kona með barn á brjósti taka Pilluna? Betra er að gera það ekki. Næringargildi mjólkurinnar minnkar og magnið lika. Auk þess hefur komið fyrir, að barnið hefur fengið gulu af þvi að Pilluhormón hafa borizt inn i likama barnsins með mjólkinni. 9. Er möguleiki á ófrjósemi af völdum Pillunnar? I afar sjaldgæfum tilvikum getur það komið fyrir. Ef kona vill eignast barn og hættir við Pilluna, getur verið að hún þurfi að biða 3-6 mánuði af þvi að Pillan hefur haldið aftur af þroska i eggjastokkun um. Einstök dæmi eru um að egglosið var teppt, sem sagt konan orðin ófrjó. Rannsóknir benda á, að um konur með viðkvæma hormónastarfsemi var að ræða og góður læknir hefði átt að sjá þetta fyrir. Rannsóknir sýna að Pillu-hvild er óþörf. Ef kona óskar eftir barni, ætti hún að nota aðrar varnir i 3 mánuði eftir að hún .hættir við Pilluna til að leyfa likamanum að aðlagast breytingunni. 10. Þegar á allt er litið, hverjar eru góðu og slæmu hliðarnar á Pillunni? Um 40% þeirra kvenna, sem taka Pilluna, hfa einhverntima haft yfir einhverju að kvarta. Miskunnarlausar greinargerðir beinharðra visindalegra prófana sýna þrátt fyrir allt: Hliðarverkanir eru • ef til vill margvislegar, en aðeins fáar eru alvarlegs eðlis og koma fyrir hjá hverfandi litilli tölu kvenna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.