Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 32

Tíminn - 26.10.1975, Blaðsíða 32
32 TÍMINN Sunnudagur 26. október 1975. Gulldrottn- ingin góða Einu sinni voru karl og kerling i koti sinu. Kotið þeirra stóð utar- lega i litlu þorpi. Þau áttu tvö börn. Sonurinn hét Sverrir, en dóttirin hét Svava. Maðurinn var svo fátækur, að börnin höfðu varla fötin utan á sig, og enga almennilega skó áttu þau á fæturna. Faðirinn hafði legið veikur i marga mánuði. Hann hafði þvi ekki get- að unnið sér innjiokkurn eyri. Veturinn kom með frosti og kulda, þá urðu ástæðurnar i kotinu enn- þá lakari. Enginn ofn var i stofunni, og börnin sátu þvi oft skjálfandi af kulda, er blessuð sólin hlýjaði ekki með geisl- um sinum. Þau lögðust svöng og köld til svefns á hverju kvöldi. Oft grétu þau sárt og báðu um mat, en svo urðu þau þreytt að gráta og sofn- uðu út frá þvi. Dag nokkurn stóðu þau við gluggann og blésu á frostrósirnar á litlu rúðunum. Þau gerðu það til þess að geta séð ofurlitið út á götuna. Þetta var á heiðrikum, köldum vetrardegi. Börnin i þorpinu voru úti að leika sér. Sum þeirra hentu snjókúlum, önnur renndu sér á sleðum, og sum voru að búa til snjó- kerlingar og snjókarla. — En hvað það væri gaman að vera með i leikjunum, sagði Svava við Sverri. — En fötin okkar eru svo skjóllaus og skórnir okkar svo ónýtir, að ef við færum út i kuldann, þá yrðum við lika veik eins og fað- ir. Nei, nei, við getum ekki farið út. Vertu róleg, svaraði drengurinn. — Þegar vorið kemur, þá förum við langt út i skóg. Við getum farið út að lækn- um, þar sem bláu, fal- legu blómin vaxa. Þá bindur þú þér blóm- sveig, en ég bý mér til hljóðpipu úr pilviðar- grein, og svo leikum við og syngjum i kapp við fuglana i skóginum. Og sannaðu til, þá verður gaman. Að nokkrum vikum liðnum var allur snjór horfinn. Jörðin var orðin þið, og blómin voru byrjuð að springa út. Sólin glampaði brenn- heit á gluggarúðurnar i litla kotinu. Þá sagði Sverrir við Svövu: — Nú er vorið komið! Og börnin lögðu af stað langt út i skóg. Þau settust niður á lækjar- bakkanum og Svava batt sér blómsveig úr bláum og gulum blóm- um, en Sverrir tálgaði sér hljóðpipu. Nokkrir tréspænir flugu út i læk- inn og bárust með straumnum. Þá sagði drengurinn við systur sina: — Þú sérð skipin min, 'sem sigla þarna á vatn- inu. Getur þú sagt mér, hvert þau fara? — Það get ég ekki, svaraði telpan. En veiztu það þá sjálfur? — Taktu nú eftir, sagði Sverrir. — Hún amma sagði mér það einu sinni. Langt, langt inni i skóginum býr gull- drottningin góða. Hún býr i ljómandi skraut- legri höll, og hún er bæði góð og hjálpsöm við þá, sem ráðvandir eru. Til hennar hugsa ég að skipin min fari. Þá hrópaði litla stúlk- an: — Við skulum setjast i einn bátinn, fara með honum á fund gull- drottningarinnar og segja við hana: — Kæra drottning! Gefðu okkur eitthvað handa pabba og mömmu. Þau eru svo fátæk, pabbi hefur lengi legið veikur, og mamma er lika lasburða. Við höfum orðið að hátta köld og svöng á hverju kvöldi i allan vetur. — Þetta skulum við gera, svaraði drengur- inn. Nú skar hann reglu- lega stóran spón af trjá- greininni sinni. Spónn- inn flaug út i lækinn miðjan og varð að smá- báti, og þau Svava og Sverrir settust út i bát- skelina. Drengurinn fram i, telpan aftur i, og siðan héldu þau af stað. Lækurinn bar þau út á stóra á, og áin flutti þau út á stórt og opið haf. Nú sáu þau hvorki fjöll né bæi, borgir né tré. Þau sáu ekkert nema hafið fyrir neðan sig og himin- inn yfir höfði sér. Gerð- ust þau nú hrædd og kviðafull yfir þvi að vera komin svo langt i burtu frá foreldrum sinum. En þegar kvöld var komið, lásu börnin bænirnar sinar og sofn- uðu. Himinninn var orð- inn alstirndur, og tunglsljósið blikaði á sænum. Máninn og VARHAPLAST plasteinangrun Verksmiðjan 'Armúla 16 • • BVGGINGAVORUR Armstrong HLJÓÐEINANGRUNAR - PLÖTUR og tilheyrandi LÍM WkandeAý VEGGKORK i plötum KDRKOPLAST GÓLFFLÍSAR Armaflex PÍPUEINANGRUN Armstrong GÓLFDÚKUR GLERULL Þ. ÞORGRÍMSSON & CQ Armúla 16 sími 38640 'Í!.X .. Y * stjörnurnar gættu barn- anna,svo að ekkert varð að þeim um nóttina. Börnin bárust lengra og lengra, og að lokum komst hann alla leið til strandar, þar sem gull- drottningin góða réð rikjum. En börnin urðu einskis vör. Þau voru i fasta svefni. Þegar þau vöknuðu um morguninn, var sól komin hátt á loft. Sáu þau nú, að þau voru komin að landi. Og þar sem þau voru mjög hungruð, stigu þau á land hið bráðasta, bundu bátskelina sina við tré, og gengu siðan lengra upp á ströndina til þess að leita berja. En i fjörunni lágu margir steinar undur- fagrir. Þeir voru rauðir, bláir, gulir og grænir og alla vega litir. Þeir leiftruðu og ljómuðu þarna i sólskininu i öll- um regnbogans litum, svo að börnin fengu nærri þvi ofbirtu i augun við að horfa á þá. — Littu á, bróðir! Sjáðu alla þessa skin- andi steina, sagði Svava. — Ég ætla að ná mér i fáeina og búa mér til úr þeim hálsfesti. Hún lagðist siðan á hnén og valdi sér nokkra steina, sem henni leizt bezt á. Hún fleygði þeim þó brátt aftur og tók aðra, sem henni virtust nú vera ennþá fegurri, og þannig gekk það koll af kolli, nokkrum sinn- um. Bróðir hennar stóð með hendur i vösum og horfði á. Loksins sagði hann: — Elsku systir min! Þú tinir saman alla fegurstir steinana, en þorir þú að taka þá? Ertu viss um að þeir séu þin eign? Svövu brá svo mikið, að hún stokkroðnaði, fleygði öllum steinunum frá sér niður i sandinn, reis á fætur og hvislaði: — Elsku bróðir minn, ég hugsaði ekkert út i þetta. Við skulum flýta okkur héðan! Börnin gengu nú lengra og komu að stór- um og fögrum garði. I garðinum uxu yndisleg tré, og héngu á þeim gull- og silfurlit epli, sem glitruðu i sólskin- inu, svo að það var sönn unun á að lita. — Þetta eru vist ágæt epli, sagði Sverrir. — Við verðum að bragða á þeim. Hann var svangur, og var þvi ekki lengi að hugsa sig um, náði sér i langa spýtu, sem lá þar á vegi hans, og ætlaði að reyna að slá eplin niður með spýtunni. Þá hljóp Svava til hans og hrópaði: — Góði bróðir minn! Hvað ertu að gera? Við eigum ekkert i þessum eplum! Drengurinn hrökk við, leit á systur sina og mælti:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.