Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 19
Sunnudagur 26. október 1975. TÍMINN 19 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulitrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur í Aöalstræti 7, sfmi 2650D — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verö I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuöi. KaöaprentK.L Við vetrarkomu Árið 1914 var dapurlegt ár i sögu islenzks land- búnaðar — fellisár, sem i marga áratugi var minnzt með óhugnaði. Undanfari þess var mikið óþurrkasumar i sömu landshlutum og veðurguð- irnir spöruðu mest við sólskinið siðast liðið sumar. Jafnvel þeir, sem fengu nægjanlegt hey að magni til handa fénaði sinum, urðu fyrir þungum búsifj- um. Allir skilja nú, hvernig þvi vék við. Heyið var svo snautt að næringarefnum, að fénaði varð ekki framfleytt á þvi áfallalaust, en til einskis fóður- bætis að gripa fyrir sextiu árum. Þess vegna fór sem fór harða vorið, sem kallað hefur verið. Viða i sveitum mun það ekki neitt kostafóður, sem menn eiga nú I hlöðum sinum. Grasið var úr sér sprottið, þegar það var slegið, og sumt hraktist stórlega i þokkabót. Ofan á það kom svo misjöfn verkun eins og gerist, þegar ekki fæst þerrir néma örfáa daga um heyannirnar. Fyrr meir hefði verið hætt við skakkaföllum eftir slikt sumar. Nú er hins vegar gefinn fóður- bætir á hverjum bæ, og fóðureftirlit trúlega viðast hvar i sæmilegu lagi, svo að taka má i taumana i tæka tið, ef einhverjir ugga ekki að sér. Samt sem áður skaðar ekki, að minnt sé á, hvað áður hefur gerzt, og til þess hvatt, að menn séu á varðbergi, þótt þorri bænda geri sér að sjálfsögðu bezt grein fyrir þvi sjálfir, hvaða fóðurgildi það hey hefur, er þeir eiga. Hjá hinu fer þó ekki, að óþurrkarnir siðast liðið sumar draga dilk á eftir sér. Fyrirsjáanlega verða búsafurðir rýrari en undanfarin ár, og ekki er talið, að bændur á Suðurlandi og Vesturlandi geti fullnægt markaði fyrir mjólkurafurðir i bæj- um og kaupstöðum i þessum landshlutum, svo að leita verður i þvi efni til Norðlendinga. Sýnir það, á hve völtum fæti standa fullyrðingar sumra manna um offramleiðslu á landbúnaðarvöru. Það má þvert á móti ekki stórlega út af bera um veðurlag til þess að mjólkurframleiðslan nægi. En ekki situr við það eitt, að búsafurðir verði minni en áður á óþurrkasvæðunum. Bændur þar verða nauðugir viljugir að hafa meiri tilkostnað en endranær. öllum er kunnugt, hversu rokdýr tilbú- inn áburður var á siðasta vori, og voru áburðar- kaupin ærinn baggi i þeim landshlutum, þar sem svo viðraði sem bezt varð á kosið. í þeim lands- fjórðungum, þar sem þerrisdagar voru fáir og strjálir og siðkomnir, kom þessi dýri áburður ekki nema að hálfu gagni, og i ofanálag á tilkostnaðinn við hann, bætast nú stórmikil fóðurbætiskaup, sem ekki verða gerð án þess að leggja út mikið fé. Þannig leggst margt á eitt að spilla afkomu bænda á þessum misserum i stórum hlutum landsins. Þetta er að visu sveifla, sem alltaf má búast við. Veðurfarsskýrslur herma, að við verulegum óþurrkasumrum má búast á Suðurlandi sem næst tiunda hvert sumar að meðaltali. Það var einmitt eitt slikra sumra þetta árið. En að þvi leyti standa menn nú betur að vigi en bændur fyrri tiðar vegna mikillar vélvæðingar og úrræða, sem ekki voru áður tiltæk, að mikilla heyfanga má afla á undra- skömmum tima, ef birtir i lofti á annað borð. Þessi afköst gera meira en jafna það, hversu bú eru nú miklu stærri en áður. En þetta breytir þvi ekki, að bændur verða að axla þunga byrði af völdum veðurlagsins og munu þurfa nokkurn tima til þess að vinna það upp, er nú þarf til að kosta umfram venju. — JH Arkalúk Lynge: Ætlar danska mamma að kremja okkur í fangi sér? Bréf ungs Grænlendings til dönsku þjóðarinnar T<‘ikning eftir Aka Höegh í Júliönuvon. Grænlendingurinn Arkalúk Lynge skrifaði fyrir nokkru -grein i Politiken um málefni þjóðar sinnar. Tilefnið var ráðstefna um minnihlutahópa i hinum svonefnda fjórða heimi, sem Indiánasamtök i Kanada boðuðu til, en lands- ráðið grænlenzka og Græn- landsmálaráðuneytið danska neitaði að stuðla að þvi með fjárframlagi, að grænlenzkir fulltrúar gætu sótt hana. Grein Arkalúks er i megin- atriðum á þessa leið: — Hitti drottningin nokkra ofstækisfulla Grænlendinga á ferð sinni i sumar? — Nei, sagði drottningin. Hitt hún einhverja ofstækis- fulla Dani? Nei, hefði drottningin svar- að — hvað annað? Leyfum okkur samt að full- yrða, að ofstækisfulla Græn- lendinga, séu þeir á annað borð til, sé einmitt að finna meðal þeirra, sem hún talaði mest við. Þessir ofstækisfullu Grænlendingar hafa öldum saman, kynslóð eftir kynslóð, stutt danska rikisvaldið, er það vildi þrýsta grænlenzku þjóðinni á þá braut, sem vald- ið hefur meira tjóni en öll þau harðræði náttúrunnar, sem hvað eftir annað hefur neytt Eskimóa til þess að taka upp breytta lifshætti, svo að þeir færust ekki. Ofstækisfullir Danir éru ófá- ir á Grænlandi — frekir menn, sem öðrum þræði eru haldnir kynþáttahleypidómum, og þeir hafa sagt hverri kynslóð Grænlendinga af annarri, að þeir væru ekki neins nýtir — að tíminn væri dýrmætur — að ekki væri unnt að hafa þá i þjónustu sinni. Þeir, sem krefjast réttar sins, eru að jafnaði kallaðir ofstækisfullir. Danir hafa öld- um saman heimtað það, sem þeir eiga engan rétt á, hvort heldur mælikvarðinn er sið- ferðilegur, pólitiskur eða lög- fræðilegur. Þeir hafa heimtað, að við Grænlendingar værum eins og þeir. Samhyggja og samábyrgð skipaði öndvegið okkar á meðal, en þeir hafa heimtað, að við færum að keppa við sjálfa okkur. Þeir hafa heimtað, að við breyttum lifsháttum okkar i einu og öllu. Við áttum að verða sið- menntaðirí þeim skilningi, að við temdum okkur að gera upp á milli manna. Það átti að þrýsta þvi inn i vitund okkar, að það væri eðlilegt og réttlátt, að sumir ættu stór hús og hefðu gnægð matar, en aðrir byggju við skorinn skammt. Þeir hafa viljað, að við breytt- um hörundslit okkar og sál, svo og þess vegna þóknast kröfum þeirra um nýja at- hafnasemi. Þetta hafði i för með sér dauða og tortimingu. Þess vegna er ekki til neinn ofstækisfullur Græniendingur. Við höfum mann fram af manni verið neyddir til þess að fara til Evrópulands til þess að læra, hvernig á að lifa og starfa i Evrópulandi. En ekki til þess að lifa i heim- skautssamfélagi okkar. Það er ekki neitt ofstæki fólgið I þvi, þótt menn vilji njóta þjóðernislegs réttar sins, leitist við að glæða og endurvekja sjálfsvirðingu sina, sem stjórnmálamenn af mörgum kynslóðum hafa kyrkt i greip sinni. Það er að- eins réttur mannsins og ætti að vera náttúrleg sameign allra. Við lifum hér i Evrópu og glötum einhverju af sjálfum okkur á hverjum degi. Evrópumennirnir hafa gengið svo eindregið til verks, að það er ekki lengur orðið eðlilegt og náttúrlegt að virða manneskj- una sem manneskju. I Evrópu verður aldrei lát á spjalli manna um manneskjuna og rétt hennar, og samtimis myrða Evrópubúar manneskjuna um allar jarðir, hvar sem hún verður á vegi þeirra: A sinum eigin götu- hornum og á öllum heimsins hornum. Morð þarf ekki endi- lega að fremja með vélbyss- um. Morð geta menn einnig framið með yfirlýstri mann- úðarstefnu, endurbótahug og góðum vilja. Þetta er ofstæki. Þetta er það, sem kallast nýlendu- stefna. Það hefur lika heitið heimsveldisstefna. Mr. C. L. Sulzberger hjá New York Times er auðvitað reyndur og margviskarl, en honum hefur sézt yfir að leita með logandi ljósi, að litlu landi, sem drottnar yfir viðáttumiklu landi handan hafsins. Frá minum bæjardyrum séð er eðli nýlendustefnunnar marg- þætt, og hún þarf ekki endi- lega að þýða, að land sé arð- rænt. Ef við virðum Grænland fyrir okkur gegnum það gler, sem venjulega er sett fyrir augun, þegar rætt er um yfir- ráðastefnu, má segja, að Dan- mörk sé ekki nýlenduveldi. Danir hafa ekki arðrænt okkur I sama mæli og Portúgalar til dæmis nýlendur sinar. Menn geta kannski komizt að þeirri niðurstöðu, bæði I gamni og al- vöru, að Danir hafi mjólkað sjálfa sig. Það er á allra vitorði, að dönsk fyrirtæki hafa skorið drjúgar sneiðar af kökunni grænlenzku, og þvað- ur Glistrupsum að gefa græn- lenzkum fjölskyldum svo og svo miklar gjafir til brott- flutnings á danska grund, er slæmt bull, sem þegar hefur sært sjálfsvirðingu Grænlend- inga nýju svöðusári og lamað lifsbjargarþrótt Eskimóa. Og hafa þeir danskir stjórnmála- menn, sem gælt hafa við Grænland árum saman, snúizt gegn þessari skepnulegu hug- mynd? Nei — þeir þora það ekki. Þeir kjósa að þegja. Afturá móti grunar mig, að við eigum eftir að heyra fleiri raddir þessarar tegundar. Hver kynslóðin af annarri tók Dönum á Grænlandi. Þar er gestrisni erfðavanja. t Arkalúk Lynge. barnaskap sinum héldu menn, að þeir væru eins og hollenzku hvalfangararnir, sem komu og fóru. En Danirnir sátu sem fastast, og brátt blakti danski fáninn yfir allri ströndinni, likt og hann gerði á Gull- ströndinni og i Vestur-Indlum. Og þá spurðu forfeður okk- ar, hvað þeim þóknaðist. Við höfum engu að miðla, sem þið sækist eftir, sögðu þeir, þvi selkjöt vilja ekki nema kjöt- æturnar af kynþætti Eskimóa. Svarið var, að þeir væru komnir til þess að hjálpa okk- ur. Hver var sú hjálp? Að verja okkur gegn sjúkdómunum, sem gestirnir fluttu sjálfir með sér. Raunar var erindið að búa okkur það að lifa i sam- keppnissamfélagi. Danir breyttu samfélagi okkar á þann hátt, að þeim væri sjálf- um lift i þvi, og þeir létu timann liða, unz olian tók að vella upp i Daviðssundi, þar sem við annars fiskum. Þið bjugguð okkur undir samning- ana við kanadisku iðjuhöld- ana, og við sáum Isbrjótana sundra isnum, þar sem við stundum veiðar. 1 þessu fyrsta bréfi minu til dönsku þjóðarinnar skal ég gæta þess að minna fólk ekki á þá horfnu gullöld, þegar Machiavelli, italski heimspek- ingurinn, sagði þessi orð: „Þegar menn leggja undir sig svæði i landi með annarlega tungu, siði og sambúðarhætti, þá byrja erfiðleikarnir, og það þarf mikla heppni og mikla hæfileika til þess að halda þeim. Bezta og áhrifarikasta aðferðin er, að sigurvegarinn setjist sjálfur að i landinu”. Þetta bréf er ekki af hatri skrifað. Ég skal, meðan timi er til, láta i ljós gleði mina yfir þvi að hafa hitt þægilega og hugmyndarika Dani i þeirra eigin landi. Markmið mitt er að reyna að láta Dani skilja, að ég vil njóta virðingar og viðurkenningar sem Græn- lendingur. Ég fer fram á það, hvorki meira né minna, að ég fái að vera af minu eigin þjóð- erni, sem ég ber fyrir brjósti og vil varðveita og verja gegn hvers konar árásum. Það verður að viðurkenna Græn- lendinga sem þjóð. Danir verða að lita Grænland og Grænlendinga þeim augum, að land og þjóð hafi pólitiskan rétt. Aðeins einu sinni hefur legið nærri, að hatur blossaði upp i huga mínum. Það var þegar þáverandi Grænlandsmála- ráðherra, Holger Hansen, bar mér það á brýn, er ég ræddi við hann menningararf okkar og verndun hans, að ég væri rómantiskur. Það var eitt dæmi þess, hve skilningsvana Danir geta staðið uppi, þegar Grænland ber á góma. Enn eru eftir leifar af græn- lenzkum rétti og stjórnkerfi. Framhald á bls 39

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.